Árskógsvirkjun - umsagnarbeiðni um umhverfismatsskýrslu

Málsnúmer 202512019

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 41. fundur - 10.12.2025

Erindi dagsett 29.október 2025 þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um umhverfismatsskýrslu fyrir Árskógsvirkjun; allt að 5 MW vatnsaflsvirkjun í Þorvaldsdal.
Umsagnarfrestur var veittur til 9.desember en Dalvíkurbyggð hefur óskað eftir framlengdum fresti til 14.desember nk.
Að mati skipulagsráðs gerir matsskýrslan fullnægjandi grein fyrir þeim þáttum sem verða fyrir áhrifum af framkvæmdinni.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 385. fundur - 16.12.2025

Á 41. fundi skipulagsráðs þann 10. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 29.október 2025 þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um umhverfismatsskýrslu fyrir Árskógsvirkjun; allt að 5 MW vatnsaflsvirkjun í Þorvaldsdal.
Umsagnarfrestur var veittur til 9.desember en Dalvíkurbyggð hefur óskað eftir framlengdum fresti til 14.desember nk.
Að mati skipulagsráðs gerir matsskýrslan fullnægjandi grein fyrir þeim þáttum sem verða fyrir áhrifum af framkvæmdinni.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Til máls tók:
Kristinn Bogi Antonsson.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráð.
Að mati sveitarstjórnar gerir matsskýrslan fullnægjandi grein fyrir þeim þáttum sem verða fyrir áhrifum af framkvæmdinni.