Á 384. fundi sveitarstjórnar þann 18. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 291. fundi félagsmálaráðs þann 11. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
Tekinn fyrir aftur drög að samningi við Dalbæ um tómstundastarf eldri bogara og öryrkja í Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Félagsmálaráð samþykkir samninginn við Dalbæ um tómstundastarf eldri borgara og öryrkja í Dalvíkurbyggð með fimm greiddum atkvæðum og vísar samningnum til sveitarstjórnar."
Niðurstaða : Til máls tók:
Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að þessum lið verði visað til byggðaráðs.
Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar og vísar samningnum til byggðaráðs."
Til umræðu ofangreint.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum að óska eftir fundi með stjórn félags eldri borgara og stjórn Dalbæjar. Málið verður tekið fyrir á næsta fundi ráðsins.
Monika Margrét Stefánsdóttir kom aftur inn á fund kl 9:35.