Frá Vinum Gunnfaxa; SÖFNUN TIL VARÐVEISLU GUNNFAXA TF-ISB

Málsnúmer 202511113

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1168. fundur - 27.11.2025

Tekið fyrir erindi frá vinum Gunnfaxa, dagett þann 18. nóvember sl., þar sem fram kemur að Vinir Gunnfaxa hafa fengið öll tilskilin leyfi til þess að hefja landssöfnun sem nú er hafin.
Söfnunin er til verndunar þessari merku flugvél sem sinnti innanlandsflugi til áratuga. Samgöngusafnið á Skógum hefur samþykkt að taka við vélinni til varðveislu í sýningarhæfu ástandi.
Óskað er eftir stuðningi við þetta framtak að upphæð kr. 100.000 - kr. 250.000.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi.