Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 breyting vegna deiliskipulags Birkiflatar í Skíðadal

Málsnúmer 202011089

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 344. fundur - 20.11.2020

Tekið fyrir erindi dags. 8.9.2020 frá Eflu verkfræðistofu f.h. landeiganda Birkiflatar í landi Kóngsstaða þar sem sótt er um breytingu á aðalskipulagi þannig að svæði 629-F fyrir frístundabyggð verði stækkað til suðurs og að þar verði heimilt að byggja 8 frístundahús. Lagt er fram breytingablað aðalskipulags dags. 17.11.2020.
Í breytingunni felst einnig leiðrétting á ákvæðum um svæðið til samræmis við önnur svæði fyrir frístundabyggð.

Þar sem breytingin er óveruleg leggur umhverfisráð til að farið verði með hana skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umhverfisráð leggur til að breytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar og staðfestingar. Niðurstaða sveitarstjórnar verði auglýst.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

Sveitarstjórn - 329. fundur - 24.11.2020

Á 344. fundi umhverfisráðs þann 20. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi dags. 8.9.2020 frá Eflu verkfræðistofu f.h. landeiganda Birkiflatar í landi Kóngsstaða þar sem sótt er um breytingu á aðalskipulagi þannig að svæði 629-F fyrir frístundabyggð verði stækkað til suðurs og að þar verði heimilt að byggja 8 frístundahús. Lagt er fram breytingablað aðalskipulags dags. 17.11.2020. Í breytingunni felst einnig leiðrétting á ákvæðum um svæðið til samræmis við önnur svæði fyrir frístundabyggð.
Þar sem breytingin er óveruleg leggur umhverfisráð til að farið verði með hana skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Umhverfisráð leggur til að breytingin verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar og staðfestingar. Niðurstaða sveitarstjórnar verði auglýst. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfisráðs um breytingu á aðalskipulagi þannig að svæði 629-F fyrir frístundabyggð verði stækkað til suðurs og að þar verði heimilt að byggja 8 frístundahús. Jafnframt að í breytingunni felst einnig leiðrétting á ákvæðum um svæðið til samræmis við önnur svæði fyrir frístundabyggð. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að um óverulegu breytingu sé að ræða. Farið verði því með hana skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að Skipulagsstofnun verði send breytingin til yfirferðar og staðfestingar og að niðurstaða sveitarstjórnar verði auglýst.