Frá sveitarstjóra; Könnun á húsnæðisþörf 55

Málsnúmer 202010079

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 962. fundur - 22.10.2020

Á 956. fundi byggðaráðs þann 24. september 2020 voru til kynningar, undir fundargerð vinnuhóps um húsnæðismál, drög að könnun meðal íbúa sveitarfélagsins á aldrinum 55 ára og eldri, á þörf fyrir íbúðarhúsnæði. Byggðaráð fól sveitarstjóra að taka málið áfram.

Könnunin var framkvæmd í október, skilafrestur þann 15. okt. Alls voru send út 322 eintök. Alls skiluðu sér 101 svar eða 31% af útsendum könnunum. Búið er að vinna úr svörum og fylgdu niðurstöður með fundarboði.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umhverfisráðs til skoðunar og úrvinnslu vegna skipulagsmála.

Umhverfisráð - 343. fundur - 06.11.2020

Til kynningar niðurstaða könnunar á húsnæðisþörf 50 í Dalvíkurbyggð
Með tilliti til niðurstöðu könnunarinnar leggur umhverfisráð til að gildandi deiliskipulag við Kirkjuveg verði endurskoðað og útvíkkað.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 329. fundur - 24.11.2020

Á 343. fundi umhverfisráðs þann 6. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Til kynningar niðurstaða könnunar á húsnæðisþörf 50 í Dalvíkurbyggð
Með tilliti til niðurstöðu könnunarinnar leggur umhverfisráð til að gildandi deiliskipulag við Kirkjuveg verði endurskoðað og útvíkkað. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfisráðs um að gildandi deiliskipulag við Kirkjuveg verði endurskoðað og útvíkkað.