Tillaga að tímabundinni niðurfellingu eða afslætti á gatnagerðargjöldum í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201701040

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 286. fundur - 13.01.2017

Til umræðu tillaga að niðurfellingu eða lækkun á gatnagerðargjöldum á íbúðarhúsalóðum í Dalvíkurbyggð við þegar byggðar götur.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar leggur til að veittur verði 80%

afsláttur af gatnagerðargjöldum við þegar byggðar/frágengnar götur tímabundið frá 1. mars 2017 til og með 1. mars 2020.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 809. fundur - 26.01.2017

Á 288. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar 2017 var samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu á tillögu umhverfisráðs frá 286. fundi þann 13. janúar 2017 hvað varðar tímabundna niðurfellingu eða afslátt á gatnagerðagjöldum í Dalvíkurbyggð og vísa henni til byggðaráðs til umfjöllunar.



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa eftirfarandi tillögu til umhverfisráðs til umsagnar:



"Í 6. gr. Samþykktar um gatnagerðargjald í þéttbýli sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar segir um sérstaka lækkunarheimild eða niðurfellingu gatnagerðargjalda, sbr. 6. gr. laga nr. 153/2006,



að hana megi viðhafa við: ,,Sérstakar ástæður, t.d. þétting byggðar, atvinnuuppbygging, lítil ásókn í lóðir eða eftirspurn eftir leiguhúsnæði.?





Í samræmi við þetta samþykkir byggðaráð að beita tímabundið ákvæði 6. gr. 1. mgr. að fella niður gatnagerðargjöld af byggingum einstaklinga og fyrirtækja á lóðum við þegar tilbúnar götur.





Þetta ákvæði gildir frá samþykkt þess í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar og út árið 2020 og miðast þá við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka."

Umhverfisráð - 287. fundur - 03.02.2017

Á 809. fundi byggðarráðs var eftirfarandi tillögu vísað til umsagnar umhverfisráðs.

"Í 6. gr. Samþykktar um gatnagerðargjald í þéttbýli sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar segir um sérstaka lækkunarheimild eða niðurfellingu gatnagerðargjalda, sbr. 6. gr. laga nr. 153/2006,



að hana megi viðhafa við: ,,Sérstakar ástæður, t.d. þétting byggðar, atvinnuuppbygging, lítil ásókn í lóðir eða eftirspurn eftir leiguhúsnæði.?





Í samræmi við þetta samþykkir byggðaráð að beita tímabundið ákvæði 6. gr. 1. mgr. að fella niður gatnagerðargjöld af byggingum einstaklinga og fyrirtækja á lóðum við þegar tilbúnar götur.





Þetta ákvæði gildir frá samþykkt þess í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar og út árið 2020 og miðast þá við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka."
Í samræmi við þetta samþykkir umhverfisráð að beita tímabundið ákvæði 6. gr. 1. mgr. að fella niður gatnagerðargjöld af byggingum einstaklinga og fyrirtækja á lóðum við þegar tilbúnar götur.





Þetta ákvæði gildir frá samþykkt þess í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar og út árið 2020 og miðast þá við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka."

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 289. fundur - 21.02.2017

Á 287. fundi umhverfisráðs þann 3. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað:

"Á 809. fundi byggðarráðs var eftirfarandi tillögu vísað til umsagnar umhverfisráðs. "Í 6. gr. Samþykktar um gatnagerðargjald í þéttbýli sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar segir um sérstaka lækkunarheimild eða niðurfellingu gatnagerðargjalda, sbr. 6. gr. laga nr. 153/2006, að hana megi viðhafa við: ,,Sérstakar ástæður, t.d. þétting byggðar, atvinnuuppbygging, lítil ásókn í lóðir eða eftirspurn eftir leiguhúsnæði." Í samræmi við þetta samþykkir byggðaráð að beita tímabundið ákvæði 6. gr. 1. mgr. að fella niður gatnagerðargjöld af byggingum einstaklinga og fyrirtækja á lóðum við þegar tilbúnar götur. Þetta ákvæði gildir frá samþykkt þess í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar og út árið 2020 og miðast þá við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka."

Í samræmi við þetta samþykkir umhverfisráð að beita tímabundið ákvæði 6. gr. 1. mgr. að fella niður gatnagerðargjöld af byggingum einstaklinga og fyrirtækja á lóðum við þegar tilbúnar götur. Þetta ákvæði gildir frá samþykkt þess í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar og út árið 2020 og miðast þá við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka." Samþykkt með fimm atkvæðum."



Til máls tóku:

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

Bjarni Th. Bjarnason.



Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu og afgreiðslu umhverfisráðs.

Umhverfisráð - 344. fundur - 20.11.2020

Til umræðu tillaga að framlengingu á heimild í samþykkt um gatnagerðargjöld, ákvæði 1. mgr. 6. gr., að fella niður gatnagerðargjöld af byggingum einstaklinga og fyrirtækja á lóðum við þegar tilbúnar götur.
Umhverfisráð leggur til að framlengja niðurfellingu á gatnagerðargjöldum samkvæmt ákvæði 1. mgr. 6. gr. til einstaklinga og fyrirtækja á lóðum við þegar tilbúnar götur til ársloka 2022.
Ráðið leggur til að farið verði í kynningarátak á þeim lóðum sem eru til úthlutunar á þessum forsendum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

Sveitarstjórn - 329. fundur - 24.11.2020

Á 344. fundi umhverfisráðs þann 20. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
Umhverfisráð leggur til að framlengja niðurfellingu á gatnagerðargjöldum samkvæmt ákvæði 1. mgr. 6. gr. til einstaklinga og fyrirtækja á lóðum við þegar tilbúnar götur til ársloka 2022. Ráðið leggur til að farið verði í kynningarátak á þeim lóðum sem eru til úthlutunar á þessum forsendum. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til úrvinnslu vegna álitamála.
Guðmundur St. Jónsson.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar að vísa þessum lið til byggðaráðs til nánari útfærslu.

Byggðaráð - 968. fundur - 03.12.2020

Á 329. fundi sveitarstjórnar þann 24.nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 344. fundi umhverfisráðs þann 20. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað: Umhverfisráð leggur til að framlengja niðurfellingu á gatnagerðargjöldum samkvæmt ákvæði 1. mgr. 6. gr. til einstaklinga og fyrirtækja á lóðum við þegar tilbúnar götur til ársloka 2022. Ráðið leggur til að farið verði í kynningarátak á þeim lóðum sem eru til úthlutunar á þessum forsendum. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum." Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til úrvinnslu vegna álitamála. Guðmundur St. Jónsson.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar að vísa þessum lið til byggðaráðs til nánari útfærslu."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að reglum Dalvíkurbyggðar vegna tímabundinnar niðurfellingu gatnagerðargjalda.

Til umræðu.
Byggðaráð vísar ofangreindum drögum til sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs til áframhaldandi vinnslu á milli funda.

Byggðaráð - 970. fundur - 10.12.2020

Til umfjöllunar reglur Dalvíkurbyggðar um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda en málinu var vísað til byggðaráðs frá sveitarstjórn til nánari útfærslu.

Með fundarboði fylgdu uppfærð drög að reglum frá sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs. Upplýst var á fundinum að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs er búinn að rýna drögin á milli funda.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum reglur um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 330. fundur - 15.12.2020

Á 970. fundi byggðaráðs þann 10. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
T"il umfjöllunar reglur Dalvíkurbyggðar um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda en málinu var vísað til byggðaráðs frá sveitarstjórn til nánari útfærslu. Með fundarboði fylgdu uppfærð drög að reglum frá sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs. Upplýst var á fundinum að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs er búinn að rýna drögin á milli funda.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum reglur um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og meðfylgjandi tillögu að reglum um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda.

Byggðaráð - 983. fundur - 29.04.2021

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu gildandi reglur Dalvíkurbyggðar um tímabundna niðurfellingu eða afslætti á gatnagerðargjöldum í Dalvíkurbyggð.

Til að taka af allan vafa þá leggur byggðaráð til við sveitarstjórn að bætt verði við 2. og 3. gr. skýringum að niðurfelling gatnagerðargjalda taki ekki til lóða sem auglýstar eru á gildistíma reglnanna ef þær eru ekki við þegar tilbúnar götur m.v. gildistöku reglanna. Ef sveitarfélagið þarf að leggja í kostnað við gerð nýrra gatna, nýrra svæða og/eða nýs skipulags þá gilda þessar reglur ekki um þær lóðir.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að breytingum og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 336. fundur - 12.05.2021


Þórhalla Karlsdóttir kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 15:22 og tók við fundarstjórn að nýju.

Á 983. fundi byggðaráðs þann 29. apríl 2021 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdu gildandi reglur Dalvíkurbyggðar um tímabundna niðurfellingu eða afslætti á
gatnagerðargjöldum í Dalvíkurbyggð.
Til að taka af allan vafa þá leggur byggðaráð til við sveitarstjórn að bætt verði við 2. og 3. gr. skýringum að
niðurfelling gatnagerðargjalda taki ekki til lóða sem auglýstar eru á gildistíma reglnanna ef þær eru ekki við þegar
tilbúnar götur m.v. gildistöku reglanna. Ef sveitarfélagið þarf að leggja í kostnað við gerð nýrra gatna, nýrra svæða
og/eða nýs skipulags þá gilda þessar reglur ekki um þær lóðir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að breytingum og vísar henni til umfjöllunar
og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að breytingum á reglum Dalvíkurbyggðar um tímabundna niðurfellingu eða afslætti á gatnagerðargjöldum í Dalvíkurbyggð.

Umhverfisráð - 353. fundur - 28.05.2021

Á 336. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar var samþykkt að tillögu byggðaráðs að breyta reglum Dalvíkurbyggðar um tímabundna niðurfellingu eða afslætti á gatnagerðargjöldum. Breytingin felst í því að skýringum er bætt við 2. og 3. gr. reglnanna þar sem fram kemur að niðurfelling gatnagerðargjalda taki ekki til lóða sem auglýstar eru á gildistíma reglnanna ef þær eru ekki við þegar tilbúnar götur m.v. gildistöku reglnanna. Ef sveitarfélagið þarf að leggja í kostnað við gerð nýrra gatna, nýrra svæða og/eða nýs skipulags þá gilda þessar reglur ekki um þær lóðir.
Lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn - 353. fundur - 20.12.2022

Á 336. fundi sveitarstjórnar þann 12. maí 2021 voru samþykktar reglur Dalvíkurbyggðar um tímabundna niðurfellingu eða afslætti á gatnagerðargjöldum í Dalvíkurbyggð. Reglurnar gilda til 31.12.2022 og falla því úr gildi um áramótin. Í reglunum kemur fram að framkvæmdir skulu hefjast innan gildistíma þessara reglna.
Til máls tóku:
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Freyr Antonsson, sem leggur til að tímabundin niðurfelling eða afslættir á gatnagerðagjöldum í Dalvíkurbyggð framlengist um eitt ár eða til 31.12.2023 og að vakin sé athygli á því að samkvæmt 3.gr. reglanna þá þurfa framkvæmdir að hefjast innan gildistíma reglnanna.
Felix Rafn Felixson.
Helgi Einarsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar um framlengingu á ofangreindum reglum.

Skipulagsráð - 14. fundur - 08.11.2023

Á 336. fundi sveitarstjórnar þann 12. maí 2021 voru samþykktar reglur Dalvíkurbyggðar um tímabundna niðurfellingu eða afslætti á gatnagerðargjöldum í Dalvíkurbyggð. Reglurnar gilda til 31.12.2022 og falla því úr gildi um áramótin. Í reglunum kemur fram að framkvæmdir skulu hefjast innan gildistíma þessara reglna.

Á 353.fundi sveitarstjórnar þann 20.desember 2022 var eftirfarandi bókað:
Til máls tóku:
Katrín Sif Ingvarsdóttir.
Freyr Antonsson, sem leggur til að tímabundin niðurfelling eða afslættir á gatnagerðagjöldum í Dalvíkurbyggð framlengist um eitt ár eða til 31.12.2023 og að vakin sé athygli á því að samkvæmt 3.gr. reglanna þá þurfa framkvæmdir að hefjast innan gildistíma reglnanna.
Felix Rafn Felixson.
Helgi Einarsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar um framlengingu á ofangreindum reglum.
Skipulagsráð vekur athygli á að tímabundin niðurfelling eða afslættir á gatnagerðagjöldum í Dalvíkurbyggð fellur úr gildi 31.12.2023 og vakin er athygli á því að samkvæmt 3.gr. reglanna þá þurfa framkvæmdir að hefjast innan gildistíma þeirra. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

Sveitarstjórn - 363. fundur - 28.11.2023

Á 15. fundi skipulagsráðs þann 8. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 336. fundi sveitarstjórnar þann 12. maí 2021 voru samþykktar reglur Dalvíkurbyggðar um tímabundna niðurfellingu eða afslætti á gatnagerðargjöldum í Dalvíkurbyggð. Reglurnar gilda til 31.12.2022 og falla því úr gildi um áramótin. Í reglunum kemur fram að framkvæmdir skulu hefjast innan gildistíma þessara reglna. Á 353.fundi sveitarstjórnar þann 20.desember 2022 var eftirfarandi bókað: Til máls tóku: Katrín Sif Ingvarsdóttir. Freyr Antonsson, sem leggur til að tímabundin niðurfelling eða afslættir á gatnagerðagjöldum í Dalvíkurbyggð framlengist um eitt ár eða til 31.12.2023 og að vakin sé athygli á því að samkvæmt 3.gr. reglanna þá þurfa framkvæmdir að hefjast innan gildistíma reglnanna. Felix Rafn Felixson. Helgi Einarsson. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Freys Antonssonar um framlengingu á ofangreindum reglum.Niðurstaða:Skipulagsráð vekur athygli á að tímabundin niðurfelling eða afslættir á gatnagerðagjöldum í Dalvíkurbyggð fellur úr gildi 31.12.2023 og vakin er athygli á því að samkvæmt 3.gr. reglanna þá þurfa framkvæmdir að hefjast innan gildistíma þeirra. Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum. "
Til máls tóku:
Lilja Guðnadóttir, sem leggur fram eftirfarandi bókun frá B-lista Framsóknar- og félagshyggjufólks:

"Við hjá B lista framsóknar og félagshyggjufólks viljum sjá þessar reglur halda áfram á Árskógssandi og Hauganesi fari það ekki á svig við jafnræðisreglur. Reglur þessar hafa sannað árangur sinn. Bygging íbúðarhúsnæðis í þéttbýliskjörnunum þremur hefur aukist á gildistíma reglnanna og fáar lóðir eftir. Við leggjum til að halda þessum reglum inni (á Árskógsandi og Hauganesi) í eitt ár í viðbót og jafnframt að setja aukinn kraft í deiliskipulagsvinnu og auka þannig lóðaframboð í náinni framtíð."


Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.
a) Sveitarstjórn tekur undir með skipulagsráði að ítreka að tímabundin niðurfelling eða afslættir á gatnagerðargjöldum í Dalvíkurbyggð fellur úr gildi 31.12.2023. Því er vakin athygli á því að samkvæmt 3. gr. reglnanna þá þurfa framkvæmdir að hefjast innan gildistíma þeirra, þ.e. fyrir 31.12.2023. Samþykkt með 5 atkvæðum, Monika Margrét Stefánsdóttir og Lilja Guðnadóttir greiða atkvæði á móti.
b) Sveitarstjórn hafnar tillögu B-lista Framsóknar- og félagshyggjufólks með 5 atkvæðum, Lilja Guðnadóttir og Monika Margrét Stefánsdóttir greiða atkvæði með.