Á 375. fundi sveitarstjórnar þann 17. desember 2024 var m.a.eftirfarandi bókað:
"Sveitarstjórn samþykkir samhljóð með 7 atkvæðum ofnagreinda tillögu byggðaráðs um ráðningu byggingarfulltrúa Akureyrarbæjar í 55% starf hjá Dalvíkurbyggð skv. samningsdrögum frá 1.1.2025 og til og með 31.12.2025.
Byggingarfulltrúi Dalvíkurbyggðar verður þá Steinmar H. Rögnvaldsson".
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra, dagsett þann 9. desember sl., þar sem fram kemur að fyrir fundi byggðaráðs liggja drög að framlengingu á samningi við Akureyrarbæ vegnaþjónustusamnings vegna starfs byggingarfulltrúa. Þjónustan er á þann veg núna að byggingafulltrúi er á launaskrá hjá Dalvíkurbyggð í 55% starfshlutfalli og þjónusta annarra starfsmanna byggingafulltrúa Akureyrarbæjar er skv. tímavinnu. Sveitarstjóri leggur fram þá beiðni að framlengja núverandi fyrirkomulag á meðan unnið er að nýjum heildarsamningi fyrir þjónustuna við Akureyrarbæ. Í meðfylgjandi drögum er stefnt á að þeirri vinnu verði lokið í mars á næsta ári.