Jöfnun húshitunarkostnaðar 2025

Málsnúmer 202501037

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 152. fundur - 03.12.2025

Fyrir fundinum liggur útreikningur á jöfnun húshitunarkostnaðar fyrir árið 2025. Í honum er tekið tillit til breytinga á gjaldskrám Orkusölunnar, Rarik og Hitaveitu Dalvíkur og er gjaldið nú 429 kr/m3 húss. Bréf til útsendingar lögð fyrir og er heildargreiðsla ársins 2025 kr. 4.333.155.-
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi útreikning á jöfnun húshitunarkostnaðar árið 2025, vísað á lið 47310-9110.