Atvinnumála- og kynningarráð

59. fundur 02. desember 2020 kl. 08:15 - 09:18 í fjarfundi
Nefndarmenn
 • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
 • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
 • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
 • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
 • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
 • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024

Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi fór yfir stöðu á lykli 21500 - Risna, móttökur og kynningarmál.

Ljóst er að ekki fæst aukið fjármagn á lykilinn á næsta ári og því farið yfir hugmyndir yfir hvað sé hægt að gera í kynningarmálum fyrir þá fjárhæð sem gert er ráð fyrir á lykli 21500 á árinu 2021.
Lagt fram til kynningar.

2.Fyrirtækjaþing 2020

Málsnúmer 202011065Vakta málsnúmer

Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi fór yfir ör-ráðstefnu Dalvíkurbyggðar og SSNE sem haldin var sl. miðvikudag, 25. nóvember.

Hugmyndir um tímasetningu næstu ör-ráðstefnu ræddar og mögulegt þema.
Lagt fram til kynningar.

Ráðið leggur til að næstu ör-ráðstefnu verði beint til ungs fólks og ráðið sér fyrir sér að sú ör-ráðstefna verði haldin um mánaðarmót febrúar/mars og jafnvel fyrr ef það verður möguleiki.

3.Skönnun opinberra vefja

Málsnúmer 202011063Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála hvað varðar verkefnið Skönnun opinberra vefja en lokaúttekt á vef var 1. desember.
Þjónustu- og upplýsingafulltrúi upplýsti um stöðu mála en skýrsla lokaúttektar á vefnum er ekki komin.

Lagt fram til kynningar.

4.Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélaga um úthlutun

Málsnúmer 202009090Vakta málsnúmer

Samkvæmt reglugerð nr. 731/20120, um úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2020/2021, hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra allt að 4.810 þorskígildistonn af botnfiski til ráðstöfunar til byggðalaga sem falla undir skilyrði a.og b. liðar 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar.

Nú hefur verið úthlutað á byggðir innan Dalvíkurbyggðar og er úthlutunin svohljóðandi:
Árskógssandur - 4,38% af heild - 210 tonn
Dalvík - 1,46% af heild - 70 tonn
Hauganes - 0,31% af heild - 15 tonn

Samtals koma 295 tonn í hlut Dalvíkurbyggðar.

Með bréfi ráðuneytisins frá 11. september sl. var óskað eftir rökstuddum tillögum sveitarstjórna varðandi sérstök skilyrði um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins og einstakra byggðalaga. Sá frestur var síðan framlengdur til 30. október þar sem skipting úthlutunar byggðakvóta lá ekki fyrir.

Nú liggur úthlutunin fyrir og er þá sveitarfélögum aftur gefinn frestur til 8. desember til að óska eftir breytingum á þegar innsendum tillögum.

Eftir að sérreglur byggðalaga hafa verið teknar til efnislegrar meðferðar í ráðuneytinu og auglýstar á vef þess mun ráðuneytið beina því til Fiskistofu að auglýsa byggðakvóta fyrir viðkomandi byggðarlög til umsóknar eins fljótt og auðið er.

Sérreglur frá Dalvíkurbyggð hafa þegar verið teknar til efnislegrar meðferðar í ráðum og sveitarstjórn. Sérreglur voru sendar inn til ráðuneytisins fyrir gefinn frest 30. október og verða engar breytingar gerðar á þeim af hálfu ráðsins.

5.Aðalfundur Samtaka sjáv.útv.sveitarfélaga 2020

Málsnúmer 202010060Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð og fundargögn aðalfundar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga frá 30. október 2020.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir stjórnar SSNE 2020

Málsnúmer 202002037Vakta málsnúmer

Fundargerð 18. fundar SSNE lögð fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2020

Málsnúmer 202011130Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2020, fundargerðir 56.-60. fundar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:18.

Nefndarmenn
 • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
 • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
 • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
 • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
 • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
 • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi