Á 1170. fundi byggðaráðs þann 11. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Óðni Steinssyni, verkefnastjóra þvert á svið, dagsettur þann 9. desember sl., þar sem fram kemur að 10 fm2 skrifstofuhúsnæði á 2. hæð Ráðhúss var auglýst laust til leigu og var umsóknarfrestur til og með 8. desember sl. Ein umsókn barst frá Herði Snævari Jónssyni. Gildistími samnings er frá og með 15.12.2025 og til og með 30.11.2026. Leigufjárhæðin er 21.075 á mánuði.
https://www.dalvikurbyggd.is/is/frettir-og-tilkynningar/category/1/skrifstofurymi-til-leigu-2Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda umsókn um leiguhúsnæði og útleigu á rýminu í samræmi við ofangreint."