Byggðaráð

964. fundur 05. nóvember 2020 kl. 13:00 - 16:11 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Covid-19; staða mála í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202003111Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs í gegnum fjarfund TEAMS kl. 13:00 Dagbjört Sigupálsdóttir, Þórunn Andrésdóttir og Þórhalla Karlsdóttir, aðalmenn í sveitarstjórn ásamt byggðaráði og sveitarstjóra.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála í sveitarfélaginu vegna Covid-19.

Dagbjört, Þórunn og Þórhalla viku af fundi kl. 13:21.
Lagt fram til kynningar.

2.Frá sviðsstjórum félagsmálasviðs og fræðslu- og menningarsviðs; Skólaakstur í Menntaskólann á Tröllaskaga.

Málsnúmer 202010086Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs í gegnum TEAMS fjarfund Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:22.

Á 962. fundi byggðaráðs þann 22. október 2020 var tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjórum fræðslu- og menningarsviðs og félagsmálasviðs, dagsett þann 19. október 2020, þar sem lagt var til að haldið verði áfram að gera ráð fyrir kostnaði vegna skólaaksturs nemenda í Menntaskólann á Tröllaskaga í fjárhagsáætlun 2021. Gert er ráð fyrir kr. 2.000.000 árið 2021 samkvæmt fyrirliggjandi tillögum á málaflokk 04. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fresta ofangreindu erindi og óska eftir nánari upplýsingar.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfært minnisblað sem sviðsstjórarnir gerðu grein fyrir.

Eyrún vék af fundi kl. 13:41.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi:
a) Að vísa kr. 2.000.000 nettó kostnaði til gerðar fjárhagsáætlunar 2021 á málaflokk 02; ferðaþjónusta við fatlaða.
b) Núverandi fyrirkomulag gildi eingöngu út vorönn 2021 og er vísað til sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að óska eftir að skólanefnd Menntaskólans á Tröllaskaga taki til umfjöllunar aðgengi nemenda úr Dalvíkurbyggð að áætlunarferðum á milli byggðakjarnanna sem geri þeim kleift að stunda námið samkvæmt stundaskrá.
c) Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, í samráði við sviðsstjóra félagsamálasviðs, komi með tillögu að gjaldskrá fyrir nemendur við Menntaskólann á Tröllaskaga vegna ferða nemenda með akstursþjónustu á vegum sveitarfélagsins.

3.Frá skólastjóra Árskógar- og Dalvíkurskóla; Beiðni um fjölgun stöðugilda við Árskógarskóla.

Málsnúmer 202010123Vakta málsnúmer

Undir þessum lið sat fundinn áfram Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.

Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Árskógarskóla, dagsett þann 28. október 2020, um 50% viðbótar stöðugildi vegna aukins undirbúnings leikskólakennara samkvæmt kjarasamningi og stjórnunarumfangs deildarstjóra. Starfs- og kjaranefnd fjallaði um erindið á fundi sínum 3. nóvember s.l. og vísaði því til sviðsstjóra fræðslu- og menningarviðs til skoðunar og fylgdu með nokkrar spurningar frá nefndinni.

Með fundarboði fylgdi jafnframt minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og skólastjóra Árskógar- og Dalvíkurskóla, dagsett þann 03.11.2020 þar sem þess er óskað að áætlað 50% stöðugildi sem er nú þegar inni í launaáætlun fyrir Árskógarskóla vegna styttingu á vinnuviku verði samþykkt og muni það dekka það sem til þarf.

Áætlaður kostnaður vegna þessa viðbótar stöðugildis er um 3,3 m.kr.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri beiðni til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.

4.Þróunarvinna fyrir Menningarhúsið Berg

Málsnúmer 201911072Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, sat fundinn áfram undir þessum lið. Undir þessum lið komu einnig inn á fundinn í gegnum fjarfund TEAMS Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, og Rúna Kristín Sigurðardóttir, launafulltrúi, kl. 13:55.

Á 321. fundi sveitarstjórnar þann 16. febrúar 2020 var eftirfarandi bókað:

"Á 933. fundi Byggðaráðs þann 30. janúar 2020 var m.a. eftirfarandi bókað:
"Nú liggur fyrir tillaga frá vinnuhóp um þróunarvinnu fyrir Menningarhúsið Berg að forstöðumaður safna Dalvíkurbyggðar taki að sér framkvæmdastjórn Menningarhússins Bergs. Um sé að ræða þróunarverkefni sem lokið verði fyrir árslok 2020. Á því tímabili verði störf í söfnum sveitarfélagsins endurskoðuð sem og þeir samningar sem í gildi eru á milli Menningarfélagsins Bergs ses og Dalvíkurbyggðar.

Með fundarboði fylgdu drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Menningarfélagsins Bergs ses. um framkvæmdastjóra og rekstur Menningarhússins Bergs byggð á ofangreindri tillögu sem taki gildi frá 1. febrúar 2020.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samning Dalvíkurbyggðar við Menningarfélagið Berg ses og felur sviðsstjóra að ganga frá samningnum.

Byggðaráð ítrekar að um þróunarverkefni til eins árs er að ræða.

Byggðaráð felur sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með viðauka á næsta fund byggðaráðs vegna áhrifa samningsins á fjárhagsáætlun 2020."


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum samning Dalvíkurbyggðar við Menningarfélagið Berg og tilhögun þróunarverkefnisins til eins árs."

Til umræðu ofangreint og forstöðumaður safna gerði grein fyrir stöðu mála og meðfylgjandi minnisblaði frá forstöðumanni safna, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og formanni stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses, dagsett þann 03.11.2020, þar sem lagt er til að samkomulag Dalvíkurbyggðar og Menningarfélagsins Bergs ses um framkvæmdastjóra og rekstur Menningarhússins Bergs verði í gildi út árið 2021. Framlag forstöðumanns safna til menningarhússins er metið 15% af 100% stöðugildi. Lagt er til að 4,85% af launum deildarbókavarðar bókist einnig á deild 05610 þannig að heildarstöðugildi vegna Menningarhússins Berg ses er 19,85%. Menningarfélagið Berg ræður síðan starfsmann á sínum vegum til að sinna daglegum verkefnum hússins í því hlutfalli sem metið er ásættanlegt af stjórn menningarfélagsins. -
Samningur vegna launa lækkar um 1.000.000 kr. á ársgrundvelli en rekstrarstyrkur Dalvíkurbyggðar hækkar á móti um sömu upphæð. Við breytingarnar verður ekki kostnaðarauki á framlagi Dalvíkurbyggðar til menningarhússins en skiptingin verður önnur.

Björk og Rúna viku af fundi kl. 14:16.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að ofangreint fyrirkomulag gildi áfram út árið 2021 og tíminn verði notaður til rýni með það að markmiði að fyrir gerð fjárhagsáætlunar 2022 liggi fyrir tillaga að lausn og fyrirkomulagi til framtíðar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu að skiptingu launa starfsmanna safna og endurskoðun á styrktarfjárhæðum við Menningarfélagið Berg ses til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.

5.Frá íþrótta- og æskulýðsráði; Staða íþróttafélaga vegna COVID19

Málsnúmer 202004008Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fundinn Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 14:17, í gegnum fjarfund TEAMS og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, sat fundinn áfram í gegnum fjarfund.

Á 963. fundi byggðaráðs þann 29. október s.l. fjallaði byggðaráð áfram um ofangreint mál og tók til umfjöllunar til viðbótar frá síðasta fundi eftirfarandi vinnugögn innanhúss; ársreikningar þeirra félaga sem um ræðir, minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa frá 28. október 2020 og yfirlit yfir kostnað vegna reksturs á íþróttasvæði 2020. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að funda með viðkomandi félögum og leita leiða og lausna í samræmi við umræður á fundinum með því markmiði að koma með tillögu fyrir byggðaráð að viðbrögðum til loka árs 2020.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað dagsett þann 02.11.2020 frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, þar sem þeir gera grein fyrir fundum sínum með forsvarsmönnum félaganna sem umræðir. Eftirfarandi er lagt til:
a) Skíðafélag Dalvíkur; Í ljós þess að óvissan er mjög mikil, þá er lagt til að félagið fái fjármagn af áætlun 2021 (5.000.000) greitt fyrir áramót til að félagið geti staðið við skuldbindingar vegna launa og annars reksturs fram að áramótum. Þessa greiðslu þyrfti að greiða á næstu dögum. Félagið leiti leiða til að halda rekstrarkostnaði í lágmarki í vetur og í lok vetrar verði staðan tekin til að meta hvort og þá hversu mikið vanti upp á reksturinn til að klára árið 2021 (þ.e. hefja vertíðina að hausti 2021).
b) Barna- og unglingaráð UMFS (knattspyrna):Dalvíkurbyggð mun ekki styrkja Barna- og unglingaráð það sem félagið mun fá styrk/greiðslu frá aðalstjórn UMFS.
c) Sundfélagið Rán:Félagið fái niðurfellt 50% af leigu á sundlauginni í ljósi þess að aðstaðan hefur ekki verið til staðar hluta af ári og félagið finni aðrar leiðir til að brúa bilið, s.s. með minni útgjöldum eða auknum fjáröflunum.
d) Blakfélagið Rimar: Ekki þarf að leggja neitt til, þar sem umsóknin er dregin til baka.
e) Dalvík/ Reynir - rekstur knattspyrnuvallar: Lagt til að árið 2021 verði styrkupphæð í samningi óbreytt (þrátt fyrir lægri útgjöld árið 2020 en gert var ráð fyrir, en þar er vissulega fyrirvari á því). Við teljum ekki vera tímann núna til að auka stöðugildi og leggjum því til að þessari umræðu um starfsmann verði frestað um eitt ár og staðan tekin við gerð fjárhagsáætlunar 2022.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar tillögur sem fram koma hér að ofan í liðum a) - e).

6.Starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024

Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer

a) Framkvæmdastyrkir til íþrótta- og æskulýðsfélaga 2021-2024.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sátu áfram fundinn undir þessum lið. Á 963. fundi byggðaráðs fól byggðaráð ofangreindum að funda með viðkomandi íþrótta- og æskulýðsfélögum um endurskoðun framkvæmdaráætlunar, með vísan í erindi frá Golfklúbbnum Hamar og Skíðafélagi Dalvíkur, mál 202009134 og mál 202009070 sem voru til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði þann 6. október s.l.

Gísli Rúnar og Gísli fóru yfir meðfylgjandi minnisblað, dagsett þann 30.10. 2020, og gerðu grein fyrir fundi sínum með félögunum.

a) Framkvæmdastyrkir til íþrótta- og æskulýðsfélaga;

a.1. Hestamannafélagið Hringur.
Tillaga;
Lagt til að Hestamennafélagið fái greiddan þann kostnað sem hefur fallið til árið 2020 og rest af styrk árið 2020 verði frestað (áætlun er 9.000.000). Framkvæmdum verði frestað um a.m.k. eitt ár og enginn styrkur greiddur árið 2021.

a.2. Skíðafélag Dalvíkur;
Lagt til að félagið fái allt að þessar þrjár milljónir á þessu ári vegna frumvinnu og öðrum framkvæmdum verði frestað og því ekkert fjármagn sem verði áætlað árið 2021 í uppbyggingu íþróttamannvirkja (var gert ráð fyrir 26.000.000 árið 2021)

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu á lið a.3. kl. 14:25.
a.3. Golfklúbburinn Hamar:
Lagt til að félagið fái þessar tvær milljónir á þessu ári vegna frumvinnu sem og þessar sjö milljónir sem eru á áætlun á þessu ári. Einnig er lagt til að félagið fái eins mikið og svigrúm leyfir árið 2021. Árið 2021 var áætlaðar 10.000.000 í viðhald og framkvæmdir á vellinum.


Gísli Rúnar og Gísli viku af fundi kl. 14:40.

b) Starfsáætlanir 2021 - uppfærðar.
Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 14:32.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu uppfærðar starfsáætlanir frá fagsviðum vegna fjárhagsáætlunar 2021.

b) Framkvæmdaáætlun og fjárfestingar 2021 - 2024 - lokatillaga

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærða framkvæmda- og fjárfestingaáætlun 2021-2024. Breytingar frá síðasta fundi er að búið er að taka út kaup á slökkviliðsbíl að upphæð 70 m.kr., færa kostnað vegna vinnu við að setja niður leiktæki að upphæð 2,5 m.kr. af rekstri Eignasjóðs. Til umfjöllunar einnig tillaga umhverfis- og tæknisviðs varðandi grisjun í Brúarhvammsreit og stígagerð.

c) Búnaðarkaup 2021, lokatillaga.

Engar breytingar hafa verið gerðar á meðfylgjandi tillögu að búnaðarkaupum á milli funda.

d) Viðhald Eignasjóðs 2021, lokatillaga.

Engar breytingar hafa verið gerðar á meðfylgjandi tillögu að viðhaldi Eignasjóðs 2021 á milli funda.

e) Stöðugildi 2021 og launaáætlun, lokatillaga.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti yfirlit yfir launaáætlun 2021 og áætlaðar breytingar á milli ára ásamt yfirliti yfir fjölda stöðugilda.
Einnig farið yfir áætluð laun kjörinna fulltrúa og fundaþóknanir.

f) Tillögur að vinnubókum vs. fjárhagsrammar.

Farið yfir meðfylgjandi yfirlit að stöðu áætlana samkvæmt vinnubókum í samanburði við fjárhagsramma vinnubóka.

g) Erindi vegna fjárhagsáætlunar.

Rætt um stöðu mála - engar breytingar hafa komið fram á milli funda frá fagsviðum.

h) Þriggja ára áætlun; magnbreytingar.

Ekkert sem kom fram.
a)
a.1. Byggðaráð samþykkir samhjóða með 3 atkvæðum að vísa framkomnum tillögum til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.
a.2. Byggðaráð samþykkir samhjóða með 3 atkvæðum að vísa framkomnum tillögum til gerðar fjárhagáætlunar 2021.
a.3. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa framkomnum tillögum til gerðar fjárhagsáætlunar 2021, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

Byggðaráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að leggja fyrir byggðaráð beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna breytinga á framkvæmdastyrkjum til íþrótta- og æskulýðsfélaga, eftir því sem við á.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi tillögum að starfsáætlunum til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi tillögum að fjárfestinga- og framkvæmdum 2021-2024 til gerðar fjárhagsáætlunar.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi tillögu að búnaðarkaupum til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.
e) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi þarfagreiningum launa og launaáætlun til gerðar fjárhagsáætlunar 2021.
f) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi tillögum að fjárhagsrömmum til gerðar fjárhagsáætlunar 2021 með þeirri breytingu að tillaga umhverfisráðs um aukinn styrk til Björgunarsveitarinnar á Dalvík verði lækkuð um 1,0 m.kr..
g) Lagt fram til kynningar.
h) Lagt fram til kynningar.

7.Gjaldskrár 2021; tillögur frá fagráðum

Málsnúmer 202009099Vakta málsnúmer

Á 962. fundi byggðaráðs þann 22. október 2020 kynnti sveitarstjóri yfirferð sína á framlögðum tillögum að gjaldskrám eftir umfjallanir fagráða. Byggðaráð samþykkti að breytingar á gjaldskrám fylgi áfram verðbólguspá sem er nú 2,7% fyrir árið 2021. Byggðaráð fól sviðsstjórum fagsviða að gera viðeigandi breytingar sem og að taka tillit til ábendinga sem fram koma í samantekt sveitarstjóra

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur að gjaldskrá fyrir árið 2021 í samræmi við ofangreint:
Gjaldskrá fyrir heimilisþjónustu 2021.
Framfærslukvarði 2021.
Gjaldskrá fyrir matarsendingar 2021.
Gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra 2021.
Gjaldskrá vegna dagforeldra 2021.
Gjaldskrá fyrir lengda viðveru 2021.
Gjaldskrá fyrir búfjárleyfi og lausagöngu 2021.
Gjaldskrá fyrir fjallskil 2021.
Gjaldskrá fyrir hundahald 2021.
Gjaldskrá fyrir kattahald 2021.
Gjaldskrá fyrir leiguland 2021.
Reglur og greiðslur fyrir refaveiðar 2021.
Gjaldskrá fyrir upprekstrargjald 2021.
Gjaldskrá fyrir Íþróttamiðstöð 2021.
Gjaldskrá fyrir Félagsmiðstöðina Týr 2021.
Gjaldskrá fyrir félagsheimilið Árskóg 2021
Gjaldskrá fyrir Dalvíkurskóla 2021.
Gjaldskrá fyrir Frístund 2021.
Gjaldskrá fyrir skólamat í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla 2021.
Gjaldskrá fyrir leikskólann Krílakot og Kötlukot 2021.
Gjaldskrá fyrir Byggðasafnið Hvol 2021.
Gjaldskrá fyrir Bókasafn Dalvíkur 2021.
Gjaldskrá fyrir Héraðsskjalasafn Svarfdæla 2021.
Gjaldskrá byggingafulltrúa 2021.
Gjaldskrá Sorphirðu 2021.
Gjaldskrá vegna leigu í Böggvisstaðaskála 2021.
Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkur 2021.
Gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar 2021.
Reglur og gjaldskrá fyrir leigu á verbúðum 2021.
Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar 2021.
Slökkvilið Dalvíkur 2021.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum gjaldskrám eins og þær liggja fyrir til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

8.Starfslok sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs

Málsnúmer 202011012Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri upplýsti að sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs muni láta af störfum þann 30. apríl 2021 vegna aldurs.

Með fundarboði fylgdi uppsögn sviðsstjóra úr starfi og starfslýsing sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs frá ágúst 2020.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra úrvinnslu málsins.

9.Fundargerðir starfs -og kjaranefndar frá 2020, fundur þann 03.11.2020

Málsnúmer 202003008Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir meðfylgjandi fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 03.11.2020.
Lagt fram til kynningar.

10.Kjördæmavika

Málsnúmer 201809136Vakta málsnúmer

Til kynningar og umræðu hjá byggðaráði málefni sem voru lögð fram af hendi Dalvíkurbyggðar á fundi 29. október sl.með þingmönnum Norðurlands eystra og sveitarfélögum á svæðinu í kjördæmaviku.
Lagt fram til kynningar.

11.Hússtjórn Rima, fundargerð 2020

Málsnúmer 202010112Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerð Hússtjórnar Rima frá fundi þann 26. október 2020 að Rimum.
Lagt fram til kynningar.

12.Fréttabréf SSNE

Málsnúmer 202004030Vakta málsnúmer

Til kynningar fréttabréf SSNE frá október 2020.
Lagt fram til kynningar.

13.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020; fundur stjórnar nr. 890

Fundi slitið - kl. 16:11.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs