Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Viðauki vegna launa og reksturs

Málsnúmer 202512005

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1169. fundur - 04.12.2025

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 1. desember sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 vegna launa og reksturs.

a) Óskað er eftir launaviðauka við deild 06270- vinnuskóla - til lækkunar að upphæð kr. 18.419.502, þar sem ekki voru ráðnir inn jafnmargir starfsmann sem og starfstíminn var ekki jafn langur og var lagt upp með.
b) Óskað er eftir launaviðauka við deild 09510 - Eigna- og framkvæmdadeild - til lækkunar að upphæð kr. 5.422.711, þar sem ekki tókst að ráða sumarstarfsmenn.
c) óskað er eftir viðauka við eftirfarandi deildir til lækkunar þar sem ekki mun koma til þess að allt fjármagnið verði notað á árinu:
Liður 08240-4947; gatna- og lóðahreinsun, lækki um kr. 3.769.061.
Liður 11030-4396; útivistarsvæði, lækki um kr. 2.235.480.
Liður 11410-4991; opin svæði, lækki um kr. 1.208.700.
Samtals kr. 7.213.241.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum launaviðauka við deild 06270 með fyrirvara, viðauki nr. 59 við fjárhagsáætlun 2025, þar sem eftir er að reikna launaviðaukann í launaáætlunarkerfi. Vísað til gerðar heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum launaviðauka við deild 09510 með fyrirvara, viðauki nr. 60 við fjárhagsáætun 2025, þar sem eftir er að reikna lauanviðaukann í launaáætlunarkerfi. Vísað til gerðar heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr 7.213.241 samkvæmt ofangreindri sundurliðun, viðauki nr. 61 við fjárhagsáætlun 2025, og að honum verði mætt með hækkun á handbæru fé. Vísað til gerðar heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025.