Frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa; Beiðni um viðauka v. framkvæmdastyrkt til Hestamannafélagsins

Málsnúmer 202011049

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 965. fundur - 12.11.2020

Tekin fyrir beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2020 frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa þar sem lagt er til að fjárfestingarstyrkur til Hestamannafélagsins Hrings verði lækkaður um 9,0 m.kr á árinu vegna frestunar á framkvæmdum, deild 32200 og lykill 11603. Um er að ræða heildarendurskipulagningu á uppbyggingu íþróttamannvirkja í kjölfarið á Covid19 faraldri.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 37 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 9.000.000 lækkun á deild 32200, lykill 11603 og hækkun á handbæru fé um kr. 9.000.000, vísað til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 329. fundur - 24.11.2020

Á 965. fundi byggðaráðs þann 12. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2020 frá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa þar sem lagt er til að fjárfestingarstyrkur til Hestamannafélagsins Hrings verði lækkaður um 9,0 m.kr á árinu vegna frestunar á framkvæmdum, deild 32200 og lykill 11603. Um er að ræða heildarendurskipulagningu á uppbyggingu íþróttamannvirkja í kjölfarið á Covid19 faraldri.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 37 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 9.000.000 lækkun á deild 32200, lykill 11603 og hækkun á handbæru fé um kr. 9.000.000, vísað til sveitarstjórnar. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs á viðauka nr. 37 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 9.000.000 lækkun á deild 32200, lykill 11603 og hækkun á handbæru fé á móti.