Frá Eyjafjarðarsveit; Staða starfseminnar á Kristnesspítala og aðgengi að endurhæfingarþjónustu

Málsnúmer 202511121

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1168. fundur - 27.11.2025

Tekið fyrir erindi frá Eyjafjarðarsveit, dagsett þann 20. nóvember sl., þar sem hjálagt er erindi frá öldungaráði og sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar sem sent var á heilbrigðisráðherra. Fram kemur að fyrirhugaðar eru breytingar á starfsmei Kristnesspítala þar sem gert er ráð fyrir að starfsemin bryetist frá og með áramótum í dag- og fimm daga endurhæfingardeild. Sólarhringsvakt verði því eingöngu í boði fimm daga vikunnar og að lokað verði um helgar.
Óskað er eftir að Samband íslenskra sveitarfélaga, stjórn SSNE og sveitarfélög á starfssvæði SSNE kynni sér erindið og eftir atvikum taki það til umfjöllunar en öldungaráð og sveitarstjórn telja að um varhugaverða þróun séað ræða sem muni koma illa niður á heilsu landsmanna þegar fram í sækir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir áhyggjur öldungaráðs og sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar sem sent var á heilbrigðisráðherra.