Landeldi við Hauganes - tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu

Málsnúmer 202511122

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 41. fundur - 10.12.2025

Erindi dagsett 17.nóvember 2025 þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um fyrirhugaða framkvæmd við landeldi við Hauganes, þar sem m.a. er óskað álits Dalvíkurbyggðar á því hvort framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum.
Að mati skipulagsráðs Dalvíkurbyggðar er umrædd framkvæmd háð mati á umhverfisáhrifum skv. viðmiðum 2.viðauka laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Skipulagsfulltrúa er falið að vinna umsögn og leggja fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

Sveitarstjórn - 385. fundur - 16.12.2025

Á 41. fundi skipulagsráðs þann 10. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 17.nóvember 2025 þar sem óskað er umsagnar Dalvíkurbyggðar um fyrirhugaða framkvæmd við landeldi við Hauganes, þar sem m.a. er óskað álits Dalvíkurbyggðar á því hvort framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum.
Niðurstaða : Að mati skipulagsráðs Dalvíkurbyggðar er umrædd framkvæmd háð mati á umhverfisáhrifum skv. viðmiðum 2.viðauka laga nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Skipulagsfulltrúa er falið að vinna umsögn og leggja fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum meðfylgjandi umsögn skipulagsfulltrúa, dagsett þann 12. desember 2025.