Frá SSNE; Styrkbeiðni Fjölskylduþjónustu Norðurlands eystra

Málsnúmer 202510051

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1165. fundur - 30.10.2025

Tekið fyrir erindi frá Fjölskylduþjónustu Norðurlands eystra, þar sem sótt er um styrk vegna verkefnsins, eða kr. 995.000 frá Dalvíkurbyggð. Verkefnið er hugsað sem 24 mánaða tilraunaverkefni á árunum 2026-2027. Verkefnið er hugsað þannig að Akureyrarbær sjái um vistun og umsýslu verkefnis en vinni það í samvinnu við þau sveitarfélög á Norðurlandi eystra sem vilja taka þátt í og eiga aðgang að úrræðinu. Þetta verkefni er sérstaklega mikilvægt fyrir smærri sveitarfélög þar sem aðgengi að sérhæfðri þjónustu er takmarkað.

Mennta- og barnamálaráðuneytið veitti Akureyrarbæ 70 m.kr. styrk í verkefnið sem er nýtt meðferðarúrræði., áætlaður kostnaður við verkefnið er um 90 m.kr.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar í félagsmálaráði og fræðsluráði.

Félagsmálaráð - 291. fundur - 11.11.2025

Tekið fyrir erindi frá Fjölskylduþjónustu Norðurlands eystra dags. 31.10.2025. Málið var einnig tekið fyrir á fundi Byggðaráðs fundi nr. 1165. Þar var bókað að Byggðaráð samþykki samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreidnu erindi til umfjöllunar í félagsmálaráði og fræðsluráði.
Forsaga málsins er sú að sveitarfélögum á landinu gátu sótt um styrki frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu í þágu farsældar barna. Sveitarfélög á Norðurlandi eystra sendu frá þér umsóknir en einnig eina sameiginlega sem er meðferðarúrræði með vinnuheitið Fjölskylduþjónusta Norðurlands eystri. Það verkefni fékk veglegan styrk eða alls 70.000.000 kr. En í áætlun með verkefninu er gert ráð fyrir kostnaði upp á 90.000.000. Þar af leiðandi er hlutur Dalvíkurbyggðar 995.000 kr. Markmið verkefnisins er aða efla farsæld barna og fjölskyldna þeirra með samþættum og snemmtækum stuðningi.
Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum og hlutur Dalvíkurbyggðar verði greiddur af 02-80-9145.

Sveitarstjórn - 384. fundur - 18.11.2025

Á 291. fundi félagsmálaráðs þann 11. nóvember sl. var eftirfarndi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Fjölskylduþjónustu Norðurlands eystra dags. 31.10.2025. Málið var einnig tekið fyrir á fundi Byggðaráðs fundi nr. 1165. Þar var bókað að Byggðaráð samþykki samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar í félagsmálaráði og fræðsluráði.
Forsaga málsins er sú að sveitarfélögum á landinu gátu sótt um styrki frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu í þágu farsældar barna. Sveitarfélög á Norðurlandi eystra sendu frá þér umsóknir en einnig eina sameiginlega sem er meðferðarúrræði með vinnuheitið Fjölskylduþjónusta Norðurlands eystri. Það verkefni fékk veglegan styrk eða alls 70.000.000 kr. En í áætlun með verkefninu er gert ráð fyrir kostnaði upp á 90.000.000. Þar af leiðandi er hlutur Dalvíkurbyggðar 995.000 kr. Markmið verkefnisins er aða efla farsæld barna og fjölskyldna þeirra með samþættum og snemmtækum stuðningi.
Niðurstaða : Félagsmálaráð samþykkir með fimm greiddum atkvæðum og hlutur Dalvíkurbyggðar verði greiddur af 02-80-9145."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs hvað varðar þátttöku í verkefninu og kostnaður vegna þess verði fjármagnaður af deild 02800-9145.

Fræðsluráð - 311. fundur - 19.11.2025

Tekin fyrir beiðni um styrk frá SSNE dags. 10.10.2025 til að setja á fót Fjölskylduþjónustu fyrir Norðurland eystra.
Fræðsluráð samþykkir styrkveitingu með þremur greiddum atkvæðum og hlutur Dalvíkurbyggðar verði greiddur af 02-80-9145.