Handavinnustarfið

Málsnúmer 202506035

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 287. fundur - 10.06.2025

Tekið til umræðu samantekt á handavinnustarfi á Dalbæ fyrir árið 2024 - 2025, framtíðaráætlanir og skipulag. Stjórn Dalbæjar hefur einnig óskað eftir fundi til að ræða framtíðaráætlanir
Monika Margrét Stefánsdóttir vék af fundi kl 9:03 vegna vanhæfis.

Félagsmálaráð felur starfsmönnum að óska eftir fundi með stjórn félags eldri borgara og stjórn Dalbæjar. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi ráðsins.

Monika Margrét Stefánsdóttir kom aftur inn á fund kl 9:35.

Félagsmálaráð - 288. fundur - 09.09.2025

Tekin fyrir drög af samningi við Dalbæ um tómstundaþjónustu fyrir eldri borgara í Dalvíkurbyggð.
Félagsmálaráð samþykkir með fjórum greiddum atkvæðum drög að samningi við Dalbæ um tómstundaþjónustu fyrir eldri borgara í Dalvíkurbyggð.

Sveitarstjórn - 382. fundur - 16.09.2025

Á 288. fundi félagsmálaráðs þann 9. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir drög af samningi við Dalbæ um tómstundaþjónustu fyrir eldri borgara í Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Félagsmálaráð samþykkir með fjórum greiddum atkvæðum drög að samningi við Dalbæ um tómstundaþjónustu fyrir eldri borgara í Dalvíkurbyggð."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum að fresta afgreiðslu málsins og kallar eftir endanlegum drögum samkvæmt tillögu forseta sveitarstjórnar.

Félagsmálaráð - 290. fundur - 14.10.2025

Tekin voru fyrir drög að samningi við Dalbæ um tómstundastarf eldri borgara og öryrkja frá síðasta fundi ráðsins. Búið er að bæta við tillögu stjórnar Dalbæjar um leigu á salnum, klausu um ráðningarkjör starfsmanna og lengd tíma samnings samanber umræður á síðasta fundi.
Félagsmálaráð felur sviðsstjóra félagsmálasviðs að svara stjórn Dalbæjar varðandi leiguverð á salnum og tekur fyrir samningsdrögin á næsta fundi ráðsins. Félagsmálaráð óskar eftir að fara í heimsókn á Dalbæ á næsta fundi.

Félagsmálaráð - 291. fundur - 11.11.2025

Bessi Víðisson kom inn á fund kl 8:24

Tekinn fyrir aftur drög að samningi við Dalbæ um tómstundastarf eldri bogara og öryrkja í Dalvíkurbyggð.
Félagsmálaráð samþykkir samninginn við Dalbæ um tómstundastarf eldri borgara og öryrkja í Dalvíkurbyggð með fimm greiddum atkvæðum og vísar samningnum til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 384. fundur - 18.11.2025

Á 291. fundi félagsmálaráðs þann 11. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir aftur drög að samningi við Dalbæ um tómstundastarf eldri bogara og öryrkja í Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Félagsmálaráð samþykkir samninginn við Dalbæ um tómstundastarf eldri borgara og öryrkja í Dalvíkurbyggð með fimm greiddum atkvæðum og vísar samningnum til sveitarstjórnar."
Til máls tók:

Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að þessum lið verði visað til byggðaráðs.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar og vísar samningnum til byggðaráðs.

Byggðaráð - 1168. fundur - 27.11.2025

Á 384. fundi sveitarstjórnar þann 18. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 291. fundi félagsmálaráðs þann 11. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Tekinn fyrir aftur drög að samningi við Dalbæ um tómstundastarf eldri bogara og öryrkja í Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Félagsmálaráð samþykkir samninginn við Dalbæ um tómstundastarf eldri borgara og öryrkja í Dalvíkurbyggð með fimm greiddum atkvæðum og vísar samningnum til sveitarstjórnar."
Niðurstaða : Til máls tók:
Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að þessum lið verði visað til byggðaráðs.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar og vísar samningnum til byggðaráðs."

Til umræðu ofangreint.
Afgreiðslu frestað og sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.