Byggðaráð

968. fundur 03. desember 2020 kl. 13:00 - 15:57 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024; á milli umræðna í sveitarstjórn

Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer

a) Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Steinþór Björnsson, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdardeildar, í gegnum fjarfund TEAMS kl. 13:00.

a.1 Börkur Þór og Steinþór kynntu tillögur sínar að niðurskurði í fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 fyrir umhverfis- og tæknisvið og Eignasjóð.
a.2. Börkur Þór og Steinþór lögðu fram beiðni um tilfærslur á milli deilda í málaflokki 31 vegna viðhalds Eignasjóðs samkvæmt fjárhags- og viðhaldsáætlunum 2020.
a.3. Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir kostnaðaráætlun vegna áfanga 2 hvað varðar götulýsingu og óskar eftir heimild til að ráðstafa svigrúmi í áætlun ársins 2020 vegna endurnýjunar á lýsingu á skólalóðar Dalvíkurskóla og við Íþróttamiðstöð samkvæmt fyrirliggjandi kostnaðaráætlun frá Raftákni, samanber málsnúmer 201909134 frá 327. fundi sveitarstjórnar þann 15. september sl.

Börkur Þór og Steinþór viku af fundi kl. 14:02.

b) Tillögur sviðsstjóra vegna breytinga á fjárhagsáætlun á milli umræðna í sveitarstjórn.

Til umræðu tillögur sviðsstjóra að hagræðingu og niðurskurði í rekstri og fjárfestingum vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2023 að beiðni byggðaráðs.
a.1. Afgreiðslu frestað til næsta fundar byggðaráðs.
a.2. Byggðráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um tilfærslur á milli deilda í viðhaldsáætlun Eignasjóðs.
a.3. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um nýtingu fjárheimildar vegna götulýsingar 2020 í endurnýjun á lýsingu á skólalóð Dalvíkurskóla og við Íþróttamiðstöð. Á 327. fundi sveitarstjórnar þann 15. september var eftirfarandi bókað:
"201909134 - Sveitarstjórn - 327 (15.9.2020) - Framkvæmdir umhverfis- og tæknisviðs 2020
Til umræðu staða framkvæmda ársins 2020, undir þessum lið kom inn á fundinn Steinþór Björnsson, deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar kl. 08:15
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur fram eftirfarandi tillögu.
"Sveitarstjórn samþykk tillögu umhverfisráðs, að verði svigrúm innan fjárhagsáætlunar að loknum áfanga eitt á endurnýjun götulýsingar, verði farið í endurnýjun á lýsingu skólalóðar Dalvíkurskóla og lóðar við Íþróttamiðstöðina að því marki sem fjármagn dugar til.
Sveitarstjórn felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að koma með viðauka við framkvæmdaáætlun með kostnaðarútreikningi þegar ofangreint liggur fyrir."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreindu máli er því lokið án viðauka við framkvæmdaáætlun.
b) Byggðaráð frestar frekari umfjöllun og afgreiðslu á tillögum til næsta fundar sem er aukafundur mánudaginn 7. desember nk. kl. 16:15.

2.Frá 329. fundi sveitarstjórnar þann 24.11.2020; Tillaga að tímabundinni niðurfellingu eða afslætti á gatnagerðargjöldum í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201701040Vakta málsnúmer

Á 329. fundi sveitarstjórnar þann 24.nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 344. fundi umhverfisráðs þann 20. nóvember 2020 var eftirfarandi bókað: Umhverfisráð leggur til að framlengja niðurfellingu á gatnagerðargjöldum samkvæmt ákvæði 1. mgr. 6. gr. til einstaklinga og fyrirtækja á lóðum við þegar tilbúnar götur til ársloka 2022. Ráðið leggur til að farið verði í kynningarátak á þeim lóðum sem eru til úthlutunar á þessum forsendum. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum." Til máls tóku: Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til úrvinnslu vegna álitamála. Guðmundur St. Jónsson.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar að vísa þessum lið til byggðaráðs til nánari útfærslu."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að reglum Dalvíkurbyggðar vegna tímabundinnar niðurfellingu gatnagerðargjalda.

Til umræðu.
Byggðaráð vísar ofangreindum drögum til sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs til áframhaldandi vinnslu á milli funda.

3.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Viðauki vegna framlaga frá Jöfnunarsjóði 2020 - hækkun

Málsnúmer 202012006Vakta málsnúmer

Formaður byggðaráðs datt tímabundið út af fjarfundi 15:37 og tók því ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu. Varaformaður tók við fundarstjórn.

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna deildar 00100 að upphæð kr. -48.195.305 vegna hækkana á framlögum úr Jöfnunarsjóði samkvæmt áætlun sjóðsins.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, nr. 39 við fjárhagsáætlun 2020, við deild 00100 að upphæð kr. -48.195.305. Áætluð framlög verða því samtals kr. -568.773.487 í stað kr. -520.578.182. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með hækkun á handbæru fé.

4.Frá sveitarstjóra; Húsnæðisáætlun - vinnuhópur- erindisbréf; tillaga

Málsnúmer 202012002Vakta málsnúmer

Formaður byggðaráðs kom aftur inn á fundinn undir þessum lið kl. 15:40 og tók við fundarstjórn að nýju.

Tekin fyrir drög að erindisbréfi fyrir vinnuhóp vegna árlegrar endurskoðunar á Húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar en sveitarstjóri leggur til að settur verði á laggirnar 3ja manna vinnuhópur vegna þessa verkefnis.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að erindisbréfi og að vinnuhópinn skipi sveitarstjóri, sviðsstjóri félagsmálasviðs og sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.

5.Frá Sveitarfélaginu Skagafirði; Áskorun á Reykjavíkurborg

Málsnúmer 202011172Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sveitarfélaginu Skagafirði, rafpóstur dagsettur þann 26.11.2020, þar sem upplýst er um bókun sveitarfélagsins frá fundi byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 24.11.2020.

"Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar harmar þá stöðu sem upp er komin í málefnum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Reykjavíkurborg virðist ætla að halda til streitu kröfu á hendur Jöfnunarsjóði upp á um 8,7 milljarða króna fyrir meint vangoldin framlög úr sjóðnum. Þessari kröfu hefur þegar verið hafnað af hálfu ríkisins.
Ljóst er hins vegar að muni krafan ná fram að ganga þá eru það sveitarfélögin í landinu, í gegnum Jöfnunarsjóð, sem á endanum munu greiða kröfuna í formi skertra framlaga til þeirra eins og fyrri kröfur sem lent hafa á sjóðnum. Með því er ljóst að fjárhagsleg framtíð sveitarfélaga í landinu er í uppnámi sem og framtíð þess jöfnunarkerfis sem hingað til hefur verið sátt um á meðal sveitarfélaga landsins. Mörg sveitarfélög treysta að miklu leyti á framlög Jöfnunarsjóðs til að sinna þeim fjölmörgu verkefnum sem þeim eru falin og því ljóst að skerðing á framlögum til þeirra í gegn um jöfnunarkerfið mun gera mörgum sveitarfélögum ókleift að sinna þessum verkefnum. Það mun leiða til þess að þjónusta við íbúana mun skerðast verulega frá því sem nú er.
Flest sveitarfélög landsins takast nú á við mjög erfiða fjárhagsstöðu á árinu 2020 og jafnframt er flestum þeirra mikil áskorun að ná endum saman við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021. Nái krafa höfuðborgar Íslands, sem byggð hefur verið upp af hálfu ríkisins og skattborgara landsins alls sem miðstöð stjórnsýslu, menningar, íþrótta og lista, fram að ganga er ljóst að rekstur sveitarfélaga landsins er í uppnámi um komandi framtíð.
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar skorar á Reykjavíkurborg að draga kröfu sína til baka og leita annarra leiða gagnvart ríkisvaldinu til að ná fram þeirri leiðréttingu sem borgin telur sig eiga rétt á en í gegnum jöfnunarsjóð sveitarfélaga og þar með gagnvart sveitarfélögunum í landinu, með ófyrirséðum afleiðingum fyrir sveitarfélögin og íbúa þeirra. Byggðarráð skorar jafnframt á önnur sveitarfélög landsins að taka undir bókunina og gera að sinni."

Lagt fram til kynningar.

6.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð, 321. mál.

Málsnúmer 202011184Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Tækniþróunarsjóð, 321. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. desember nk.

Lagt fram til kynningar.

7.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun, 322. mál.

Málsnúmer 202011181Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá nefndasviði Alþingis, rafpóstur dagsettur þann 27. nóvember 2020, þar sem Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um opinberan stuðning við nýsköpun, 322. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. desember nk.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir stjórnar SSNE 2020, nr. 18

Málsnúmer 202002037Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar SSNE frá 25. nóvember 2020.
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020, nr.561

Fundi slitið - kl. 15:57.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs