Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýsluviðs; Heildarviðauki II við fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 202511067

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1170. fundur - 11.12.2025

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs vegna heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025, dagsett þann 10. desember sl.

a) Lagt er til að viðaukar nr. 60 og nr. 61 verði settir á 0 vegna lækkunar á launaáætlun fyrir deildir 09510 og 06270 þar sem ekki var svigrúm að reikna út viðaukann í gegnum launaáætlunarkerfið, sbr. bókun og afgreiðsla byggðaráðs á fundi þann 4. desember sl. Í heildarviðauka II er ekki gert ráð fyrir þessum viðaukum.
b) Meðfylgjandi er viðaukabeiðni frá skólastjóra Dalvíkurskóla vegna launa að upphæð kr. 1.840.471, deild 04210-laun. Gert er ráð fyrir þessari viðaukabeiðni í heildarviðauka II.
c) Meðfylgjandi er viðaukabeiðni frá sveitarstjóra vegna lækkunar á framkvæmdaáætlun Vatnsveitu, á lið 44200-11606, samtals kr. 13.600.000 til lækkunar, þar sem ekki verður farið í þessi verkefni á árinu 2025. Búið er að gera ráð fyrir þessum viðauka í heildarviðauka II.
Verk VD016 lækkun um kr. 3.100.000 vegna endurnýjar Öldugötu Dalvík.
Verk VD017 lækkun um kr. 2.000.000 vegna endurnýjunar loka.
Verk VD018 lækkun um kr. 4.500.000 vegna flæðamæla.
Verk E2505 lækkun um kr. 1.000.000 vegna gatnagerð Árskógssandi.
Verk VÁ004 lækkun um kr. 3.000.000 vegna endurnýjunar Þorvaldsdal.
d) Í minnisblaði sviðsstjóra er því velt upp hvort hækka eigi áætlaða uppfærslu lífeyrisskuldbindinga úr kr. 75.145.000 í kr. 91.551.000. Ekki er búið að gera ráð fyrir því í heildarviðauka II.
e) Áætluð verðbólga var hækkuð úr 3,8% í 4,1% skv. Þjóðhagsspá í nóvember og íbúafjöldi uppfærður m.v. upplýsingar úr Íbúasýn sem byggir á Þjóðskrá.

Með fundarboði byggðaráðs fylgja einnig eftirfarandi gögn:
Yfirlit úr fjárhagsáætlunarlíkani sem sýna niðurstöður heildarviðauka II /útkomuspá 2025.
Samanburður á milli áætlana 2025.
Yfirlit yfir fjárfestingar og framkvæmdir 2025 með viðaukum.
Yfirlit yfir viðauka 1-64.


a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu að viðaukar nr. 60, deild 09510-laun, og nr. 61, deild 06270-laun, verði 0. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukabeiðni skólastjóra Dalvíkurskóla, viðauki nr. 63 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð kr. 1.840.000, deild 04210-laun. Byggðaráð samþykkir jafnfram að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukabeiðni sveitarstjóra, viðauki nr. 64 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð kr. 13.600.000 til lækkunar á lið 44200-11606 skv. ofangreindri sundurliðun. Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 65 við fjárhagsáætlun 2025 þannig að liður 22600-1112 hækki um kr. 16.406.000.
e) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025 eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 385. fundur - 16.12.2025

Á 1170. fundi byggðaráðs þann 11. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs vegna heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025, dagsett þann 10. desember sl.
a) Lagt er til að viðaukar nr. 60 og nr. 61 verði settir á 0 vegna lækkunar á launaáætlun fyrir deildir 09510 og 06270 þar sem ekki var svigrúm að reikna út viðaukann í gegnum launaáætlunarkerfið, sbr. bókun og afgreiðsla byggðaráðs á fundi þann 4. desember sl. Í heildarviðauka II er ekki gert ráð fyrir þessum viðaukum.
b) Meðfylgjandi er viðaukabeiðni frá skólastjóra Dalvíkurskóla vegna launa að upphæð kr. 1.840.471, deild 04210- laun. Gert er ráð fyrir þessari viðaukabeiðni í heildarviðauka II.
c) Meðfylgjandi er viðaukabeiðni frá sveitarstjóra vegna lækkunar á framkvæmdaáætlun Vatnsveitu, á lið 44200- 11606, samtals kr. 13.600.000 til lækkunar, þar sem ekki verður farið í þessi verkefni á árinu 2025. Búið er að gera ráð fyrir þessum viðauka í heildarviðauka II.
Verk VD016 lækkun um kr. 3.100.000 vegna endurnýjar Öldugötu Dalvík.
Verk VD017 lækkun um kr. 2.000.000 vegna endurnýjunar loka.
Verk VD018 lækkun um kr. 4.500.000 vegna flæðamæla.
Verk E2505 lækkun um kr. 1.000.000 vegna gatnagerð Árskógssandi.
Verk VÁ004 lækkun um kr. 3.000.000 vegna endurnýjunar Þorvaldsdal.
d) Í minnisblaði sviðsstjóra er því velt upp hvort hækka eigi áætlaða uppfærslu lífeyrisskuldbindinga úr kr. 75.145.000 í kr. 91.551.000. Ekki er búið að gera ráð fyrir því í heildarviðauka II.
e) Áætluð verðbólga var hækkuð úr 3,8% í 4,1% skv. Þjóðhagsspá í nóvember og íbúafjöldi uppfærður m.v. upplýsingar úr Íbúasýn sem byggir á Þjóðskrá.
Með fundarboði byggðaráðs fylgja einnig eftirfarandi gögn:
Yfirlit úr fjárhagsáætlunarlíkani sem sýna niðurstöður heildarviðauka II /útkomuspá 2025.
Samanburður á milli áætlana 2025.
Yfirlit yfir fjárfestingar og framkvæmdir 2025 með viðaukum.
Yfirlit yfir viðauka 1-64.
Niðurstaða : a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum þá tillögu að viðaukar nr. 60, deild 09510-laun, og nr. 61, deild 06270-laun, verði 0. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukabeiðni skólastjóra Dalvíkurskóla, viðauki nr. 63 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð kr. 1.840.000, deild 04210-laun. Byggðaráð samþykkir jafnframy að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukabeiðni sveitarstjóra, viðauki nr. 64 við fjárhagsáætlun 2025, að upphæð kr. 13.600.000 til lækkunar á lið 44200-11606 skv. ofangreindri sundurliðun. Byggðaráð samþykkir samhljóða að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 65 við fjárhagsáætlun 2025 þannig að liður 22600-1112 hækki um kr. 16.406.000.
e) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025 eins og hann liggur fyrir og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tóku:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir helstu niðurstöðum heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025.

Helstu niðurstöður:
Rekstrarniðurstaða Samstæðu A- og B- hluta er jákvæð um kr. 302.436.000.
Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um kr. 104.167.000.
Áætlaðar fjárfestingar samstæðunnar eru kr. 615.901.000 og hafa lækkað um kr. 225.350.000 frá upprunalegri áætlun.
Áætluð lántaka er kr. 0.
Handbært fé frá rekstri samstæðunnar er kr. 448.157.000.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Afgreitt í lið 21 hér að ofan.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 63 við fjárhagáætlun 2025 að upphæð kr. 1.840.000 á deild 04210-laun. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé og vísað til heildarviðauka II.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 64 við fjárhagsáætlun 2025 að upphæð kr. 13.600.000 til lækkunar á lið 44200-11606 skv. ofangreindri sundurliðun byggðaráðs. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að viðauknum verði mætt með hækkun á handbæru fé og vísar honum til heildarviðauka II.
d) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum viðauka nr. 65 við fjárhagsáætlun 2025 þannig að liður 22600-1112 hækki um kr. 16.406.000. Um er að ræða reiknaða stærð sem hefur ekki áhrif á sjóðstreymi.
e) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2025 með viðaukum nr. 1-65 ásamt afleiddum breytingum í fjárhagsáætlunarlíkani.