Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Samþykkt um starfskjör, laun og þóknanir kjörinna fulltrúa - drög

Málsnúmer 202401035

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1092. fundur - 11.01.2024

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ný tillaga sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að samþykkt um starfskjör, laun og þóknanir kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar.

Drögin hafa fengið umsögn framkvæmdastjórnar og ekki komu fram athugasemdir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samþykktinni með breytingu á 1. mgr.í 13. lið og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 365. fundur - 23.01.2024

Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ný tillaga sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að samþykkt um starfskjör, laun og þóknanir kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar. Drögin hafa fengið umsögn framkvæmdastjórnar og ekki komu fram athugasemdir.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samþykktinni með breytingu á 1. mgr.í 13. lið og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tóku:
Kristinn Bogi Antonsson.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að samþykkt um starfskjör, laun og þóknanir kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggð.