Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Reglur um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega 2026

Málsnúmer 202512044

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1170. fundur - 11.12.2025

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að reglum um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli - og örorkulífeyrisþega vegna ársins 2026 ásamt útreikningum á fjárhæðum afsláttar og tekjuviðmiðum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar og meðfylgjandi reglur um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli - og örorkulífeyrisþega vegna ársins 2026 með þeim breytingum að afslátturinn verði óbreyttur á milli ára og efri mmörg tekna fyrir einstaklinga og hjón og sambýlisfólk verði óbreytt á milli ára.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 385. fundur - 16.12.2025

Á 1170. fundi byggðaráðs þann 11. desember sl. var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að reglum um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli - og örorkulífeyrisþega vegna ársins 2026 ásamt útreikningum á fjárhæðum afsláttar og tekjuviðmiðum.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar og meðfylgjandi reglur um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli - og örorkulífeyrisþega vegna ársins 2026 með þeim breytingum að afslátturinn verði óbreyttur á milli ára og efri mmörg tekna fyrir einstaklinga og hjón og sambýlisfólk verði óbreytt á milli ára.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að reglum um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega vegna ársins 2026.