Byggðaráð

963. fundur 29. október 2020 kl. 13:00 - 15:37 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá umhverfis- og tæknisviði; leigusamningur fyrir Rima

Málsnúmer 202006088Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs í gegnum fjarfund, TEAMS, Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:10 og Steinþór Björnsson, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdardeildar, kl. 13:07.

Á 948. fundi byggðaráðs þann 25. júní 2020 var til umræðu útleiga á Rimum en félagsheimilið og tjaldsvæðið var auglýst í júní laust til leigu. Eitt tilboð barst og sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs fór yfir stöðu viðræðna og var honum falið að vinna málið áfram.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til kynningar drög að samningi vegna leigu á félagsheimilinu Rimum í Svarfaðardal

Steinþór gerði grein fyrir stöðu mála.

Börkur Þór og Steinþór viku af fundi kl.13:26.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela umhverfis- og tæknisviði að auglýsa Rima til leigu með stuttum umsóknarfresti með því markmiði að samningstími yrði frá og með 1.1.2021. Fram komi í auglýsingu sá möguleiki að hægt verði að semja um leigu á Sundskála Svarfdæla samhliða.

2.Frá íþrótta- og æskulýðsráði; Staða íþróttafélaga vegna COVID19

Málsnúmer 202004008Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kl. 13:29 og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:29, í gegnum fjarfund, TEAMS.

Á 962. fundi byggðaráðs þann 22. október s.l. var eftirfarandi til umfjöllunar:
"Tekið fyrir minnisblað frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, dagsett þann 14. október 2020, þar sem fram kemur á árlegum fundi með íþróttafélögum og íþrótta- og æskulýðsráði 1. september sl. var rædd fjárhagsstaða íþróttafélagana Var það sameiginleg niðurstaða að þau félög sem töldu sig þurfa aukið fjármagn til að bregðast við ástandinu myndu senda inn erindi um slíkt fyrir 1. október. Íþrótta- og æskulýðsráð tók fyrir erindin á fundi 6. október. Óskir félaga eru eftirfarandi: Skíðafélag Dalvíkur: 6.000.000.- Sundfélagið Rán: 380.000 Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar UMFS: 600.000 Blakfélagið Rimar: 486.000 Meistaraflokkur Dalvík/Reynir: óskar eftir umræðu um starfsmann „Uppi eru hugmyndir milli Barna- og unglingaráðs og Knattspyrnudeildar Dalvíkur/Reynis um að ráða inn starfsmann í nýtt starf fyrir félagið. Starfsmaður sem myndi sinna yfirþjálfun barna og unglinga, framkvæmdastjórahlutverki ásamt öðrum tilfallandi verkefnum fyrir félagið í heild. Fordæmi fyrir slíkum störfum má finna hjá nokkrum félögum í okkar stærðarflokki en búið er að lista upp grófa starfslýsingu á slíku starfi.“ Íþrótta- og æskulýðsráð var á því að það þurfi að bregðast við fjárhagslegu tjóni sem íþróttafélögin hafi orðið fyrir og bregðast þurfi við með auknu fjármagni strax á þessu ári. Einnig er lagt til að tekin verðu upp umræða um starfsmann samhliða endurskoðun á rekstrarhluta íþróttasvæðis UMFS en samkvæmt samningi átti að skoða þær tölur í ljósi reynslu við gerð fjárhagsætlunar 2020.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta ofangreindu erindi og óskar eftir frekari upplýsingar, s.s. ársreikningum /áætlunum ofangreindra félaga. Jafnframt óskar byggðaráð eftir að íþrótta- og æskulýðsfulltrúi komi á fund byggðaráðs."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu til viðbótar frá síðasta fundi eftirfarandi vinnugögn innanhúss; ársreikningar þeirra félaga sem um ræðir, minnisblað íþrótta- og æskulýðsfulltrúa frá 28. október 2020 og yfirlit yfir kostnað vegna reksturs á íþróttasvæði 2020.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að funda með viðkomandi félögum og leita leiða og lausna í samræmi við umræður á fundinum með því markmiði að koma með tillögu fyrir byggðaráð að viðbrögðum til loka árs 2020.

3.Starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024; framhald yfirferðar byggðaráðs;

Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer

a) Framkvæmdastyrkir til félaga

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 13:55 vegna vanhæfis.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sátu áfram fundinn undir þessum lið þar sem til umræðu voru framkvæmdastyrkir til íþrótta- og æskulýðsfélaga, sjá m.a. mál 202009134 og mál 202009070 í íþrótta- og æskulýðsráði þann 6. október s.l.

Gísli Rúnar og Gísli viku af fundi kl.14:14.

b) Framkvæmdir og fjárfestingar 2021-2024

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 14:16.

Farið yfir tillögur að framkvæmdum og fjárfestingum 2021-2024 frá umhverfis- og tæknisviði og veitu- og hafnasviði eftir umfjöllun byggðaráðs, tilfærslur og lagfæringar sviða.

c) Búnaðarkaup

Farið yfir tillögur að búnaðarkaupum 2021 eftir niðurskurð sviða samkvæmt tilmælum byggðaráðs.

d) Erindi íbúa og tillögur fagráða

Farið yfir stöðu mála hvað varðar erindi frá íbúum, félögum og félagasamtökum, umfjöllun fagráða og niðurstöður.

e) Tillögur vinnubóka vs. rammar

Farið yfir stöðu tillagna að fjárhagsáætlun samkvæmt vinnubókum í samanburði við fjárhagsramma.

f) Afgreiðslur minnisblaða

f.1 Minnisblað frá Atvinnumála- og kynningarráði vegna beiðni um viðbótarframlag til kynningarmála næstu 3 ár.
f.2. Minnisblað frá fjármála- og stjórnsýslusviði vegna reksturs Félagslegra íbúða.

g) Launaáætlun og stöðugildi

Farið yfir stöðu launaáætlunar 2021 og yfirlit stöðugilda samkvæmt nýjustu keyrslu með breytingum sem kynntar voru á fundinum.

h) Þriggja ára áætlun

Rætt um þriggja ára áætlun, þróun íbúafjölda og aldursþróun íbúa, áhættugreiningu.

i) Fleira ?


Starfsáætlanir, gjaldskrár og það sem eftir verður af ofangreindu fimmtudaginn 5. nóvember n.k.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að funda með viðkomandi íþrótta- og æskulýðsfélögum um endurskoðun framkvæmdaráætlunar, tillögur þurfa að liggja fyrir næsta fimmtudag. Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu vegna vanhæfis.
b) - e) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gert verði ráð fyrir kaupum á slökkvibíl árið 2022 í stað 2021 að upphæð 70 m.kr., að öðru leyti eru þessir liðir lagðir fram til kynningar. Lagt fram til kynningar.
f.1) Byggðaráð getur ekki orðið við beiðni Atvinnumála- og kynningarráðs um viðbótarframlag til kynningarmála.
f.2) Byggðaráð samþykkir að leiguverð íbúða hækki um 7% frá og með 1.1.2021 til að halda sem mest í við markaðsleigu í byggðarlaginu.
g) - i) lagt fram til kynningar.

4.Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga; beiðni um útkomuspá 2020

Málsnúmer 202010043Vakta málsnúmer

Á 963. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettur þann 9. október 2020, þar sem eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga óskar eftir að nefndinni berist útkomuspá fyrir fjárhagsárið 2020 samhliða fjárhagsáætlun fyrir árið 2021, með vísan í 79. gr. sveitarstjórnalaga nr. 138/2011. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um til hvaða fjárhagslega aðgerða sveitarstjórn hyggst grípa eða hefur gripið til vegna Covid-19 ástandsins. Óskað er eftir að útkomuspáin og fjárhagsáætlun 2021, eins og hún verður lögð fyrir sveitarstjórn, berist eigi síðar en 1. nóvember n.k.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda útkomuspá 2020, heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2020, þegar hún liggur fyrir vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021, til eftirlitsnefndar sveitarfélaga.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að taka saman minnisblað um til hvaða fjárhagslegra aðgerða sveitarstjórn hyggst grípa eða hefur gripið til vegna Covid-19 ástandsins og leggja fyrir byggðaráð."

Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dagsettur þann 26. október 2020 þar sem vísað er í bréf sem Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sendi til allra sveitarfélaga, þann 15. október, þar sem fram kom að hægt sé að sækja um frest til 1. desember til að leggja fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2021.

Hjá þeim sveitarfélögum sem óska eftir slíkum fresti þá mun það jafnframt gilda um skilin til eftirlitsnefndar vegna fjárhagsáætlunar 2021.

Vakin er þó athygli á því að ekki verður gerð breyting á fresti til að skila útkomuspá fyrir árið 2020 - sem er enn 1. nóvember nk.
Með vísan í ofangreint þá liggur ljóst fyrir að ekki vinnst svigrúm til þess að vinna og afgreiða tillögu að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2020. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda ráðuneytinu heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2020 sem útkomuspá fyrir 1. nóvember n.k.

5.Fundargerðir starfs -og kjaranefndar frá 2020; fundur 27.10.2020

Málsnúmer 202003008Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri kynnti fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 27.10.2020.
Lagt fram til kynningar.

6.Frá sveitarstjóra, beiðni um viðauka vegna brunamála

Málsnúmer 202010111Vakta málsnúmer

Á 960. fundi byggðaráðs var til umfjöllunar erindi Fjallabyggðar um framtíðarfyrirkomulag brunavarna og beiðni um viðræður ásamt tillögum sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um að fá HLH ráðgjöf til liðs við sveitarfélögin varðandi úttekt brunamála. Byggðaráð samþykkti að gengið yrði til samninga við HLH og fól sveitarstjóra að leggja viðauka fyrir byggðaráð vegna kostnaðar við verkefnið.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá sveitarstjóra dagsett þann 29. október 2020, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun að upphæð kr.730.238 án vsk við deild 07210, lykil 4391, og að honum verði mætt með lækkun á lið 21010-4391 um sömu fjárhæð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni sveitarstjóra um viðauka nr. 34 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 730.238 á lið 07210-4391 og að honum verði mætt með lækkun á lið 21010-4391 um sömu fjárhæð, vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, 206. mál.

Málsnúmer 202010102Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri vék af fundi kl. 15:30 til annarra starfa.


Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 23. október 2020, þar sem velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um skrá yfir störf hjá sveitarfélögum sem heimild til verkfalls nær ekki til, 206. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. nóvember n.k
Lagt fram til kynningar.

8.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti, 209. mál.

Málsnúmer 202010099Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 22. október 2020, þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti, 209. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. nóvember nk
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:37.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs