Gjaldskrár fræðslu - og menningarsviðs 2021

Málsnúmer 202009098

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 80. fundur - 22.09.2020

Björk Hólm Þorsteinsdóttir fór yfir tillögu að gjaldskrá safna í Dalvíkurbyggð fyrir fjárhagsárið 2021.
Menningarráð samþykkir með þremur greiddum atkvæðum gjaldskrá fyrir málaflokk 05 fyrir fjárhagsárið 2021.
Björk Hólm Þorsteinsdóttir vék af fundi kl. 11:40

Fræðsluráð - 252. fundur - 06.10.2020

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir gjaldskrá fyrir málaflokk 04 fyrir fjárhagsárið 2021.
Fræðsluráð samþykkir gjaldskrá fræðslusviðs með fimm greiddum atkvæðum.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 23. fundur - 04.11.2020

Magnús Guðmumundur Ólafsson, fór yfir breytingar á gjaldskrá TÁT eftir fyrri samþykkt skólanefndar TÁT.
Skólanefnd TÁT leggur til að gjaldskrá hækki um 2,7% milli ára og vísar endurskoðaðri tillögu að gjaldskrá TÁT fyrir fjárhagsárið 2021 til samþykktar í Bæjarráði Fjallbyggðar og Byggðaráði Dalvíkurbyggðar.

Sveitarstjórn - 329. fundur - 24.11.2020

Á fundi skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga þann 4. nóvember 2020 samþykkti nefndin að leggja til að gjaldskrá hækki um 2,7% milli ára og vísaði endurskoðaðri tillögu að gjaldskrá TÁT fyrir fjárhagsárið 2021 til samþykktar í Bæjarráði Fjallabyggðar og Byggðaráði Dalvíkurbyggðar.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá vegna Tónlistarskólans á Tröllaskaga vegna ársins 2021.