Umhverfisráð - 344, frá 20.11.2020.

Málsnúmer 2011013F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 329. fundur - 24.11.2020

Fundargerðin er í 7 liðum.
Sérliðir á dagskrá; 1, 3, 4, 5, 6, 7.
Til afgreiðslu:
2. liður hvað varðar samþykki eigenda og grenndarkynningu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
  • Með innsendu erindi dags. 30. október 2020 óskar Neyðarlínan eftir leyfi til uppsetningar á 30 metra fjarskiptamastri ásamt tækjahúsi og varaaflsstöðvarhúsi við Gunnarsbraut 4 á Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 344 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og leggur til að sviðsstjóra sé falið að grenndarkynna verkefnið fyrir eftirfarandi nágrönnum.
    Samþykki eigenda Gunnarsbrautar 4
    Grenndarkynnt fyrir eftirtöldum aðilum:
    Gunnarsbraut 6 og 10
    Karlsbraut 2 til 20
    Karlsrauðatorg 4 og 6
    Ránarbraut 1,2,4A,4B,5,7,9 og 10

    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhlóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu um grenndarkynningu á verkefninu.