Tekið fyrir erindi frá Fjölskylduþjónustu Norðurlands eystra, þar sem sótt er um styrk vegna verkefnsins, eða kr. 995.000 frá Dalvíkurbyggð. Verkefnið er hugsað sem 24 mánaða tilraunaverkefni á árunum 2026-2027. Verkefnið er hugsað þannig að Akureyrarbær sjái um vistun og umsýslu verkefnis en vinni það í samvinnu við þau sveitarfélög á Norðurlandi eystra sem vilja taka þátt í og eiga aðgang að úrræðinu. Þetta verkefni er sérstaklega mikilvægt fyrir smærri sveitarfélög þar sem aðgengi að sérhæfðri þjónustu er takmarkað.
Mennta- og barnamálaráðuneytið veitti Akureyrarbæ 70 m.kr. styrk í verkefnið sem er nýtt meðferðarúrræði., áætlaður kostnaður við verkefnið er um 90 m.kr.