Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Stytting vinnuvikunnar skv. kjarasamningum

Málsnúmer 202009078

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 954. fundur - 10.09.2020

Teknar fyrir til kynningar leiðbeiningar innleiðingarhóps Samband íslenskra sveitarfélga um betri vinnutíma, samanber rafpóstur dagsettur þann 25. ágúst 2020, styttingu vinnuviku samkvæmt kjarasamningum. Gert er ráð fyrir að niðurstaða samtals á vinnustað um breytt skipulag á vinnutíma liggi fyrir 1. október 2020 og að nýtt fyrirkomulag vinnutíma taki gildi eigi síðar en 1. janúar 2021.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi ofangreint hjá Dalvíkurbyggð.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að starfs- og kjaranefnd fái umboð til að fara yfir tillögur frá starfsstöðvum sveitarfélagsins vegna styttingar vinnuvikunnar og staðfesta þær séu þær innan ramma kjarasamninga.

Sveitarstjórn - 329. fundur - 24.11.2020

Á 327. fundi sveitarstjórnar þann 15. september 2020 samþykkti sveitarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum tillögu byggðaráðs um að starfs- og kjaranefnd fái umboð til að fara yfir tillögur frá starfsstöðvum sveitarfélagsins vegna styttingar vinnuvikunnar og staðfesta þær séu þær innan ramma kjarasamninga.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi rafpóstur, dagsettur þann 18. nóvember 2020, þar sem fram kemur að meðfylgjandi er bréf frá heildarsamtökum og stéttarfélögum starfsmanna sveitarfélaga til sveitastjórnarfólks um allt land. Þar er fjallað um styttingu vinnuvikunnar og mikilvægi þess að rétt sé staðið að því innleiðingarferli sem nú er í gangi, eða er að fara í gang, á vinnustöðum sveitarfélaganna.

Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.
Lagt fram til kynningar.