Frá sveitarstjóra, beiðni um viðauka vegna fjárfestinga 2020, Dalbær

Málsnúmer 202011042

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 965. fundur - 12.11.2020

Með fundarboði fylgdi beiðni frá sveitarstjóra um viðauka við fjárhagsáætlun 2020, lækkun á fjárfestingum. Gert var ráð fyrir 40 milljónum króna í fjárhagsáætlun 2020 til framkvæmda við Dalbæ en samkvæmt upplýsingum frá hjúkrunarframkvæmdarstjóra og stjórn verður ekki fjárfest nema fyrir helming þeirrar upphæðar fyrir áramót, eða 20 milljónir króna.

Því er sótt um viðauka upp á 20 milljóna króna lækkun á fjárfestingum, málaflokkur 32200 lykill 11500. Viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

Einnig verði þriggja ára áætlun breytt þannig að framlag til Dalbæjar vegna fjárfestinga ársins 2022 verði 20 milljónir króna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 36 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 20.000.000 vegna lækkunar á fjárfestingaáætlun 32200-11500 og hækkun á handbæru fé um sömu upphæð, vísað til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 329. fundur - 24.11.2020

Á 965. fundi byggðaráðs þann 12. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði fylgdi beiðni frá sveitarstjóra um viðauka við fjárhagsáætlun 2020, lækkun á fjárfestingum. Gert var ráð fyrir 40 milljónum króna í fjárhagsáætlun 2020 til framkvæmda við Dalbæ en samkvæmt upplýsingum frá hjúkrunarframkvæmdarstjóra og stjórn verður ekki fjárfest nema fyrir helming þeirrar upphæðar fyrir áramót, eða 20 milljónir króna. Því er sótt um viðauka upp á 20 milljóna króna lækkun á fjárfestingum, málaflokkur 32200 lykill 11500. Viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Einnig verði þriggja ára áætlun breytt þannig að framlag til Dalbæjar vegna fjárfestinga ársins 2022 verði 20 milljónir króna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 36 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 20.000.000 vegna lækkunar á fjárfestingaáætlun 32200-11500 og hækkun á handbæru fé um sömu upphæð, vísað til sveitarstjórnar."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um viðauka nr. 36 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 20.000.000 vegna lækkunar á fjárfestingaáætlun 32200-11500 og hækkun á móti á handbæru fé um sömu fjárhæð.