Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 963, frá 29.10.2020

Málsnúmer 2010017F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 329. fundur - 24.11.2020

Fundagerðin er í 8 liðum.
Til afgreiðslu 4. liður.
Liður 6 er sér liður á dagskrá.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
 • Á 963. fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað:
  "Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettur þann 9. október 2020, þar sem eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga óskar eftir að nefndinni berist útkomuspá fyrir fjárhagsárið 2020 samhliða fjárhagsáætlun fyrir árið 2021, með vísan í 79. gr. sveitarstjórnalaga nr. 138/2011. Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um til hvaða fjárhagslega aðgerða sveitarstjórn hyggst grípa eða hefur gripið til vegna Covid-19 ástandsins. Óskað er eftir að útkomuspáin og fjárhagsáætlun 2021, eins og hún verður lögð fyrir sveitarstjórn, berist eigi síðar en 1. nóvember n.k.
  a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda útkomuspá 2020, heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2020, þegar hún liggur fyrir vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021, til eftirlitsnefndar sveitarfélaga.
  b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að taka saman minnisblað um til hvaða fjárhagslegra aðgerða sveitarstjórn hyggst grípa eða hefur gripið til vegna Covid-19 ástandsins og leggja fyrir byggðaráð."

  Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dagsettur þann 26. október 2020 þar sem vísað er í bréf sem Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið sendi til allra sveitarfélaga, þann 15. október, þar sem fram kom að hægt sé að sækja um frest til 1. desember til að leggja fram fjárhagsáætlun fyrir árið 2021.

  Hjá þeim sveitarfélögum sem óska eftir slíkum fresti þá mun það jafnframt gilda um skilin til eftirlitsnefndar vegna fjárhagsáætlunar 2021.

  Vakin er þó athygli á því að ekki verður gerð breyting á fresti til að skila útkomuspá fyrir árið 2020 - sem er enn 1. nóvember nk.
  Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 963 Með vísan í ofangreint þá liggur ljóst fyrir að ekki vinnst svigrúm til þess að vinna og afgreiða tillögu að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2020. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda ráðuneytinu heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2020 sem útkomuspá fyrir 1. nóvember n.k. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhjóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs.