Beiðni um stuðning

Málsnúmer 202512030

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 292. fundur - 09.12.2025

Tekin fyrir rafpóstur dags. 4.12 2025 frá Sigrúnu Steinarsdóttur Ellertsen fyrir hönd Matargjafa Akureyri og nágrennis sem er mannúðarfélag sem hefur starfað í rúm ellefu ár með það að meginmarkmiði að styðja einstaklinga og fjölskyldur sem standa höllum fæti. Óskað er eftir peningaframlagi frá sveitarfélaginu til að styðja starfsemina. Starfsemi Matargjafa felst í því að veita skjóta og virðingarfulla aðstoð til þeirra sem minnst mega sín. Aðstoðin birtist meðal annars í gjafakortum í matvöruverslunum, matargjöfum, jólagjöfum, skógjöfum og öðrum nauðsynjum. Þá hafa hárgreiðslustofur á Akureyri boðið börnum ókeypis klippingar fyrir jólin.
Árið 2024 veittu Matargjafir aðstoð til yfir 200 fjölskyldna á Norðurlandi, sem nam rúmlega sjö milljónum króna í mataraðstoð, auk fjölda jólagjafa, skógjafa, klippinga og fleiri þjónustuverkefna. Með hliðsjón af efnahagsástandi dagsins í dag er fyrirséð að eftirspurn eftir aðstoð muni aukast verulega fyrir jólin 2025.
Félagsmálaráð synjar erindinu með fimm greiddum atkvæðum á þeim forsendum að Dalvíkurbyggð er að styrkja Velferðarsjóð Eyjafjarðar.