Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Ný heimasíða sveitarfélagsins; þjónustusamningar; aðalvefur og aukavefur.

Málsnúmer 202509063

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 385. fundur - 16.12.2025

Kristinn Bogi Antonsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:51.

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdu drög að verk- og þjónustusamningum á milli Dalvíkurbyggðar og Stefnu vegna nýrrar heimasíðu, sbr. heimild í fjárhagsáætlun 2026.

Til máls tók:

Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur fram að þessum lið sé vísað til byggðaráðs til frekari vinnslu og afgreiðslu frestað.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.