Frá skipulagsfulltrúa; Viðauki - málaflokkur 09 - skipulagsmál

Málsnúmer 202512026

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1169. fundur - 04.12.2025

Tekið fyrir erindi frá skipulagsfulltrúa, erindi dagsett þann 4. desember 2025, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 18.470.062 til lækkunar samkvæmt eftirfarandi sundurliðun:
Liður 09110-4320 lækki um kr. 3.500.000; ekki hefur náðst að ljúka vinnu við gerð merkjalýsinga og uppmælinga á lóðum á árinu.
Liður 09110-4338 lækki um kr. 2.500.000; ekkert sem kemur hér til framkvæmda.
Liður 09220-4320 lækki um kr. 8.970.062; aðalskipulagsvinna heldur áfram á næsta ári.
Liður 09230-4320 lækki um kr. 3.500.000; deiliskipulag.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, viðauki nr. 62 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 18.470.062 til lækkunar skv. ofangreindri sundurliðun.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn og til heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025.