Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsagnarbeiðni tímabundið áfengisleyfi - Karlakór Dalvíkur

Málsnúmer 202511116

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1168. fundur - 27.11.2025

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 19. nóvember sl., þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi frá Karlakór Dalvíkur vegna Jólatónleika Karlakórsins og Sölku kvennakórs haldinn í félagsheimilinu Rimum. Tónleikar eru fyrirhugaðir laugardagskvöldið 20.desember en einnig er sótt um vegna föstudagsins 19.desember komi til þess að boðið verði uppá aukatónleika.

Með fundarboði byggðaráðs fylgja jákvæðar umsagnir slökkviliðsstjóra og skipulagsfulltrúa Dalvíkurbyggðar.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangreind leyfi sé veitt með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.