Fundargerðin er í 13 liðum.
Til afgreiðslu:
Liðir 2b, 4a, 5a, 5b, 5c, 5d, 5e, 8.
Liður 7 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 964
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi:
a) Að vísa kr. 2.000.000 nettó kostnaði til gerðar fjárhagsáætlunar 2021 á málaflokk 02; ferðaþjónusta við fatlaða.
b) Núverandi fyrirkomulag gildi eingöngu út vorönn 2021 og er vísað til sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að óska eftir að skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga taki til umfjöllunar aðgengi nemenda úr Dalvíkurbyggð að áætlunarferðum á milli byggðakjarnanna sem geri þeim kleift að stunda námið samkvæmt stundaskrá.
c) Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, í samráði við sviðsstjóra félagsamálasviðs, komi með tillögu að gjaldskrá fyrir nemendur við Menntaskólann á Tröllaskaga vegna ferða nemenda með akstursþjónustu á vegum sveitarfélagsins.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að núverandi fyrirkomulag um akstur framhaldsskólanemenda í Menntaskólann á Tröllaskaga gildi eingöngu út vorönn 2021.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 964
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að ofangreint fyrirkomulag gildi áfram út árið 2021 og tíminn verði notaður til rýni með það að markmiði að fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2022 liggi fyrir tillaga að lausn og fyrirkomulagi til framtíðar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu að skiptingu launa starfsmanna safna og endurskoðun á styrktarfjárhæðum við Menningarfélagið Berg ses til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fyrirkomulagið gildi áfram út árið 2021 og tíminn verði notaður til rýni með það að markmiði að fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2022 liggi fyrir tillaga að lausn og fyrirkomulagi til framtíðar.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 964
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur sem fram koma hér að ofan í liðum a) - e).
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs vegna a) Skíðafélags Dalvíkur, b) Barna- og unglingaráðs UMFS knattspyrna, c) Sundfélagsins Ránar, d) Blakfélagsins Rima og e) Dalvík/Reynir knattspyrna.
-
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 964
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra úrvinnslu málsins.
Niðurstaða þessa fundar
Samþykkt
Bókun fundar
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda uppsögn sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs vegna aldurs og ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela sveitarstjóra úrvinnslu mála vegna starfsloka sviðsstjóra veitu-og hafnasviðs.