Gjaldskrár 2021; tillögur frá fagráðum

Málsnúmer 202009099

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 135. fundur - 24.09.2020

Til umræðu gjaldskrár landbúnaðarráðs 2021
Landbúnaðarráð leggur til að gjaldskrár ráðsins verði hækkaðar um 2,4 % frá fyrra ári.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 342. fundur - 02.10.2020

Til umræðu og afgreiðslu gjaldskrár Umhverfis-og tæknisviðs 2021
Umhverfisráð samþykkir hækkun á gjaldskrám ráðsins um 2,4%
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

Íþrótta- og æskulýðsráð - 123. fundur - 06.10.2020

Gjaldskrá fyrir málaflokk 06 lögð fram. Gjaldskráin sammþykkt með 5 greiddum atkvæðum.

Byggðaráð - 962. fundur - 22.10.2020

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillögur fagráða að gjaldskrá fyrir árið 2021. Til umræðu gjaldskrárbreytingar almennt í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

Sveitarstjóri kynnti yfirferð sína á framlögðum tillögum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að breytingar á gjaldskrám fylgi áfram verðbólguspá sem er nú 2,7% fyrir árið 2021.
Byggðaráð felur sviðsstjórum fagsviða að gera viðeigandi breytingar sem og að taka tillit til ábendinga sem fram koma í samantekt sveitarstjóra.

Sveitarstjórn - 328. fundur - 27.10.2020

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2021 til fyrri umræðu í sveitarstjórn en gjaldskráin hefur hlotið umfjöllun í veitu- og hafnaráði. Á fundi byggðaráðs þann 22. október s.l. var ákveðið að leggja til hækkun á gjaldskrám um 2,7% í samræmi við verðbólgu spá fyrir árið 2021.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2021 til síðari umræðu í sveitarstjórn eins og hún liggur fyrir.

Byggðaráð - 964. fundur - 05.11.2020

Á 962. fundi byggðaráðs þann 22. október 2020 kynnti sveitarstjóri yfirferð sína á framlögðum tillögum að gjaldskrám eftir umfjallanir fagráða. Byggðaráð samþykkti að breytingar á gjaldskrám fylgi áfram verðbólguspá sem er nú 2,7% fyrir árið 2021. Byggðaráð fól sviðsstjórum fagsviða að gera viðeigandi breytingar sem og að taka tillit til ábendinga sem fram koma í samantekt sveitarstjóra

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur að gjaldskrá fyrir árið 2021 í samræmi við ofangreint:
Gjaldskrá fyrir heimilisþjónustu 2021.
Framfærslukvarði 2021.
Gjaldskrá fyrir matarsendingar 2021.
Gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra 2021.
Gjaldskrá vegna dagforeldra 2021.
Gjaldskrá fyrir lengda viðveru 2021.
Gjaldskrá fyrir búfjárleyfi og lausagöngu 2021.
Gjaldskrá fyrir fjallskil 2021.
Gjaldskrá fyrir hundahald 2021.
Gjaldskrá fyrir kattahald 2021.
Gjaldskrá fyrir leiguland 2021.
Reglur og greiðslur fyrir refaveiðar 2021.
Gjaldskrá fyrir upprekstrargjald 2021.
Gjaldskrá fyrir Íþróttamiðstöð 2021.
Gjaldskrá fyrir Félagsmiðstöðina Týr 2021.
Gjaldskrá fyrir félagsheimilið Árskóg 2021
Gjaldskrá fyrir Dalvíkurskóla 2021.
Gjaldskrá fyrir Frístund 2021.
Gjaldskrá fyrir skólamat í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla 2021.
Gjaldskrá fyrir leikskólann Krílakot og Kötlukot 2021.
Gjaldskrá fyrir Byggðasafnið Hvol 2021.
Gjaldskrá fyrir Bókasafn Dalvíkur 2021.
Gjaldskrá fyrir Héraðsskjalasafn Svarfdæla 2021.
Gjaldskrá byggingafulltrúa 2021.
Gjaldskrá Sorphirðu 2021.
Gjaldskrá vegna leigu í Böggvisstaðaskála 2021.
Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkur 2021.
Gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar 2021.
Reglur og gjaldskrá fyrir leigu á verbúðum 2021.
Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar 2021.
Slökkvilið Dalvíkur 2021.




Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum gjaldskrám eins og þær liggja fyrir til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 124. fundur - 10.11.2020

Á 964. fundi byggðaráðs samþykkti ráðið að breytingar á gjaldskrám fylgi áfram verðbólguspá sem er nú 2,7% fyrir árið 2021. Byggðaráð fól sviðsstjórum fagsviða að gera viðeigandi breytingar sem og að taka tillit til ábendinga sem fram koma í samantekt sveitarstjóra.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir endurskoðaða gjaldskrá samhljóða með 5 atkvæðum.

Sveitarstjórn - 329. fundur - 24.11.2020

Á 964. fundi byggðaráðs þann 5. nóvember 2020 samþykkti byggðaráð að vísa eftirtöldum gjaldskrá vegna ársins 2021 til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu eins og þær liggja fyrir.

Gjaldskrá fyrir heimilisþjónustu 2021.
Framfærslukvarði 2021.
Gjaldskrá fyrir matarsendingar 2021.
Gjaldskrá fyrir ferðaþjónustu fatlaðra 2021.
Gjaldskrá vegna dagforeldra 2021.
Gjaldskrá fyrir lengda viðveru 2021.
Gjaldskrá fyrir búfjárleyfi og lausagöngu 2021.
Gjaldskrá fyrir fjallskil 2021.
Gjaldskrá fyrir hundahald 2021.
Gjaldskrá fyrir kattahald 2021.
Gjaldskrá fyrir leiguland 2021.
Reglur og greiðslur fyrir refaveiðar 2021.
Gjaldskrá fyrir upprekstrargjald 2021.
Gjaldskrá fyrir Íþróttamiðstöð 2021.
Gjaldskrá fyrir Félagsmiðstöðina Týr 2021.
Gjaldskrá fyrir félagsheimilið Árskóg 2021.
Gjaldskrá fyrir Dalvíkurskóla 2021.
Gjaldskrá fyrir Frístund 2021.
Gjaldskrá fyrir skólamat í Dalvíkurskóla og Árskógarskóla 2021.
Gjaldskrá fyrir leikskólann Krílakot og Kötlukot 2021.
Gjaldskrá fyrir Byggðasafnið Hvol 2021.
Gjaldskrá fyrir Bókasafn Dalvíkur 2021.
Gjaldskrá fyrir Héraðsskjalasafn Svarfdæla 2021.
Gjaldskrá byggingafulltrúa 2021.
Gjaldskrá Sorphirðu 2021.
Gjaldskrá vegna leigu í Böggvisstaðaskála 2021.
Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkur 2021.
Gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar 2021.
Reglur og gjaldskrá fyrir leigu á verbúðum 2021.
Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar 2021.
Slökkvilið Dalvíkur 2021.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar gjaldskrár vegna ársins 2021 eins og þær liggja fyrir

Sveitarstjórn - 329. fundur - 24.11.2020

Á 328. fundi sveitarstjórn þann 27. október 2020 var tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur fyrir árið 2021 til til fyrri umræðu og svar samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum að vísa henni óbreyttri til síðari umræðu.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2021.