Á 382. fundi sveitarstjórnar þann 16. septemver sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Til máls tóku:
Monika Margrét Stefánsdóttir, sem leggur fram eftirfarandi bókun:
"Monika, fulltrúi B lista, lýst vel á breytingu nefndaskipana að öllu leyti nema því að setja Félagsmálaráð undir Fræðsluráð. Megin ástæðan er að innan Félagsmálaráðs er oftar en ekki verið að ræða viðkvæm málefni einstakling sem við teljum ekki eiga erindi með öðrum málum eða ráðum. Einnig tel ég að það sé nóg að setja Íþrótta- og æskulýðsráð og Fræðsluráð saman þar sem af nægum verkefnum er að taka á fundum hverju sinni innan þeirra ráða.
Ég samþykki sameiningu á öðrum ráðum sem hefur verið lagt til en vil halda Félagsmálaráði til hliðar þar til komin er betri lýsing á hvernig sameining þess inn í fjölskylduráð yrði gert."
Helgi Einarsson.
Lilja Guðnadóttir.
Katrín Sif Ingvarsdóttir
Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs verði falið að gera
tillögu að breytingum á Samþykktum um stjórn Dalvíkurbyggðar í samræmi við meðfylgjandi tillögu ásamt tilheyrandi
breytingum á erindisbréfum fagráða. Jafnframt er lagt til að gerð verði breytingartillaga á Samþykktinni í heild sinni
og tekið verði tillit til breytinga samkvæmt lið 19 hér að ofan vegna samnings um barnavernd
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar, Monika Margrét Stefánsdóttir situr hjá."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi gögn:
Drög að breytingum á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.
Drög að erindisbréfi fyrir Fjölskylduráð.
Drög að erindisbréfi fyrir Framkvæmdaráð.
Drög að Samþykkt fyrir byggðaráð Dalvíkurbyggðar.
Einnig fylgdi með til upplýsingar drög að vinnureglum frá 2021 vegna áheyrnarfulltrúa í fræðsluráði.
Til umræðu ofangreint.