Deiliskipulag í landi Kóngsstaða

Málsnúmer 202007004

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 339. fundur - 03.07.2020

Með innsendu erindi dags. 30. júní 2020 óskar Efla verkfræðistofa eftir heimild Dalvíkurbyggðar til deiliskipulagsgerðar í landi Kóngsstaða í Skíðadal.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Umhverfisráð - 341. fundur - 17.09.2020

Með innsendu erindi dags. 08. ágúst 2020 óskar Anna Bragadóttir fyrir hönd landeigenda að Birkiflöt í Skíðadal eftir að samhliða deiliskipulagi fyrir svæðið verði einnig gerð breyting á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar til samræmis.
Reitur 629-F stækkaður til suðurs um 100 metra og tvær vegtengingar verði á svæðinu.
Umhverfisráð samþykkir að Dalvíkurbyggð fari í umbeðna breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbygggðar samhliða deiliskipulagsvinnunni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 328. fundur - 27.10.2020

Á 341. fundi umhverfisráðs þann 17. september 2020 var eftirfarandi bókað:
"Með innsendu erindi dags. 08. ágúst 2020 óskar Anna Bragadóttir fyrir hönd landeigenda að Birkiflöt í Skíðadal eftir að samhliða deiliskipulagi fyrir svæðið verði einnig gerð breyting á aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar til samræmis. Reitur 629-F stækkaður til suðurs um 100 metra og tvær vegtengingar verði á svæðinu.
Umhverfisráð samþykkir að Dalvíkurbyggð fari í umbeðna breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbygggðar samhliða deiliskipulagsvinnunni. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs að Dalvíkurbyggð fari í umbeðna breytingu á Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar samhliða deiliskipulagsvinnu í landi Kóngsstaða.

Umhverfisráð - 344. fundur - 20.11.2020

Umhverfisráð heimilaði þann 3. júlí sl. að lögð yrði fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Birkiflatar í Skíðadal. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi sem er dagsett 4. nóvember og unnin af EFLU verkfræðistofu.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

Sveitarstjórn - 329. fundur - 24.11.2020

Á 344. fundi umhverfisráðs þann 20. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Umhverfisráð heimilaði þann 3. júlí sl. að lögð yrði fram tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Birkiflatar í Skíðadal. Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi sem er dagsett 4. nóvember og unnin af EFLU verkfræðistofu. Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Birkiflatar í Skíðadal, dagsett þann 4. nóvember 2020 og unnin af EFLU verkfræðistofu. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Umhverfisráð - 349. fundur - 05.02.2021

Lögð fram að nýju, að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br., tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Birkiflatar í Skíðadal. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, sem bendir á möguleg vandamál vegna nálægðar við veg og Minjastofnun Íslands þar sem farið er fram á nánari rannsóknir vegna hugsanlegra minja áður en framkvæmdir hefjast. Engar athugasemdir bárust.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að annast gildistöku hennar í samræmi við 42. gr skipulagslaga.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 332. fundur - 23.02.2021

Á 348. fundi umhverfisráðs þann 5. febrúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram að nýju, að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br., tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Birkiflatar í Skíðadal. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, sem bendir á möguleg vandamál vegna nálægðar við veg og Minjastofnun Íslands þar sem farið er fram á nánari rannsóknir vegna hugsanlegra minja áður en framkvæmdir hefjast. Engar athugasemdir bárust.
Umhverfisráð leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að annast gildistöku hennar í samræmi við 42. gr skipulagslaga. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og samþykkir fyrirliggjandi tillögu að deiliskipulagi frístundabyggðarinnar Birkiflatar í Skíðadal. Skipulagsfulltrúa er falið að annast gildistöku hennar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga.