Frá vinnuhópi um endurskoðun mannauðsstefnu

Málsnúmer 202008027

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 951. fundur - 20.08.2020

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Rúna Kristín Sigurðardóttir, launafulltrúi, kl. 13:50 sem fulltrúi vinnuhóps vegna endurskoðunar á Mannauðsstefnu handbókum. Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sat fundinn áfram.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að endurskoðaðri Mannauðsstefnu. Fulltrúar vinnuhóps vegna endurskoðunar á Mannauðsstefnu og handbókum, Gísli Bjarnason og Rúna Kristín, gerðu grein fyrir stefnunni ásamt uppbyggingu handbóka.

Til umræðu ofangreint.

Rúna Kristín og Gísli viku af fundi kl. 14:24.
Byggðaráð felur vinnuhópnum áframhaldandi vinnu við Mannauðsstefnuna og handbækur.

Byggðaráð - 952. fundur - 27.08.2020

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Rúna Kristín Sigurðardóttir, launafulltrúi, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Katrín Dóra Þorsteinsdóttir, ráðgjafi frá Projects í gegnum fjarfund, kl. 13:00.

Á 951. fundi byggðaráðs þann 21. ágúst s.l. komu launafulltrúi og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs á fund byggðaráðs til að kynna endurskoðun á Mannauðsstefnu Dalvíkurbyggðar og uppbyggingu á handbókum. Byggðaráð fól vinnuhópnum áframhaldandi vinnu við Mannauðsstefnuna ásamt handbókum.

Með fundarboði fylgdi rafpóstur, dagsettur þann 25.08.2020, frá launafulltrúa þar sem fram kemur að vinnu- og rýnihópur fóru yfir þær ábendingar sem fram komu á fundi byggðaráðs á vinnufundi 21. ágúst s.l. Gert er grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á milli funda og óskar vinnuhópurinn eftir að Mannauðsstefnan verði staðfest af byggðaráði.

Til umræðu ofangreint.

Katrín Dóra og Gísli Bjarnason vék af fundi kl. 13:20.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að Mannauðsstefnu Dalvíkurbyggðar eins og hún liggur fyrir.

Byggðaráð - 965. fundur - 12.11.2020

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs í gegnum fjarfund TEAMS Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og Rúna Kristín Sigurðardóttir, launafulltrúi, kl. 14:30, en þau ásamt Katrínu Dóru Þorsteinsdóttur, ráðgjafa, unnu að endurskoðun Mannauðsstefnu fyrir Dalvíkurbyggð ásamt starfsmannahandbók og stjórnendahandbók. Einnig kom sérstakur rýnihópur starfsmanna að málum.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi Mannauðsstefna Dalvíkurbyggðar sem byggðaráð staðfesti á fundi sínum þann 27. ágúst s.l. ásamt handbókum og öllum fylgigögnum.

Eyrún, Gísli viku af fundi kl. 15:39.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögur að Starfsmannahandbók og Stjórnendahandbók með breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Byggðaráð færir vinnuhópnum og rýnihópnum bestu þakkir fyrir mikla og góða vinnu.

Sveitarstjórn - 329. fundur - 24.11.2020

Á 965. fundi byggðaráðs þann 12.11.2020 voru til umfjöllunar tillögur vinnuhóps að Starfsmannahandbók og Stjórnendahandbók með Mannauðsstefnu Dalvíkurbyggðar. Einnig kom sérstakur rýnihópur að málum. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögur að Starfsmannahandbók og Stjórnendahandbók með breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Þórhalla Karlsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögur að Starfsmannahandbók og Stjórnendahandbók með Mannauðsstefnu Dalvíkurbyggðar og tekur undir þakkir byggðaráðs til vinnuhópsins og rýnihópsins fyrir mikla og góða vinnu.