Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 1. desember sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna framkvæmda Eignasjóðs. Um er að ræða lækkun á áætluðu fjármagni til fjögurra framkvæmdaverkefna sem verða ekki framkvæmda á árinu.
Óskað er eftir heildarlækkun að upphæð kr. 55.550.000 á lið 32200-11900 skv. eftirfarandi sundurliðun:
Göngu- og hjólastígur með Dalvíkurlínu II (E2209) - lækkað um kr. 16.400.000.
Böggvisbraut - endurnýjun götu (E2310) lækkað um kr. 34.500.000.
Árskógssandur - Sjávargata gangstétt (E2510) lækkað um kr. 1.850.000.
Árskógssandur - Ægisgata gangstétt (E2509) lækkað um kr. 2.800.000.
Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar og heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025.