Snjómokstursútboð 2020-2023

Málsnúmer 201911019

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 329. fundur - 13.11.2019

Lögð fram til kynningar drög að útboðsgögnum fyrir snjómokstur 2020-2023.
Undir þessum lið kom inn á fund ráðsins kl. 13:17 Steinþór Björnsson deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar.
Umhverfisráð samþykkir framlögð drög og óskar eftir útboðsgögnum í fernu lagi fyrir næsta fund ráðsins.
1. Dalvík gatnakerfi og gangstéttir við götur
2. Dalvík göngustígar utan gatnakerfis
3. Árskógssandur og Hauganes
4. Svarfaðar-og Skíðadalur.


Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 331. fundur - 14.12.2019

Til kynninga og afgreiðslu útboðsgögn vegna snjómoksturs 2020-2023
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og leggur til að snjómokstur 2020-2023 verði boðin út sem fyrst.
Samþykkt með fjórum atkvæðum
Friðrik Vilhelmsson situr hjá.

Sveitarstjórn - 319. fundur - 19.12.2019

Frá 331. fundi umhverfisráðs þann 14. desember 2019.

"Til kynningar og afgreiðslu útboðsgögn vegna snjómoksturs 2020-2023.

Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn og leggur til að snjómokstur 2020-2023 verði boðin út sem fyrst.
Samþykkt með fjórum atkvæðum
Friðrik Vilhelmsson situr hjá."

Til máls tók:
Þórhalla Karlsdóttir sem lýsti yfir vanhæfi sínu og vék af fundi kl. 13:29.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

Umhverfisráð - 333. fundur - 14.02.2020

Lögð fram til kynningar leiðrétt útboðsgögn vegna útboðs á snjómokstri 2020-2023.
Undir þessum lið kom inn á fundinn Steinþór Björnsson kl. 08:16
Steinþór vék af fundi kl. 08:39
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn með áorðnum breytingum og leggur til að útboðið verði auglýst.

Samþykkt með fjórum atkvæðum.
Friðrik Vilhelmsson situr hjá

Sveitarstjórn - 321. fundur - 18.02.2020

Á 333. fundi Umhverfisráðs þann 14. febrúar 2020 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram til kynningar leiðrétt útboðsgögn vegna útboðs á snjómokstri 2020-2023.
Undir þessum lið kom inn á fundinn Steinþór Björnsson kl. 08:16
Steinþór vék af fundi kl. 08:39

Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn með áorðnum breytingum og leggur til að útboðið verði auglýst.
Samþykkt með fjórum atkvæðum. Friðrik Vilhelmsson situr hjá".

Til máls tók:
Þórhalla Karlsdóttir sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi kl. 16:37
Sveitarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

Þórhalla tók ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

Umhverfisráð - 335. fundur - 03.04.2020

Til kynningar og afgreiðslu niðurstaða útboðs á snjómokstri 2020-2023 í Dalvíkurbyggð.
Verkið var boðið út í fjórum verkhlutum, en þeir voru eftirfarandi.
Snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2020-2023
Snjómokstur og hálkuvarnir Árskógssandur og Hauganes 2020-2023
Snjómokstur og hálkuvarnir plön og stígar á Dalvík 2020-2023
Snjómokstur og hálkuvarnir utan þéttbýlis 2020-2023
Undir þessum lið kom inn á fjarfundinn Steinþór Björnsson deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar kl. 13:02
Umhverfisráð hefur yfirfarið framlögð tilboð, en í verkið snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2020-2023 barst eitt gilt tilboð.
Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir Árskógssandur og Hauganes 2020-2023 bárust tvö gild tilboð.
Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir Dalvík 2020-2023 barst eitt gilt tilboð.
Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir plön og stígar á Dalvík 2020-2023 barst ekkert gilt tilboð.
Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir utan þéttbýlis 2020-2023 bárust 4 gild tilboð.

Umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við G Hjálmarsson hf um snjómokstur og hálkuvarnir á Árskógssandur og Hauganes 2020-2023 og snjómokstur og hálkuvarnir utan þéttbýlis 2020-2023.
Ráðið leggur einnig til að gengið verði til samninga við Steypustöðina Dalvík ehf um snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2020-2023.
Þar sem bæði tilboð í snjómokstur og hálkuvarnir plön og stígar á Dalvík 2020-2023 voru ógild leggur ráðið til að gerð verði verðkönnun í þann verkþátt.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 940. fundur - 07.04.2020

Jón Ingi Sveinsson vék af fundi kl. 14:30 vegna vanhæfis.
Fundi frestað til kl. 15:00.

Steinþór Björnson, deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar og Ásgeir Örn Blöndal, lögmaður, mættu á fundinn kl. 15:00

Á 335. fundi umhverfisráðs þann 3. apríl var eftirfarandi bókað:
"Umhverfisráð hefur yfirfarið framlögð tilboð, en í verkið snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2020-2023 barst eitt gilt tilboð.
Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir Árskógssandur og Hauganes 2020-2023 bárust tvö gild tilboð.
Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir Dalvík 2020-2023 barst eitt gilt tilboð.
Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir plön og stígar á Dalvík 2020-2023 barst ekkert gilt tilboð.
Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir utan þéttbýlis 2020-2023 bárust 4 gild tilboð.

Umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við G Hjálmarsson hf um snjómokstur og hálkuvarnir á Árskógssandur og Hauganes 2020-2023 og snjómokstur og hálkuvarnir utan þéttbýlis 2020-2023.
Ráðið leggur einnig til að gengið verði til samninga við Steypustöðina Dalvík ehf um snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2020-2023.
Þar sem bæði tilboð í snjómokstur og hálkuvarnir plön og stígar á Dalvík 2020-2023 voru ógild leggur ráðið til að gerð verði verðkönnun í þann verkþátt.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Fyrir fundinum lá einnig bréf til byggðaráðs vegna snjómoksturs 2020, frá EB ehf., sem barst 7. apríl.

Byggðaráð fór yfir útboðsferilinn og leitaði svara við þeim spurningum sem borist hafa vegna útboðsins.

Ásgeir Örn vék af fundi kl. 15:40.
Steinþór vék af fundi kl. 15:50.
Byggðaráð frestar málinu til næsta fundar.

Byggðaráð - 941. fundur - 15.04.2020

Jón Ingi Sveinsson vék af fundi kl. 14.07 vegna vanhæfis.

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Steinþór Björnsson deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar koma inn kl. 14:07 og fylgdu málinu eftir.

Eftir yfirferð byggðaráðs á 940. fundi þann 8. apríl var málinu frestað:

Á 335. fundi umhverfisráðs þann 3. apríl var eftirfarandi bókað: "Umhverfisráð hefur yfirfarið framlögð tilboð, en í verkið snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2020-2023 barst eitt gilt tilboð. Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir Árskógssandur og Hauganes 2020-2023 bárust tvö gild tilboð. Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir Dalvík 2020-2023 barst eitt gilt tilboð. Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir plön og stígar á Dalvík 2020-2023 barst ekkert gilt tilboð. Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir utan þéttbýlis 2020-2023 bárust 4 gild tilboð.
Umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við G Hjálmarsson hf. um snjómokstur og hálkuvarnir á Árskógssandi og Hauganesi 2020-2023 og snjómokstur og hálkuvarnir utan þéttbýlis 2020-2023. Ráðið leggur einnig til að gengið verði til samninga við Steypustöðina Dalvík ehf. um snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2020-2023. Þar sem bæði tilboð í snjómokstur og hálkuvarnir plön og stígar á Dalvík 2020-2023 voru ógild leggur ráðið til að gerð verði verðkönnun í þann verkþátt. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Á fundinum voru lögð fram ýmis gögn sem borist hafa vegna málsins.

Börkur og Steinþór véku af fundi kl. 14:31.

Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson bæjarlögmaður kom inn á
fundinn kl 14:41 og vék af fundi aftur kl. 14:57.

Þórunn og Dagbjört véku af fundi kl. 15:06.
Byggðaráð vísar málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn þar sem ný gögn í málinu bárust seint og afla þarf frekari gagna.

Sveitarstjórn - 324. fundur - 21.04.2020

Jón Ingi Sveinsson og Þórhalla Karlsdóttir viku af fundi kl. 16:39 vegna vanhæfis.

Á 941. fundi byggðaráðs þann 15. apríl 2020 var eftirfarandi bókað:
"Jón Ingi Sveinsson vék af fundi kl. 14.07 vegna vanhæfis.
Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Steinþór Björnsson deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar koma inn kl. 14:07 og fylgdu málinu eftir.
Eftir yfirferð byggðaráðs á 940. fundi þann 8. apríl var málinu frestað: Á 335. fundi umhverfisráðs þann 3. apríl var eftirfarandi bókað: "Umhverfisráð hefur yfirfarið framlögð tilboð, en í verkið snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2020-2023 barst eitt gilt tilboð. Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir Árskógssandur og Hauganes 2020-2023 bárust tvö gild tilboð. Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir Dalvík 2020-2023 barst eitt gilt tilboð. Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir plön og stígar á Dalvík 2020-2023 barst ekkert gilt tilboð. Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir utan þéttbýlis 2020-2023 bárust 4 gild tilboð. Umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við G Hjálmarsson hf. um snjómokstur og hálkuvarnir á Árskógssandi og Hauganesi 2020-2023 og snjómokstur og hálkuvarnir utan þéttbýlis 2020-2023. Ráðið leggur einnig til að gengið verði til samninga við Steypustöðina Dalvík ehf. um snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2020-2023. Þar sem bæði tilboð í snjómokstur og hálkuvarnir plön og stígar á Dalvík 2020-2023 voru ógild leggur ráðið til að gerð verði verðkönnun í þann verkþátt. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Á fundinum voru lögð fram ýmis gögn sem borist hafa vegna málsins.
Börkur og Steinþór véku af fundi kl. 14:31.
Ásgeir Örn Blöndal Jóhannsson bæjarlögmaður kom inn á fundinn kl 14:41 og vék af fundi aftur kl. 14:57.
Þórunn og Dagbjört véku af fundi kl. 15:06.

Byggðaráð vísar málinu til afgreiðslu í sveitarstjórn þar sem ný gögn í málinu bárust seint og afla þarf frekari gagna. "

Undir þessum lið tóku til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir
Gunnþór E. Gunnþórsson
Dagbjört Sigurpálsdóttir

Í ljósi gagna sem borist hafa frestar sveitarstjórn ákvarðanatöku til næsta sveitarstjórnarfundar og felur starfsmönnum að vinna úr framkomnum gögnum með bæjarlögmanni.

Samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum. Jón Ingi Sveinsson og Þórhalla Franklín Karlsdóttir greiða ekki atkvæði vegna vanhæfis.

Sveitarstjórn - 325. fundur - 12.05.2020

Á 324. fundi sveitarstjórnar þann 21. apríl 2020 frestaði sveitarstjórn ákvarðanatöku til næsta sveitarstjórnarfundar og fól starfsmönnum að vinna úr framkomnum gögnum með bæjarlögmanni. Áður hafði byggðaráð vísað málinu til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn þar sem gögn bárust seint og þörfnuðust yfirferðar.

Á 335. fundi umhverfisráðs þann 3. apríl var eftirfarandi bókað:
"Umhverfisráð hefur yfirfarið framlögð tilboð, en í verkið snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2020-2023 barst eitt gilt tilboð. Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir Árskógssandur og Hauganes 2020-2023 bárust tvö gild tilboð. Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir Dalvík 2020-2023 barst eitt gilt tilboð. Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir plön og stígar á Dalvík 2020-2023 barst ekkert gilt tilboð. Í verkið Snjómokstur og hálkuvarnir utan þéttbýlis 2020-2023 bárust 4 gild tilboð.

Umhverfisráð leggur til að gengið verði til samninga við G Hjálmarsson hf. um snjómokstur og hálkuvarnir á Árskógssandi og Hauganesi 2020-2023 og snjómokstur og hálkuvarnir utan þéttbýlis 2020-2023. Ráðið leggur einnig til að gengið verði til samninga við Steypustöðina Dalvík ehf. um snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2020-2023. Þar sem bæði tilboð í snjómokstur og hálkuvarnir plön og stígar á Dalvík 2020-2023 voru ógild leggur ráðið til að gerð verði verðkönnun í þann verkþátt.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Til máls tóku:
Jón Ingi Sveinsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:59.
Þórhalla Karlsdóttir sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:59.

Undir þessum lið tók einnig til máls:
Katrín Sigurjónsdóttir sem bókar að hún óski eftir það að við samningagerð um snjómokstur í dreifbýli verði horft sérstaklega til þess óhagræðis sem fyrirkomulag snjómoksturs í Svarfaðardal og Skíðadal er miðað við forsendur útboðsins.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs frá 3. apríl 2020 og bókun Katrínar undir málinu.

Jón Ingi Sveinsson og Þórhalla Franklín Karlsdóttir greiða ekki atkvæði vegna vanhæfis.

Byggðaráð - 962. fundur - 22.10.2020

Á fundinum var lagður fram til kynningar úrskurður kærunefndar útboðsmála frá 30. september 2020 í máli nr. 22/2020 Dalverk ehf. gegn Dalvikurbyggð og Steypustöðinni Dalvík ehf. Niðurstaðan er að felld er úr gildi ákvörðun varnaraðila, Dalvíkurbyggðar, um að velja tilboð Steypustöðvarinnar Dalvíkur ehf. í kjölfar útboðsins „Snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2020-2023“.
https://www.stjornarradid.is/gogn/urskurdir-og-alit-/stakur-urskurdur/?newsid=d6bd617a-0fba-11eb-8123-005056bc8c60&cname=Kærunefnd útboðsmála&cid=e219adb9-4214-11e7-941a-005056bc530c


Útboð varnaraðila, Dalvíkurbyggðar, „Snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2020- 2023“ er fellt úr gildi og lagt fyrir varnaraðila að auglýsa innkaupin á nýjan leik.
Varnaraðili, Dalvíkurbyggð, er skaðabótaskyldur gagnvart kæranda, Dalverk ehf., vegna þátttöku í útboðinu Snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2020-2023“ .
Varnaraðili, Dalvíkurbyggð, greiði kæranda, Dalvík ehf., 700.000 krónur í málskostnað.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 343. fundur - 06.11.2020

Til kynningar og umræðu úrskurður kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2020 frá 30.09.2020 ásamt samningsdrögum fyrir vetrarþjónustu á Árskógsströnd.
Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir niðurstöðu innkauparáðs Dalvíkurbyggðar um snjómokstursútboð á fundi framkvæmdastjórnar þann 26.10.2020 um að snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík og snjómokstur og hálkuvarnir plön og stígar á Dalvík verði boðið út í einu lagi. Jafnframt var sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs falið að fá tilboð frá Ríkiskaupum varðandi umsjón með útboðinu.
a)Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við ofangreindar niðurstöður innkauparáðs.
b)Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi um snjómokstur og hálkuvarnir á Árskógsströnd á milli Dalvíkurbyggðar og G. Hjálmarssonar með gildistíma 2020-2023 og vísar samningnum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

Sveitarstjórn - 329. fundur - 24.11.2020

Á 343. fundi umhverfisráðs þann 6. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Til kynningar og umræðu úrskurður kærunefndar útboðsmála í máli nr. 22/2020 frá 30.09.2020 ásamt samningsdrögum fyrir vetrarþjónustu á Árskógsströnd.
Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir niðurstöðu innkauparáðs Dalvíkurbyggðar um snjómokstursútboð á fundi framkvæmdastjórnar þann 26.10.2020 um að snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík og snjómokstur og hálkuvarnir plön og stígar á Dalvík verði boðið út í einu lagi. Jafnframt var sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs falið að fá tilboð frá Ríkiskaupum varðandi umsjón með útboðinu. a)Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við ofangreindar niðurstöður innkauparáðs. b)Umhverfisráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi um snjómokstur og hálkuvarnir á Árskógsströnd á milli Dalvíkurbyggðar og G. Hjálmarssonar með gildistíma 2020-2023 og vísar samningnum til afgreiðslu sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum "

Til máls tóku:
Jón Ingi Sveinsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi kl. 16:57.
Þórhalla Karlsdóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi kl. 16:58.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík og snjómokstur og hálkuvarnir plön og stígar á Dalvík verði boðið út í einu lagi. Jafnframt að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs fái tilboð frá Ríkiskaupum varðandi umsjón með útboðinu, Jón Ingi Sveinsson og Þórhalla Karlsdóttir taka ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum fyrirliggjandi samning um snjómokstur og hálkuvarnir á Árskógsströnd á milli Dalvíkurbyggðar og G. Hjálmarssonar með gildistíma 2020-2023, Jón Ingi Sveinsson og Þórhalla Karldsóttir taka ekkki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

Byggðaráð - 973. fundur - 14.01.2021

Lagður fram til staðfestingar samningur um snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2021-2024 við Steypustöðina Dalvík ehf. Verktíminn hefst strax við undirritun samnings og er til 15. maí 2024 með möguleika að framlengja samningstímann um tvö ár með samþykki beggja aðila en þó aðeins til eins árs í senn.

Samkvæmt bréfi Ríkiskaupa, dagsett þann 11. janúar 2021, þá var bjóðendum tilkynnt þann 29. desember 2020 að ákveðið var að velja tilboð frá Steypustöðinni Dalvík.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreind samningsdrög eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 331. fundur - 19.01.2021

Á 973. fundi byggðaráðs þann 14. janúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Lagður fram til staðfestingar samningur um snjómokstur og hálkuvarnir á Dalvík 2021-2024 við Steypustöðina Dalvík ehf. Verktíminn hefst strax við undirritun samnings og er til 15. maí 2024 með möguleika að framlengja samningstímann um tvö ár með samþykki beggja aðila en þó aðeins til eins árs í senn. Samkvæmt bréfi Ríkiskaupa, dagsett þann 11. janúar 2021, þá var bjóðendum tilkynnt þann 29. desember 2020 að ákveðið var að velja tilboð frá Steypustöðinni Dalvík.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreind samningsdrög eins og þau liggja fyrir og vísar þeim til sveitarstjórnar."

Þann 21. desember sl. voru opnuð tilboð hjá Ríkiskaupum í "Winter service at Dalvík" samkvæmt útboði Dalvíkurbyggðar en Ríkiskaup milligekk útboðið. Tvö tilboð bárust frá Dalverki ehf. og Steypustöðinni Dalvík. Með tilkynningu frá Ríkiskaupum 29. desember sl. fyrir hönd Dalvíkurbyggðar til bjóðenda kemur fram að tilboð frá Steypustöðinni Dalvík ehf. í ofangreindu útboði hefur verið valið enda tilboðið metið hagstæðast fyrir kaupanda samkvæmt valforsendum útboðslýsingar. Hagkvæmasta tilboðið er valið á grundvelli lægsta heildartilboðsverðs. Þann 11. janúar sl. er tilkynnt um endanlegt samþykki á tilboði Steypustöðvarinnar Dalvík ehf.

Til máls tóku:
Jón Ingi Sveinsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:26.
Þórhalla Karlsdóttir, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:27.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu ofangreind drög að þjónustusamningi við Steypustöðina Dalvík ehf. um framkvæmd á verkinu "Snjómokstur og hákuvarnir á Dalvík 2021-2024".
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að gengið sé til samninga við Steypustöðina Dalvík ehf. á grundvelli tilboðs frá 20. desember 2020 og fyrirliggjandi drög að samningi eins og þau liggja fyrir, Jón Ingi Sveinsson og Þórhalla Karlsdóttir tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.

Byggðaráð - 988. fundur - 10.06.2021

Bókað í trúnaðarmálabók.