Frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs; Beiðni um viðauka vegna tekna Hafnasjóðs 2020

Málsnúmer 202011019

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 965. fundur - 12.11.2020

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 3. nóvember 2020, þar sem fram kemur að
til grundvallar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár var gengið að því vísu að um tíðari landanir yrði að ræða á þessu ári Þetta hefur ekki gengið eftir þó var september góður mánuður hvað lönduðum afla áhrærir hér á Dalvík.
Tekjur af aflagjaldi stefna á að lækka um kr. 11.000.000,- og einnig hefur farþegagjald, sem eru tekjur af hvalaskoðun, lækkað um kr. 5.000.000,-. Þetta eru þeir tveir einstöku tekjuliðir sem mestu breytingar hafa tekið.

Að framansögðu er óskað eftir viðauka til lækkunar á tekjum Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar að fjárhæð kr. 16.000.000,-, sjá viðhengi.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 35 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 16.000.000, deild 41010, lækkun tekna annars vegar um 11.000.000 á lið 0248 og hins vegar um 5.000.000 á lið 0261 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé, vísað til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 329. fundur - 24.11.2020

Á 965. fundi byggðaráðs þann 12. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 3. nóvember 2020, þar sem fram kemur að til grundvallar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir yfirstandandi ár var gengið að því vísu að um tíðari landanir yrði að ræða á þessu ári Þetta hefur ekki gengið eftir þó var september góður mánuður hvað lönduðum afla áhrærir hér á Dalvík. Tekjur af aflagjaldi stefna á að lækka um kr. 11.000.000,- og einnig hefur farþegagjald, sem eru tekjur af hvalaskoðun, lækkað um kr. 5.000.000,-. Þetta eru þeir tveir einstöku tekjuliðir sem mestu breytingar hafa tekið. Að framansögðu er óskað eftir viðauka til lækkunar á tekjum Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar að fjárhæð kr. 16.000.000,-, sjá viðhengi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 35 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 16.000.000, deild 41010, lækkun tekna annars vegar um 11.000.000 á lið 0248 og hins vegar um 5.000.000 á lið 0261 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé, vísað til sveitarstjórnar. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs á viðauka nr. 35 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 16.000.000 - lækkun tekna á deild 41010, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.