Sveitarstjórn

385. fundur 16. desember 2025 kl. 16:15 - 17:27 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Engar athugasemdir við fundarboð eða fundarboðun komu fram.

Í upphafi fundar óskaði forseti sveitarstjórnar eftir heimild til að bæta við máli 202512019- Árskógsvirkjun - umsagnarbeiðni um umhverfismatsskýrslu. Kristinn Bogi Antonsson tók til máls og gerði athugasemd þar sem umhverfismatsskýrsluna sjálfa vantar sem veita á umsögn um. Forseti sveitarstjórnar gerði grein fyrir umfjöllun skipulagsráðs, sbr. fundargerð . Samþykkt með 5 atkvæðum að bæta málinu við; Kristinn Bogi Antonsson og Monika Margrét Stefánsdóttir sitja hjá.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1168; frá 27.11.2025

Málsnúmer 2511009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 15 liðum.
Liður 7 er sér mál á dagskrá: mál 202511121.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202511072.
Liður 9 er sér mál á dagskrá; mál 202511113.
Liður 10 er sér mál á dagskrá; mál 202511116.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1169; frá 04.12.2025.

Málsnúmer 2512001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202509061.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202512007.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202512005.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202509121.
Liður 10 er sér mál á dagskrá; mál 202501059.
Liður 11 er sér mál á dagskrá: Mál 202512026.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1170; frá 11.12.2025

Málsnúmer 2512007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13 liðum.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202401035.
Liður 3 er sér mál á dagskrá; mál 202512044.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202512043.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202409170.
Liður 7 er sér mál á dagskrá; mál 202511067.
Liður 8 er sér mál á dagskrá; mál 202512001.
Liður 12 er sér mál á dagskrá; mál 202506035.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Félagsmálaráð - 292; frá 09.12.2025

Málsnúmer 2512004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202512030.
Liður 5 er sér mál á dagskrá; mál 202511154.
Liður 6 er sér mál á dagkrá; mál 202506035.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fræðsluráð - 311; frá 19.11.2025

Málsnúmer 2511004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Liður 9 er sér mál á dagskrá: mál 202510051.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fræðsluráð - 312; frá 10.12.2025

Málsnúmer 2512003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 10 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Íþrótta- og æskulýðsráð - 181; frá 02.12.2025

Málsnúmer 2511010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 19 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu. Vísað þarf á liði í fjárhagsáætlun 8-19.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Menningarráð - 112; frá 11.12.2025

Málsnúmer 2512005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Skipulagsráð - 41; frá 10.12.2025

Málsnúmer 2512006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 14 liðum.
Liður 1 er sér mál á dagskrá; mál 202402087.
Liður 2 er sér mál á dagskrá; mál 202301077.
Liður 6 er sér mál á dagskrá; mál 202511064.
Liður 10 er sér mál á dagskrá; mál 202511122.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 39; frá 05.12.2025

Málsnúmer 2512002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6 liðum.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202511038.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 152; frá 03.12.2025

Málsnúmer 2511011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Liður 4 er sér mál á dagskrá; mál 202501037.
Enginn tók til máls um fundargerðina.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar; breytingar á nefndaskipan og erindisbréf. Síðari umræða.

Málsnúmer 202509061Vakta málsnúmer

Á 384. fundi sveitarstjórnar þann 18. nóvember sl. voru drög að Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar ásamt erindisbréfum byggðaráðs, Fjöldskylduráðs og Framkvæmdaráðs tekin til fyrri umræðu. Sveitarstjórn vísaði ofangreindu til byggðaráðs á milli umræðna.

Á 1169. fundi byggðaráðs þann 4. desember sl. samþykkti byggðaráðs að vísa breytingu á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar til ásamt tillögum að erindisbréfum og viðauka til síðari umræðu í sveitarstjórn með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á milli umræðna. Þær breytingar sem gerðar voru á milli umræðna er að viðauki var gerður vegna heimildar byggðaráðs til fullnaðarafgreiðslu á umsögnum frá Sýslumanni varðandi leyfisveitingar. Einnig samþykkti byggðaráð að leggja til að framkvæmdastjórn fjalli um umsóknir um styrki úr Menningarsjóði og leggi fyrir byggðaráð tillögu að afgreiðslu. Einnig er lagt til að byggðaráð fái fullnaðarheimild til
afgreiðslu umsókna úr Menningarsjóðnum. Gera þyrfi viðeigandi breytingar á reglum sjóðsins.
Til máls tóku:

Monika Margrét Stefánsdóttir.
Helgi Einarsson.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að breytingum á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar. Kristinn Bogi Antonsson og Monika Margrét Stefánsdóttir greiða atkvæði á móti.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að viðauka við Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar vegna heimildar til byggðaráðs um fullnaðarafgreiðslu mála.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi byggðaráðs.
d) Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi fjölskylduráðs. Kristinn Bogi Antonsson og Monika Margrét Stefánsdóttir greiða atkvæði á móti.
e) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi framkvæmdaráðs.
f) Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að breytingar samkvæmt ofangreindu taki gildi 1.1.2026. Kristinn Bogi Antonsson og Monika Margrét Stefánsdóttir greiða atkvæði á móti.

13.Gjaldskrár 2026; Gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál; frístundalóðir.

Málsnúmer 202508069Vakta málsnúmer

Á 384. fundi sveitarstjórnar þann 18. nóvember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
b) Á 40. fundi skipulagsráðs þann 12. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram drög að endurskoðaðri gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál í Dalvíkurbyggð og innheimtu gatnagerðargjalda.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir framlagðar tillögur að gjaldskrám.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Niðurstaða : Enginn tók til máls.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og fyrirliggjandi gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál 2026 og gatnagerðargjald 2026."

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi minnisblað bæjarlögmanns frá PACTA, dagsett þann 11.12.2025, vegna gjaldtöku vegna uppbyggingar á svæðum utan þéttbýlis í Dalvíkurbyggð. Minnisblaðið varðar 13. gr. í gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál "Innviðagjald fyrir frístundalóðir (utan þéttbýlis).
Til máls tók:
Forseti sveitarstjórnar sem leggur til að minnisblaði bæjarlögmanns verði vísað til skipulagsáðs til umfjöllunar. Gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál 2026 verði óbreytt eins og hún var samþykkt í sveitarstjórn 18. nóvember sl. og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa gjaldskránna í Stjórnartíðindum fyrir áramót.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

14.Frá 1170. fundi byggðaráðs þann 11.12.2025; Samþykkt um starfskjör, laun og þóknanir kjörinna fulltrúa.

Málsnúmer 202401035Vakta málsnúmer

Á 1170. fundi byggðaráðs þann 11. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1169. fundi byggðaráðs þann 4. desember sl. var eftirfarandi bókað:
Á 1165. fundi byggðaráðs þann 30. október sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundaboði byggðaráðs fylgdi gildandi Samþykkt um starfskjör, laun og þóknana kjörinna fulltrúa til yfirferðar og endurskoðunar.
Til umræðu ofangreint.
Niðurstaða : AFgreiðslu frestað og unnið áfram að ofangreindu á fundum byggðaráðs."
Á fundinum var unnið að tillögum að breytingum á launakjörum kjörinna fulltrúa miðað við fyrirhugaðar breytingar á nefndaskipan skv. 1. lið hér að ofan.
Niðurstaða : Byggðaráð felur sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að stilla upp launum og fundaþóknunum kjörinna fulltrúa í samræmi við ofangreint.
Frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað til næsta fundar."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga að Samþykkt um starfskjör, laun og þóknanir kjörinna fulltrúa ásamt útreikningum miðað við gildistöku 1.1.2026.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar og meðfylgjandi tillögur að breytingum eins og þær liggja fyrir og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda og meðfylgjandi tillögu byggðaráðs að breytingum á Samþykkt um starfskjör, laun og þóknanir kjörinna fulltrúa ásamt útreikningum, með gildistöku 1.1.2026.

15.Frá 1170. fundi byggðaráðs þann 11.12.2025; Reglur um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka 2026

Málsnúmer 202512043Vakta málsnúmer

Á 1170. fundi byggðaráðs þann 11. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að reglum um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka 2026, óbreyttar reglur á milli ára.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar og meðfylgjandi reglur og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að reglum um styrk á móti fasteignaskatti til félaga og félagasamtaka 2026.

16.Frá 1170. fundi byggðaráðs þann 11.12.2025; Reglur um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega 2026

Málsnúmer 202512044Vakta málsnúmer

Á 1170. fundi byggðaráðs þann 11. desember sl. var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að reglum um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli - og örorkulífeyrisþega vegna ársins 2026 ásamt útreikningum á fjárhæðum afsláttar og tekjuviðmiðum.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar og meðfylgjandi reglur um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli - og örorkulífeyrisþega vegna ársins 2026 með þeim breytingum að afslátturinn verði óbreyttur á milli ára og efri mmörg tekna fyrir einstaklinga og hjón og sambýlisfólk verði óbreytt á milli ára.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að reglum um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega vegna ársins 2026.

17.Frá 39. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 05.12.2025; Endurskoðun á snjómokstursreglum Dalvíkurbyggðar 2025

Málsnúmer 202511038Vakta málsnúmer

Á 39. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 5. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum lágu viðmiðunarreglur um snjómokstur í Dalvíkurbyggð. Reglurnar á aðyfirfara einu sinni á ári.
Niðurstaða : Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að reglurnar standi óbreyttar út næsta ár. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og fyrirliggjandi óbreyttar snjómokstursreglur Dalvíkurbyggðar.

18.Frá 1169. fundi byggðaráðs þann 04.12.2025; Vatnstankur Upsa - Nýr tankur; breyting á vinnuhóp.

Málsnúmer 202501059Vakta málsnúmer

Á 1169. fundi byggðaráðs þann 4. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 381. fundi sveitarstjórnar þann 19. júní sl. var samþykkt tillaga um stofnun og skipan vinnuhóps um nýjan vatnstank í Upsa.
Vegna breytinga í röðum kjörinna fulltrúa og starfsmanna þarf að endurskipa í vinnuhópinn ef vinnuhópurinn á að starfa áfram vegna þessa verkefnis.
Meðfylgjandi er erindisbréfið eins og það var staðfest.
Niðurstaða : Formaður leggur til að Óðinn Steinsson, verkefnastjóri þvert á svið, taki sæti veitustjóra í vinnuhópnum og Freyr Antonsson taki sæti fulltrúa byggðaráðs í stað Lilju Guðnadóttur. Óðni Steinssyni er falið að halda utan um vinnuhópinn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að Óðinn Steinsson, verkefnastjóri þvert á svið, taki sæti veitustjóra í vinnuhópnum og Freyr Antonsson taki sæti fulltrúa byggðaráðs. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að verkefnastjóri þvert á svið er falið að halda utan um vinnuhópinn.

19.Leigufélagið Bríet; hlutfjáreign

Málsnúmer 202402137Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð 83. fundar stjórnar Leigufélagsins Bríetar, dagsett þann 27. nóvember sl. Fram kemur að Dalvíkurbyggð leggur fram alls níu fasteignir sem hlutafjárframlag í félaginu. Hlutafjárframlag Dalvíkurbyggðar er kr. 115.958.378 og nemur 3,03% af hlutafé félagsins.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

20.Frá 1169. fundi byggðaráðs þann 04.12.2025; Viðauki vegna framkvæmda 2025; viðauki nr. 58.

Málsnúmer 202512007Vakta málsnúmer

Á 1169. fundi byggðaráðs þann 4. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 1. desember sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna framkvæmda Eignasjóðs. Um er að ræða lækkun á áætluðu fjármagni til fjögurra framkvæmdaverkefna sem verða ekki framkvæmda á árinu. Óskað er eftir heildarlækkun að upphæð kr. 55.550.000 á lið 32200-11900 skv. eftirfarandi sundurliðun:
Göngu- og hjólastígur með Dalvíkurlínu II (E2209) - lækkað um kr. 16.400.000.
Böggvisbraut - endurnýjun götu (E2310) lækkað um kr. 34.500.000.
Árskógssandur - Sjávargata gangstétt (E2510) lækkað um kr. 1.850.000.
Árskógssandur - Ægisgata gangstétt (E2509) lækkað um kr. 2.800.000.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 58 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð kr. 55.500.000 til lækkunar á framkvæmdum Eignasjóðs á lið 32200-11900 skv. ofangreindri sundurliðun.
Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar og heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 58 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 55.500.000 til lækkunar á framkvæmdum Eignasjóðs á lið 32200-11900 skv. ofangreindri sundurliðun. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé og vísað til heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025.

21.Frá 1169. fundi byggðaráðs þann 04.12.2025; Viðauki vegna launa og reksturs; viðaukar nr. 59, nr. 60 og nr. 61.

Málsnúmer 202512005Vakta málsnúmer

Á 1169. fundi byggðaráðs þann 4. desember sl. var eftirfarandi bókað:
Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 1. desember sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna launa og reksturs.
a) Óskað er eftir launaviðauka við deild 06270- vinnuskóla - til lækkunar að upphæð kr. 18.419.502, þar sem ekki voru ráðnir inn jafnmargir starfsmann sem og starfstíminn var ekki jafn langur og var lagt upp með.
b) Óskað er eftir launaviðauka við deild 09510 - Eigna- og framkvæmdadeild - til lækkunar að upphæð kr. 5.422.711, þar sem ekki tókst að ráða sumarstarfsmenn.
c) Óskað er eftir viðauka við eftirfarandi deildir til lækkunar þar sem ekki mun koma til þess að allt fjármagnið verði notað á árinu:
Liður 08240-4947; gatna- og lóðahreinsun, lækki um kr. 3.769.061.
Liður 11030-4396; útivistarsvæði, lækki um kr. 2.235.480.
Liður 11410-4991; opin svæði, lækki um kr. 1.208.700.
Samtals kr. 7.213.241.
Niðurstaða : a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum launaviðauka við deild 06270 með fyrirvara, viðauki nr. 59 við fjárhagsáætlun 2025, þar sem eftir er að reikna launaviðaukann í launaáætlunarkerfi. Vísað til gerðar heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum launaviðauka við deild 09510 með fyrirvara, viðauki nr. 60 við fjárhagsáætun 2025, þar sem eftir er að reikna lauanviðaukann í launaáætlunarkerfi. Vísað til gerðar heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr 7.213.241 samkvæmt ofangreindri sundurliðun, viðauki nr. 61 við fjárhagsáætlun 2025, og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til gerðar heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025."
Enginn tók til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að launaviðauki við deild 06270, viðauki nr. 59 við fjáragsáætlun 2025, verði kr. 0. Vísað til gerðar heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025. Sjá einnig lið 23 hér á eftir, mál 202511067.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að launaviðauki við deild 09510, viðauki nr. 60 verði kr.0. Vísað til gerðar heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025. Sjá einnig lið 23 hér á eftir, mál 202511067.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 7.213.241 til lækkunar samkvæmt ofangreindri sundurliðun byggðaráðs, viðauki nr. 61 við fjárhagáætlun 2025, og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025.

22.Frá 1169. fundi byggðaráðs þann 04.12.2025; Viðauki - málaflokkur 09 - skipulagsmál; viðauki nr. 62.

Málsnúmer 202512026Vakta málsnúmer

Á 1169. fundi byggðaráðs þann 4. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá skipulagsfulltrúa, erindi dagsett þann 4. desember 2025, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 18.470.062 til lækkunar samkvæmt eftirfarandi sundurliðun:
Liður 09110-4320 lækki um kr. 3.500.000; ekki hefur náðst að ljúka vinnu við gerð merkjalýsinga og uppmælinga á lóðum á árinu.
Liður 09110-4338 lækki um kr. 2.500.000; ekkert sem kemur hér til framkvæmda.
Liður 09220-4320 lækki um kr. 8.970.062; aðalskipulagsvinna heldur áfram á næsta ári.
Liður 09230-4320 lækki um kr. 3.500.000; deiliskipulag.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, viðauki nr. 62 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 18.470.062 til lækkunar skv. ofangreindri sundurliðun.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn og til heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráð og viðauka að upphæð kr. 18.470.062, viðauki nr. 62 við fjárhagsáætlun 2025, til lækkunar á málaflokki 09 samkvæmt ofangreindri sundurliðun byggðaráðs. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé og vísað til heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025.

23.Frá 1170. fundi byggðaráðs þann 11.12.2025; Heildarviðauki II við fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 202511067Vakta málsnúmer

Á 1170. fundi byggðaráðs þann 11. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs vegna heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025, dagsett þann 10. desember sl.
a) Lagt er til að viðaukar nr. 60 og nr. 61 verði settir á 0 vegna lækkunar á launaáætlun fyrir deildir 09510 og 06270 þar sem ekki var svigrúm að reikna út viðaukann í gegnum launaáætlunarkerfið, sbr. bókun og afgreiðsla byggðaráðs á fundi þann 4. desember sl. Í heildarviðauka II er ekki gert ráð fyrir þessum viðaukum.
b) Meðfylgjandi er viðaukabeiðni frá skólastjóra Dalvíkurskóla vegna launa að upphæð kr. 1.840.471, deild 04210- laun. Gert er ráð fyrir þessari viðaukabeiðni í heildarviðauka II.
c) Meðfylgjandi er viðaukabeiðni frá sveitarstjóra vegna lækkunar á framkvæmdaáætlun Vatnsveitu, á lið 44200- 11606, samtals kr. 13.600.000 til lækkunar, þar sem ekki verður farið í þessi verkefni á árinu 2025. Búið er að gera ráð fyrir þessum viðauka í heildarviðauka II.
Verk VD016 lækkun um kr. 3.100.000 vegna endurnýjar Öldugötu Dalvík.
Verk VD017 lækkun um kr. 2.000.000 vegna endurnýjunar loka.
Verk VD018 lækkun um kr. 4.500.000 vegna flæðamæla.
Verk E2505 lækkun um kr. 1.000.000 vegna gatnagerð Árskógssandi.
Verk VÁ004 lækkun um kr. 3.000.000 vegna endurnýjunar Þorvaldsdal.
d) Í minnisblaði sviðsstjóra er því velt upp hvort hækka eigi áætlaða uppfærslu lífeyrisskuldbindinga úr kr. 75.145.000 í kr. 91.551.000. Ekki er búið að gera ráð fyrir því í heildarviðauka II.
e) Áætluð verðbólga var hækkuð úr 3,8% í 4,1% skv. Þjóðhagsspá í nóvember og íbúafjöldi uppfærður m.v. upplýsingar úr Íbúasýn sem byggir á Þjóðskrá.
Með fundarboði byggðaráðs fylgja einnig eftirfarandi gögn:
Yfirlit úr fjárhagsáætlunarlíkani sem sýna niðurstöður heildarviðauka II /útkomuspá 2025.
Samanburður á milli áætlana 2025.
Yfirlit yfir fjárfestingar og framkvæmdir 2025 með viðaukum.
Yfirlit yfir viðauka 1-64.
Niðurstaða : a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu að viðaukar nr. 60, deild 09510-laun, og nr. 61, deild 06270-laun, verði 0. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukabeiðni skólastjóra Dalvíkurskóla, viðauki nr. 63 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð kr. 1.840.000, deild 04210-laun. Byggðaráð samþykkir jafnframy að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukabeiðni sveitarstjóra, viðauki nr. 64 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð kr. 13.600.000 til lækkunar á lið 44200-11606 skv. ofangreindri sundurliðun. Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 65 við fjárhagsáætlun 2025 þannig að liður 22600-1112 hækki um kr. 16.406.000.
e) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025 eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tóku:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025.

Helstu niðurstöður:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er jákvæð um kr. 302.436.000.
Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um kr. 104.167.000.
Áætlaðar fjárfestingar samstæðunnar eru kr. 615.901.000 og hafa lækkað um kr. 225.350.000 frá upprunalegri áætlun.
Áætluð lántaka er kr. 0.
Handbært fé frá rekstri samstæðunnar er kr. 448.157.000.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Afgreitt í lið 21 hér að ofan.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 63 við fjárhagáætlun 2025 að upphæð kr. 1.840.000 á deild 04210-laun. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé og vísað til heildarviðauka II.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 64 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 13.600.000 til lækkunar á lið 44200-11606 skv. ofangreindri sundurliðun byggðaráðs. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að viðauknum verði mætt með hækkun á handbæru fé og vísar honum til heildarviðauka II.
d) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 65 við fjárhagsáætlun 2025 þannig að liður 22600-1112 hækki um kr. 16.406.000. Um er að ræða reiknaða stærð sem hefur ekki áhrif á sjóðstreymi.
e) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025 með viðaukum nr. 1-65 ásamt afleiddum breytingum í fjárhagsáætlunarlíkani.

24.Frá 1169. fundi byggðaráðs þann 04.12.2025; Ósk um leyfi til framlengingar á verksamningi um snjómokstur og hálkuvarnir á Hauganesi og Árskógssandi

Málsnúmer 202509121Vakta málsnúmer

Á 1169. fundi byggðaráðs þann 4. desember sl. var eftirfarani bókað:
"Á 383. fundi sveitarstjórnar þann 4. nóvember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og samþykkir að leitað verði samninga við G. Hjálmarsson hf. tímabundið veturinn 2025-2026 eða til 15. maí nk. á grundvelli eldri þjónustusamnings.
Sveitarstjórn felur deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að leggja sem fyrst samningsdrög fyrir byggðaráð í samræmi við ofangreint.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og G. Hjálmarssonar hf. um framlengingu á þjónustusamningi um snjómokstur og hálkurvarnir á Árskógssandi og Hauganesi 2019-2022.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreind og fyrirliggjandi samningsdrög um tímabundinn þjónustusamning til og með 15. maí 2026 með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að tímabundnum þjónustusamningi við G. Hjálmarsson um snjómokstur og hálkuvarnir á Árskógssandi og Hauganesi til og með 15. maí 2026 á grundvelli eldri þjónustusamnings.

25.Frá 1170. fundi byggðaráðs þann 11.12.2025; Framlenging á samningi vegna starfs byggingarfulltrúa.

Málsnúmer 202409170Vakta málsnúmer

Á 1170. fundi byggðaráðs þann 11. desember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra, dagsett þann 9. desember sl., þar sem fram kemur að fyrir fundi byggðaráðs liggja drög að framlengingu á samningi við Akureyrarbæ vegnaþjónustusamnings vegna starfs
byggingarfulltrúa. Þjónustan er á þann veg núna að byggingafulltrúi er á launaskrá hjá Dalvíkurbyggð í 55% starfshlutfalli og þjónusta annarra starfsmanna byggingafulltrúa Akureyrarbæjar er skv. tímavinnu. Sveitarstjóri
leggur fram þá beiðni að framlengja núverandi fyrirkomulag á meðan unnið er að nýjum heildarsamningi fyrir þjónustuna við Akureyrarbæ. Í meðfylgjandi drögum er stefnt á að þeirri vinnu verði lokið í mars á næsta ári.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni sveitarstjóra að framlengja núverandi fyrirkomulag til og með 31. mars 2026.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda beiðni sveitarstjóra að framlengja núverandi fyrirkomulag til og með 31. mars 2026.

26.Frá 1170. fundi byggðaráðs þann 11.12.2025; Tómstundastarf eldri borgara í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202506035Vakta málsnúmer

Á 1170. fundi byggðaráðs þann 11. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Kristinn Bogi Antonsson gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fund við umfjöllun og afgreiðslu kl.14:59.
Á 292. fundi félagsmálaráðs þann 9. desember sl. var eftirfarandi bókað:
Kristinn Bogi Antonsson vék af fundi kl 8:45 vegna vanhæfis.
Lagður fyrir samningur vegna félags- og tómstundastarf eldri borgara og öryrkja búsetta í Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Félagsmálaráð samþykkir samninginn með fjórum greiddum atkvæðum um félags- og tómstundastarf eldri borgara og öryrkja búsetta í Dalvíkurbyggð. Félagsmálaráð vísar samningnum til afgreiðslu í Byggðarráð.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ofangreindur samningur. Samkvæmt lið 1.a. þá er áætluð greiðsla Dalvíkurbyggðar á ári kr. 5.544.640 vegna launa. Samkvæmt lið 1. e) er gert ráð fyrir að Dalvíkurbyggð greiði Dalbæ kr. 120.000 á mánuði vegna leigu.
Gildistími samningsins er 1.1.2026 til 31.12.2029.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreind samningsdrög með breytingum sem gerðar voru á fundinum í lið 1.a) og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.
Kristinn Bogi Antonsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis."
Til máls tók:

Kristinn Bogi Antonsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:50.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi drög að samningi við Dalbæ vegna félags- og tómstundastarf eldri borgara og öryrkja búsetta í Dalvíkurbyggð.
Kristinn Bogi Antonsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

27.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Ný heimasíða sveitarfélagsins; þjónustusamningar; aðalvefur og aukavefur.

Málsnúmer 202509063Vakta málsnúmer

Kristinn Bogi Antonsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:51.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu drög að verk- og þjónustusamningum á milli Dalvíkurbyggðar og Stefnu vegna nýrrar heimasíðu, sbr. heimild í fjárhagsáætlun 2026.

Til máls tók:

Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur fram að þessum lið sé vísað til byggðaráðs til frekari vinnslu og afgreiðslu frestað.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

28.Frá 152. fundi veitu- og hafnaráðs þann 03.12.2025; Jöfnun húshitunarkostnaðar 2025

Málsnúmer 202501037Vakta málsnúmer

Á 152. fundi veitu- og hafnaráðs þann 3. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum liggur útreikningur á jöfnun húshitunarkostnaðar fyrir árið 2025. Í honum er tekið tillit til breytinga á gjaldskrám Orkusölunnar, Rarik og Hitaveitu Dalvíkur og er gjaldið nú 429 kr/m3 húss. Bréf til útsendingar lögð fyrir og er heildargreiðsla ársins 2025 kr. 4.333.155.-
Niðurstaða : Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi útreikning á jöfnun húshitunarkostnaðar árið 2025, vísað á lið 47310-9110."
Til máls tók:
Gunnar Kristinn Guðmundsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:52.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs og fyrirliggjandi útreikning á jöfnun húshitunarkostnaðar fyrir árið 2025. Vísað á lið 47310-9110.
Gunnar Kristinn Guðmundsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

29.Frá 292. fundi félagsmálaráðs þann 09.12.2025; Beiðni um stuðning

Málsnúmer 202512030Vakta málsnúmer

Gunnar Kristinn Guðmundsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:53.

Á 292. fundi félagsmálaráðs þann 9. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir rafpóstur dags. 4.12 2025 frá Sigrúnu Steinarsdóttur Ellertsen fyrir hönd Matargjafa Akureyri og nágrennis sem er mannúðarfélag sem hefur starfað í rúm ellefu ár með það að meginmarkmiði að styðja einstaklinga og fjölskyldur sem standa höllum fæti. Óskað er eftir peningaframlagi frá sveitarfélaginu til að styðja starfsemina. Starfsemi Matargjafa felst í því að veita skjóta og virðingarfulla aðstoð til þeirra sem minnst mega sín. Aðstoðin birtist meðal annars í gjafakortum í matvöruverslunum, matargjöfum, jólagjöfum, skógjöfum og öðrum nauðsynjum.
Þá hafa hárgreiðslustofur á Akureyri boðið börnum ókeypis klippingar fyrir jólin.
Árið 2024 veittu Matargjafir aðstoð til yfir 200 fjölskyldna á Norðurlandi, sem nam rúmlega sjö milljónum króna í mataraðstoð, auk fjölda jólagjafa, skógjafa, klippinga og fleiri þjónustuverkefna. Með hliðsjón af efnahagsástandi dagsins í dag er fyrirséð að eftirspurn eftir aðstoð muni aukast verulega fyrir jólin 2025.
Niðurstaða : Félagsmálaráð synjar erindinu með fimm greiddum atkvæðum á þeim forsendum að Dalvíkurbyggð er að styrkja Velferðarsjóð Eyjafjarðar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs og hafnar erindinu þar sem Dalvíkurbyggð styrkir Velferðarsjóð Eyjafjarðar.

30.Frá 311. fundi fræðsluráðs þann 19.11.2025; Styrkbeiðni Fjölskylduþjónustu Norðurlands eystra

Málsnúmer 202510051Vakta málsnúmer

Á 311. fundi fræðsluráðs þann 19. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir beiðni um styrk frá SSNE dags. 10.10.2025 til að setja á fót Fjölskylduþjónustu fyrir Norðurland eystra.
Niðurstaða : Fræðsluráð samþykkir styrkveitingu með þremur greiddum atkvæðum og hlutur Dalvíkurbyggðar verði greiddur af 02-80-9145."

Á 384. fundi sveitarstjórnar þann 18. nóvember sl. var m.a. bókað um sama mál:
"Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs hvað varðar þátttöku í verkefninu og kostnaður vegna þess verði fjármagnaður af deild 02800-9145."
Lagt fram til kynningar.

31.Frá 1168. fundi byggðaráðs þann 27.11.2025; SÖFNUN TIL VARÐVEISLU GUNNFAXA TF-ISB

Málsnúmer 202511113Vakta málsnúmer

Á 1168. fundi byggðaráðs þann 27. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá vinum Gunnfaxa, dagett þann 18. nóvember sl., þar sem fram kemur að Vinir Gunnfaxa hafa fengið öll tilskilin leyfi til þess að hefja landssöfnun sem nú er hafin.
Söfnunin er til verndunar þessari merku flugvél sem sinnti innanlandsflugi til áratuga. Samgöngusafnið á Skógum hefur samþykkt að taka við vélinni til varðveislu í sýningarhæfu ástandi.
Óskað er eftir stuðningi við þetta framtak að upphæð kr. 100.000 - kr. 250.000.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og hafnar erindinu.

32.Frá 292. fundi félagsmálaráðs þann 09.12.2025; Fjárframlag til rekstrar Bjarmahlíðar fyrir árið 2026

Málsnúmer 202511072Vakta málsnúmer

Á 292. fundi félagsmálaráðs þann 9. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Lagt fram rafpóstur sem sendur var til Eyrúnar Ingibjargar Sigþórsdóttur þann 11.nóvember sl. frá Páleyju Borgþórsdóttur Lögreglustjóra á Norðurlandi eystra þar sem óskað er eftir fjárframlagi til reksturs Bjarmahlíðar þolendamiðstöð fyrir árið 2026.
Byggðarráð hefur tekið þessa beiðni fyrir og samþykkt styrkveitingu frá Dalvíkurbyggð að upphæð 600.000,- krónur og er vísað að það verði tekið af deild 02800.
Niðurstaða : Lagt fram til kynningar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu byggðaráðs frá fundi þann 27. nóvember sl. að framlag Dalvíkurbyggðar verði árið 2026 kr. 600.000 til þessa verkefnis, vísað á deild 02800.

33.Frá 292. fundi félagsmálaráðs þann 09.12.2025 og 312. fundi fræðsluráðs þann 10.12.2025; Umsókn um styrk frá ADHD samtökunum.

Málsnúmer 202511154Vakta málsnúmer

Á 292. fundi félagsmálaráðs þann 9. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir rafpóstur dags. 26.11.2025 frá Hrannari B. Arnarsyni, framkvæmdarstjóra ADHD samtakanna þar sem hann óskar eftir að styrk til samtakanna helst þannig að það myndi tryggja íbúum sveitarfélagsins eða starfsfólk þess viðeigandi fræðslu um ADHD á komandi ári. Einnig kemur fram í bréfinu að ADHD samtökin bjóða margskonar
fræðslu, fyrir leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, íþróttafélög, félagsmiðstöðvar, foreldra, almenning og starfsfólk og stjórnendur fyrirtækja og stofnanna og er eitt helsta markmið samtakanna að sem flestir hópar samfélagsins, fái notið þessarar fræðslu, ekki síst þeir hópar sem vinna með börnum. Með því móti vinnum við gegn fordómum og bætum lífsskilyrði og starfsumhverfi allra í sveitarfélaginu.
Niðurstaða : Félagsmálaráð synjar erindinu með fimm greiddum atkvæðum og félagsmálaráð hvetur fræðsluráð að skoða erindið með opnum huga."

Á 312. fundi fræðsluráðs þann 10. desember sl. var ofangreint erindi tekið fyrir og samþykkt með 5 atkvæðum að fá fræðslu um ADHD fyrir íbúa og starfsmenn leik - og grunnskóla. Sviðsstjóra er falið að vinna skipulag með ADHD samtökunum."

Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar afgreiðslu félagamálaráðs og fræðsluráðs.

34.Frá 1168. fundi byggðaráðs þann 27.11.2025; Staða starfseminnar á Kristnesspítala og aðgengi að endurhæfingarþjónustu

Málsnúmer 202511121Vakta málsnúmer

Á 1168. fundi byggðaráðs þann 27. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Eyjafjarðarsveit, dagsett þann 20. nóvember sl., þar sem hjálagt er erindi frá öldungaráði og sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar sem sent var á heilbrigðisráðherra. Fram kemur að fyrirhugaðar eru breytingar á
starfsmei Kristnesspítala þar sem gert er ráð fyrir að starfsemin bryetist frá og með áramótum í dag- og fimm daga endurhæfingardeild. Sólarhringsvakt verði því eingöngu í boði fimm daga vikunnar og að lokað verði um helgar.
Óskað er eftir að Samband íslenskra sveitarfélaga, stjórn SSNE og sveitarfélög á starfssvæði SSNE kynni sér erindið og eftir atvikum taki það til umfjöllunar en öldungaráð og sveitarstjórn telja að um varhugaverða þróun séað
ræða sem muni koma illa niður á heilsu landsmanna þegar fram í sækir.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir áhyggjur öldungaráðs og sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar sem sent var á heilbrigðisráðherra."
Til máls tóku:

Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til eftirfarandi bókun:
"Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar tekur undir áhyggjur Eyjafjarðarsveitar af því að niðurskurður á sólarhringsþjónustu og lokun endurhæfingarúrræða um helgar á Kristnesspítala mun skerða aðgengi margra skjólstæðinga að nauðsynlegri þjónustu.

Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar lýsir jafnframt yfir áhyggjum af þeirri heildarmynd sem blasir við í heilbrigðisþjónustu á svæðinu; mönnunarvandi, takmarkað pláss á stofnunum og brothættur rekstrargrundvöllur úrræða eins og Kristnesspítala skapa óásættanlega óvissu fyrir íbúa svæðisins."

Monika Margrét Stefánsdóttir.


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að bókun forseta sveitarstjórnar.

35.Frá 41. fundi skipulagsráðs þann 10.12.2025; Skógarhólar - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202402087Vakta málsnúmer

Á 41. fundi skipulagsráðs þann 10. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Auglýsingu tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar íbúðarsvæðis og lagningar nýrrar götu út frá Skógarhólum lauk þann 30.nóvember sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Rarik, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1.mgr. 32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 skv. 1.mgr. 32.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

36.Frá 41. fundi skipulagsráðs þann 10.12.2025; Birkihólar - breyting á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis

Málsnúmer 202301077Vakta málsnúmer

Á 41. fundi skipulagsráðs þann 10. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis vegna stækkunar íbúðarbyggðar og lagningar nýrrar götu út frá Skógarhólum lauk þann 30.nóvember sl.
Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá framkvæmdasviði Davíkurbyggðar, Landsneti, Minjastofnun Íslands, Rarik, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Vegagerðinni.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með breytingu eftir auglýsingu til samræmis við umsögn
Vegagerðarinnar.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis skv. 3.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með breytingu eftir auglýsingu til samræmis við umsögn Vegagerðarinnar.

37.Frá 41. fundi skipulagsráðs þann 10.12.2025; Deiliskipulag Hauganess - endurskoðun

Málsnúmer 202511064Vakta málsnúmer

Á 41. fundi skipulagsráðs þann 10. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram drög að breytingu á deiliskipulagi Hauganess, unnin af Cowi verkfræðistofu. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir breyttri íbúðarsamsetningu við göturnar Langholt og Stórholt.
Niðurstaða : Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hauganess og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hauganess og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

38.Frá 41. fundi skipulagsráðs þann 10.12.2025; Landeldi við Hauganes - tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu

Málsnúmer 202511122Vakta málsnúmer

Á 41. fundi skipulagsráðs þann 10. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 17.nóvember 2025 þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um fyrirhugaða framkvæmd við landeldi við Hauganes, þar sem m.a. er óskað álits Dalvíkurbyggðar á því hvort framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum.
Niðurstaða : Að mati skipulagsráðs Dalvíkurbyggðar er umrædd framkvæmd háð mati á umhverfisáhrifum skv. viðmiðum 2.viðauka laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Skipulagsfulltrúa er falið að vinna umsögn og leggja fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum meðfylgjandi umsögn skipulagsfulltrúa, dagsett þann 12. desember 2025.

39.Frá 1170. fundi byggðaráðs þann 11.12.2025; Umsókn um 10 fm skrifstofu

Málsnúmer 202512001Vakta málsnúmer

Á 1170. fundi byggðaráðs þann 11. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Óðni Steinssyni, verkefnastjóra þvert á svið, dagsettur þann 9. desember sl., þar sem fram kemur að 10 fm2 skrifstofuhúsnæði á 2. hæð Ráðhúss var auglýst laust til leigu og var umsóknarfrestur til og með 8. desember sl. Ein umsókn barst frá Herði Snævari Jónssyni. Gildistími samnings er frá og með 15.12.2025 og til og með 30.11.2026. Leigufjárhæðin er 21.075 á mánuði.
https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir-og-tilkynningar/category/1/skrifstofurymi-til-leigu-2
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda umsókn um leiguhúsnæði og útleigu á rýminu í samræmi við ofangreint."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og útleigu á skrifstofurými á 2. hæð Ráðhúss Dalvíkur í samræmi við þær forsendur sem fram koma í bókun byggðaráðs.

40.Frá 1168. fundi byggðaráðs þann 27.11.2025; Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi - Karlakór Dalvíkur

Málsnúmer 202511116Vakta málsnúmer

Á 1168. fundi byggðaráðs þann 27. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 19. nóvember sl., þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi frá Karlakór Dalvíkur vegna Jólatónleika Karlakórsins og Sölku kvennakórs haldinn í félagsheimilinu Rimum. Tónleikar eru fyrirhugaðir laugardagskvöldið 20.desember en
einnig er sótt um vegna föstudagsins 19.desember komi til þess að boðið verði uppá aukatónleika. Með fundarboði byggðaráðs fylgja jákvæðar umsagnir slökkviliðsstjóra og skipulagsfulltrúa Dalvíkurbyggðar.
Niðurstaða : Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangreind leyfi sé veitt með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og gerir ekki athugasemdir við að leyfið sé veitt með fyrirvara um umsögn Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

41.Árskógsvirkjun - umsagnarbeiðni um umhverfismatsskýrslu

Málsnúmer 202512019Vakta málsnúmer

Á 41. fundi skipulagsráðs þann 10. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 29.október 2025 þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um umhverfismatsskýrslu fyrir Árskógsvirkjun; allt að 5 MW vatnsaflsvirkjun í Þorvaldsdal.
Umsagnarfrestur var veittur til 9.desember en Dalvíkurbyggð hefur óskað eftir framlengdum fresti til 14.desember nk.
Að mati skipulagsráðs gerir matsskýrslan fullnægjandi grein fyrir þeim þáttum sem verða fyrir áhrifum af framkvæmdinni.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Til máls tók:
Kristinn Bogi Antonsson.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráð.
Að mati sveitarstjórnar gerir matsskýrslan fullnægjandi grein fyrir þeim þáttum sem verða fyrir áhrifum af framkvæmdinni.

Fundi slitið - kl. 17:27.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
  • Kristinn Bogi Antonsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs