Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar; tillaga um breytingar á nefndaskipan

Málsnúmer 202509061

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1157. fundur - 11.09.2025

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga frá formanni byggðaráðs um breytingar á nefndaskipan sveitarfélagsins í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2026. Markmiðið er að ný nefndaskipan geti tekið gildi frá og með 1.1.2026, sem kallar þá á breytingar á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréfum fagráða.

https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/PDF/Fjarmala-stjornsyslu/2022/samthykktdb-auglysing-nr_408_2022.pdf
https://island.is/stjornartidindi/nr/f6266374-9283-4fd9-836e-2e25adc1743f
https://island.is/stjornartidindi/nr/21eba871-69f4-4dce-a592-8151442062d9
https://island.is/stjornartidindi/nr/147b81eb-3dd3-46b0-86be-6e11f573be98
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 382. fundur - 16.09.2025

Á 1157. fundi byggðaráðs þann 11. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga frá formanni byggðaráðs um breytingar á nefndaskipan sveitarfélagsins í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun 2026. Markmiðið er að ný nefndaskipan geti tekið gildi frá og með 1.1.2026, sem kallar þá á breytingar á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréfum fagráða.
https://www.dalvikurbyggd.is/static/files/PDF/Fjarmala-stjornsyslu/2022/samthykktdb-auglysing-nr_408_2022.pdf
https://island.is/stjornartidindi/nr/f6266374-9283-4fd9-836e-2e25adc1743f
https://island.is/stjornartidindi/nr/21eba871-69f4-4dce-a592-8151442062d9
https://island.is/stjornartidindi/nr/147b81eb-3dd3-46b0-86be-6e11f573be98
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.".
Til máls tóku:

Monika Margrét Stefánsdóttir, sem leggur fram eftirfarandi bókun:
"Monika, fulltrúi B lista, lýst vel á breytingu nefndaskipana að öllu leyti nema því að setja Félagsmálaráð undir Fræðsluráð. Megin ástæðan er að innan Félagsmálaráðs er oftar en ekki verið að ræða viðkvæm málefni einstakling sem við teljum ekki eiga erindi með öðrum málum eða ráðum. Einnig tel ég að það sé nóg að setja Íþrótta- og æskulýðsráð og Fræðsluráð saman þar sem af nægum verkefnum er að taka á fundum hverju sinni innan þeirra ráða.
Ég samþykki sameiningu á öðrum ráðum sem hefur verið lagt til en vil halda Félagsmálaráði til hliðar þar til komin er betri lýsing á hvernig sameining þess inn í fjölskylduráð yrði gert."


Helgi Einarsson.
Lilja Guðnadóttir.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.

Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs verði falið að gera tillögu að breytingum á Samþykktum um stjórn Dalvíkurbyggðar í samræmi við meðfylgjandi tillögu ásamt tilheyrandi breytingum á erindisbréfum fagráða. Jafnframt er lagt til að gerð verði breytingartillaga á Samþykktinni í heild sinni og tekið verði tillit til breytinga samkvæmt lið 19 hér að ofan vegna samnings um barnavernd.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar, Monika Margrét Stefánsdóttir situr hjá.

Byggðaráð - 1167. fundur - 13.11.2025

Á 382. fundi sveitarstjórnar þann 16. septemver sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Til máls tóku:
Monika Margrét Stefánsdóttir, sem leggur fram eftirfarandi bókun:
"Monika, fulltrúi B lista, lýst vel á breytingu nefndaskipana að öllu leyti nema því að setja Félagsmálaráð undir Fræðsluráð. Megin ástæðan er að innan Félagsmálaráðs er oftar en ekki verið að ræða viðkvæm málefni einstakling sem við teljum ekki eiga erindi með öðrum málum eða ráðum. Einnig tel ég að það sé nóg að setja Íþrótta- og æskulýðsráð og Fræðsluráð saman þar sem af nægum verkefnum er að taka á fundum hverju sinni innan þeirra ráða.
Ég samþykki sameiningu á öðrum ráðum sem hefur verið lagt til en vil halda Félagsmálaráði til hliðar þar til komin er betri lýsing á hvernig sameining þess inn í fjölskylduráð yrði gert."

Helgi Einarsson.
Lilja Guðnadóttir.
Katrín Sif Ingvarsdóttir

Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs verði falið að gera
tillögu að breytingum á Samþykktum um stjórn Dalvíkurbyggðar í samræmi við meðfylgjandi tillögu ásamt tilheyrandi
breytingum á erindisbréfum fagráða. Jafnframt er lagt til að gerð verði breytingartillaga á Samþykktinni í heild sinni
og tekið verði tillit til breytinga samkvæmt lið 19 hér að ofan vegna samnings um barnavernd

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar, Monika Margrét Stefánsdóttir situr hjá."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi gögn:
Drög að breytingum á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.
Drög að erindisbréfi fyrir Fjölskylduráð.
Drög að erindisbréfi fyrir Framkvæmdaráð.
Drög að Samþykkt fyrir byggðaráð Dalvíkurbyggðar.

Einnig fylgdi með til upplýsingar drög að vinnureglum frá 2021 vegna áheyrnarfulltrúa í fræðsluráði.

Til umræðu ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að vísa ofangreindum drögum að breytingum á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar til umfjöllunar og fyrri umræðu í sveitarstjórn, Monika Margrét Stefánsdóttir situr hjá vegna erindisbréfs Fjölskylduráðs.
b) Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum drögum að erindisbréfi byggðaráðs til umfjöllunar og fyrri umræðu í sveitarstjórn.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa drögum að erindisbréfi Framkvæmdaráðs til umfjöllunar og fyrri umræðu í sveitarstjórn.
d) Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að vísa drögum að erindisbréfi fyrir Fjölskylduráð til umfjöllunar og fyrri umræðu í sveitarstjórn, Monika Margrét Stefánsdóttir situr hjá þar sem henni finnst að Félagsmálaráð eigi að vera áfram til eitt og sér.

Sveitarstjórn - 384. fundur - 18.11.2025

Á 1167. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar þann 13. nóvember sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi gögn:
Drög að breytingum á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.
Drög að erindisbréfi fyrir Fjölskylduráð.
Drög að erindisbréfi fyrir Framkvæmdaráð.
Drög að Samþykkt fyrir byggðaráð Dalvíkurbyggðar.
Einnig fylgdi með til upplýsingar drög að vinnureglum frá 2021 vegna áheyrnarfulltrúa í fræðsluráði.
Til umræðu ofangreint.
Niðurstaða : a) Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að vísa ofangreindum drögum að breytingum á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar til umfjöllunar og fyrri umræðu í sveitarstjórn, Monika Margrét Stefánsdóttir situr hjá vegna erindisbréfs Fjölskylduráðs.
b) Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum drögum að erindisbréfi byggðaráðs til umfjöllunar og fyrri umræðu í sveitarstjórn.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa drögum að erindisbréfi Framkvæmdaráðs til umfjöllunar og fyrri umræðu í sveitarstjórn.
d) Byggðaráð samþykkir með 2 atkvæðum að vísa drögum að erindisbréfi fyrir Fjölskylduráð til umfjöllunar og fyrri umræðu í sveitarstjórn, Monika Margrét Stefánsdóttir situr hjá þar sem henni finnst að Félagsmálaráð eigi að vera áfram til eitt og sér."
Til máls tóku:

Monika Margrét Stefánsdóttir, sem leggur til svohljóðandi bókun fyrir hönd B-listans og óháðra:
"B listi og óháðir greiða atkvæði með erindisbréfi Byggðaráðs og erindisbréfi Framkvæmdaráðs en greiðir atkvæði á móti erindisbréfi Fjölskylduráðs þar sem við teljum að Félagsmálaráð eigi enn að vera sér ráð. Einnig leggjum við til að gildistöku á þessum breytingum verði frestað þar til á nýju kjörtímabili."

Helgi Einarsson.
Kristinn Bogi Antonsson.
Freyr Antonsson.
Katrín Sif Ingvarsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir með 5 atkvæðum að vísa fyrirliggjandi drögum að breytingum á Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar til byggðaráðs á milli umræðna í sveitarstjórn ásamt erindisbréfum byggðaráðs, Fjölskylduráðs og Framkvæmdaráðs. Monika Margrét Stefánsdóttir og Kristinn Bogi Antonsson greiða atkvæði á móti.

Byggðaráð - 1168. fundur - 27.11.2025

Katrín Sif Ingvarsdóttir kom inn á fundinn að nýju kl.15:38.

Á 384. fundi sveitarstjórnar þann 18. nóvember voru drög að breytingum um Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar ásamt erindisbréfum byggðaráðs, Fjöldskylduráðs og Framkvæmdaráðs tekin til fyrri umræðu í sveitarstjórn og vísað til byggðaráðs á milli umræðna.

Til umræðu ofnagreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 að leggja til að byggðaráð fái fullnaðarheimild til að afgreiða umsagnir frá Sýslumanni varðandi leyfisveitingar.

Afgreiðslu frestað til næstu fundar.