Umhverfisráð

343. fundur 06. nóvember 2020 kl. 08:00 - 11:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Öryggismál við Sjávargötu og Norðurgarð

Málsnúmer 202010016Vakta málsnúmer

Til umræðu öryggismál á hafnarsvæði og lokun á Karlsrauðatorgi neðan Hafnarbrautar
Umhverfisráð getur ekki fallist á lokun Karlsrauðatorgs neðan Hafnarbrautar. Ráðið leggur til að fengnir verði sviðsstjóri og formaður veitu- og hafnarráðs til að ræða nánari útfærslu á öryggismálum á næsta fundi ráðsins.

2.Strandverðir Íslands

Málsnúmer 202011013Vakta málsnúmer

Til kynningar verkefnið "Strandverðir Íslands"
Umhverfisráði líst vel á verkefnið og felur sviðsstjóra að fá nánari upplýsingar um aðkomu sveitarfélagsins.

3.Deiliskipulag Fólkvangs

Málsnúmer 201402123Vakta málsnúmer

Til kynningar og umræðu ábendingar, athugasemdir og umsagnir vegna kynningar á drögum að deiliskipulagi fólkvangs í Böggvisstaðafjalli og umhverfisskýrslu.
Undir þessum lið kom Lilja Fillipusdóttir skipulagsráðgjafi inn á fundinn kl. 09:01 og fór yfir samantekt á ábendingum, athugasemdum og umsögnum.
Lilja vék af fundi kl. 10:01
Umhverfisráð þakkar innsendar athugsemdir, ábendingar og umsagnir og felur skipulagsráðgjafa að gera þær breytingar á tillögunni sem farið var yfir á fundinum og deiliskipulagstillögu fyrir næsta fund ráðsins.

4.Skautasvell og æfingasvæði fyrir vélsleða

Málsnúmer 202011014Vakta málsnúmer

Til umræðu og afgreiðslu innsent erindi frá Frey Antonssyni fyrir hönd Latibule ehf vegna skautasvells og æfingasvæðis samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
a.Umhverfisráð samþykkir umsóknina um skautasvell á Stórhólstjörn og veitir leyfi til eins árs með fyrirvara um samráð við skíðafélagið varðandi vatnsöflun.
b.Umhverfisráð leggur til að veitt verði leyfi til að útbúa og halda úti æfingasvæði fyrir vélsleða á túnum sunnan við sundlaug og knattspyrnuvöll.
Nákvæm afmörkun og útfærsla verði unnin í samráði við sviðsstjóra.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Snjómokstursútboð 2020-2023

Málsnúmer 201911019Vakta málsnúmer

Til kynningar og umræðu úrskurður kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2020 frá 30.09.2020 ásamt samningsdrögum fyrir vetrarþjónustu á Árskógsströnd.
Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir niðurstöðu innkauparáðs Dalvíkurbyggðar um snjómokstursútboð á fundi framkvæmdastjórnar þann 26.10.2020 um að snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík og snjómokstur og hálkuvarnir plön og stígar á Dalvík verði boðið út í einu lagi. Jafnframt var sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs falið að fá tilboð frá Ríkiskaupum varðandi umsjón með útboðinu.
a)Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við ofangreindar niðurstöður innkauparáðs.
b)Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi um snjómokstur og hálkuvarnir á Árskógsströnd á milli Dalvíkurbyggðar og G. Hjálmarssonar með gildistíma 2020-2023 og vísar samningnum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

6.Tilkynning um kæru vegna breytingu á deiliskipulagi í Hóla- og Túnahverfi á Dalvík

Málsnúmer 202008005Vakta málsnúmer

Til kynningar úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í kæru nr. 71 og 73/2020 vegna deiliskipulags Hóla- og Túnahverfis á Dalvík.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

7.Deiliskipulag þjóðvegarins í gegnum Dalvík

Málsnúmer 202011010Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að skipulags- og matslýsingu vegna deiliskipulags þjóðvegar í þéttbýli Dalvíkur, unna af EFLU verkfræðistofu.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og matslýsingin verði samþykkt og að skipulagsfulltrúa verði falið að kynna hana og afla umsagna skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Umsögn um tillögu að aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032

Málsnúmer 202010095Vakta málsnúmer

Til umsagnar tillaga að aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Fjárhagsáætlun 2021; bílastæði við Stærri- Árskógskirkju

Málsnúmer 202009073Vakta málsnúmer

Á 954. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað.
Tekið fyrir erindi frá Sóknarnefnd Stærri-Árskógskirkju, samanber rafpóstur dagsettur þann 7. september 2020, þar sem óskað er eftir því að lagfæring og malbikun bílastæðis við kirkjuna verði sett inn í fjárhagsáætlun fyrir árið 2021. Jafnframt óskar sóknarnefndin eftir því að Dalvíkurbyggð aðstoði við að þrýsta á Vegagerðina að lagfæra og leggja klæðningu á heimreiðina að kirkjunni.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að sækja um styrk í héraðsvegasjóð hjá Vegagerðinni.

10.Fjárhagsáætlun 2021; umhverfismál og ferðaþjónusta

Málsnúmer 202009074Vakta málsnúmer

Á 954. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað.

Tekið fyrir munnlegt erindi frá Myriam Dalstein, dagsett þann 7. september 2020, vegna fjárhagsáætlunar 2021. Erindið snýr að bílastæðum í Svarfaðardal vegna ferðamanna að Skeiðsvatni, sorpmálum í sveitinni á veturna og að staða húsvarðar við Dalvíkurskóla verði endurvakin.
Umhverfisráði falið að ræða um bílastæði og sorphirðu.
1. Umhverfisráð vísar erindinu sem snýr að bílastæðum til endurskoðunar aðalskipulags sveitarfélagsins.
2. Umhverfisráð getur ekki tekið undir tillögur um breytt fyrirkomulag sorphirðu og telur ráðið fyrirkomulagið í góðum farvegi.

11.Könnun á húsnæðisþörf 55

Málsnúmer 202010079Vakta málsnúmer

Til kynningar niðurstaða könnunar á húsnæðisþörf 50 í Dalvíkurbyggð
Með tilliti til niðurstöðu könnunarinnar leggur umhverfisráð til að gildandi deiliskipulag við Kirkjuveg verði endurskoðað og útvíkkað.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

12.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 201807009Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 13. október óskar Guðmar Ragnar Stefánsson fyrir hönd Brúarsmiða eftir framlengingu á byggingarleyfi við Gunnarsbraut 8, Dalvík.
Umhverfisráð samþykkir að veita umsækjanda framlengingu á byggingarleyfi um allt að sex mánuði.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

13.Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna reiðvegar

Málsnúmer 202011006Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 14. október óskar Sævaldur Jens Gunnarsson fyrir hönd hestamannafélagsins Hrings eftir framkvæmdarleyfi fyrir reiðveg samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð veitir umbeðið framkvæmdarleyfi með fyrirvara um að neðangreind skilyrði Vegagerðarinnar séu uppfyllt.

1.Reiðleið skal vera eins langt frá vegi og aðstæður leyfa, æskilega í sömu fjarlægð frá þjóðvegi og reiðleið norðan Þverár (5-7 m).
2.Ræsi í þverskurði sem reiðleið þverar skulu vera af sömu stærð eða stærri en ræsi undir þjóðveg til þess að raska ekki afvötnun umhverfis veg.
3.Tilkoma reiðvegar meðfram þjóðvegi skal ekki hindra afvötnun úr vegskurðum.
4.Móta skal vegfláa á milli vegar og nýrrar reiðleiðar með fláa 1:3 og skal yfirborð hans uppfylla kröfur sem fram settar eru í kafla 2.3 í veghönnunarreglum um öryggissvæði
5.Þverun reiðvegar yfir þjóðveg skal útfærð með þeim hætti að ríðandi séu sýnilegir í aðdraganda þverunar og því skal reiðleið ekki hækka aflíðandi í aðdraganda þverunar.
Auk þess skal þverun útfærð með þeim hætti að hún liggi þvert yfir veg og æskilega að gerður sé hlykkur á reiðleið í aðdraganda þverunar (sjá leiðbeiningar um reiðvegi á vef Vegagerðarinnar)
6.Framkvæmdaaðili skal tryggja að merkingar við vinnusvæðið séu í samræmi við gildandi reglur um vinnusvæðamerkingar.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.Fundi slitið - kl. 11:45.

Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs