Sveitarstjórn

326. fundur 16. júní 2020 kl. 16:15 - 17:32 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
 • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
 • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
 • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Gunnþór E. Gunnþórsson, forseti sveitarstjórnar, boðaði forföll.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, varamaður, sat fundinn í hans stað.

Guðmundur St. Jónsson, 1. varaforseti, stjórnaði fundi í fjarveru forseta.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 944, frá 14.05.2020.

Málsnúmer 2005008FVakta málsnúmer

Fundargerðir er í 11. liðum.
Liður 6 er sér liður á dagskrá.
Aðrir liðir í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 945, frá 28.05.2020.

Málsnúmer 2005010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11. liðum.
Liðir 1 og 4 eru sér liðir á dagskrá.
Aðrir liðir í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.
Til máls tóku:

Katrín Sigurjónsdóttir, um 7. lið.
Guðmundur St. Jónsson, um 7. lið.

Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 946, frá 04.06.2020.

Málsnúmer 2005013FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 14. liðum.
Liður 6 og 9 eru sér liðir á dagskrá.
Aðrir liðir í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 947, frá 11.06.2020.

Málsnúmer 2006004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 15. liðum.
Liðir 2,3,4,5,6,7 og 9 er sér liðir á dagskrá.
Aðrir liðir í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

5.Atvinnumála- og kynningarráð - 54, frá 05.06.2020.

Málsnúmer 2005012FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7. liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá.
Aðrir liðir í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

6.Félagsmálaráð - 240, frá 09.06.2020.

Málsnúmer 2005005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 13. liðum.
Liður 4 er sér liður á dagskrá.
Aðrir liðir í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

7.Fræðsluráð - 249, frá 13.05.2020.

Málsnúmer 2005004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9.liðum.
Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

8.Íþrótta- og æskulýðsráð - 121, frá 09.06.2020.

Málsnúmer 2006002FVakta málsnúmer

Fundargerði er í 4. liðum.
Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

9.Landbúnaðarráð - 133, frá 10.06.2020.

Málsnúmer 2006003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 6. liðum.
Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

10.Menningarráð - 79, frá 18.05.2020.

Málsnúmer 2005009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 7. liðum.
Liður 7 er sér liður á dagskrá.
Aðrir liðir í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

11.Umhverfisráð - 338, frá 12.06.2020.

Málsnúmer 2006005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 19. liðum.
Liðir 9,10,11,12,14,16,17,18,19 eru sér liðir á dagskrá.
Aðrir liðir þurfa ekki staðfestingu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Ungmennaráð - 28, frá 12.05.2020.

Málsnúmer 2005007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 4. liðum.
Liður 3 er sér liður á dagskrá.
Aðrir liðir í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

13.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 96, frá 03.06.2020.

Málsnúmer 2005011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5. liðum.
Ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir, um 4. lið.
Fundargerðin er lögð fram til kynningar.

14.Tillaga að skipan notendaráðs fatlaðs fólks

Málsnúmer 201905123Vakta málsnúmer

Á 944. fundi byggðaráðs þann 14. maí var eftirfarandi bókað:
"Á 239. fundi félagsmálaráðs þann 21. apríl 2020 samþykkti félagsmálaráð með 5 atkvæðum erindisbréf fyrir notendaráð fatlaðs fólks í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.

Byggðaráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi erindisbréf fyrir notendaráð fatlaðs fólks."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu bggðaráðs og fyrirliggjandi erindisbréf fyrir notendaráð fatlaðs fólks.

15.Starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024

Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer

Á 945. fundi byggðaráðs þann 28. maí 2020 var eftirfarandi bókað:
"Samkvæmt fjárhagsáætlunarferli hefst vinna við fjárhagsáætlun næsta árs og þriggja ára áætlun í maí. Katrín Dóra Þorsteinsdóttir fór yfir og kynnti:
a) Tillögu að tímaramma vegna starfs-og fjárhagsáætlunar 2021 og fjárhagsáætlun 2022-2024 kynnt Samkvæmt tímaramma hefst vinnan í lok maí og lýkur með síðari umræðu í sveitarstjórn 17.nóvember 2020.
b) Tillögu að auglýsingu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021 þar sem auglýst er eftir erindum, umsóknum, tillögum og ábendingum íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja í Dalvíkurbyggð um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar lögð fram. Skv. tillögunni er gert ráð fyrir að skrifleg erindi berist í síðasta lagi mánudaginn 7. september 2020.

Farið yfir ofangreint og áherslur í rekstri sveitarfélagsins til næstu ára.

Byggðaráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu að tímaramma vegna starfs-og fjárhagsáætlunar 2021 og fjárhagsáætlun 2022-2024.

Byggðaráð samþykkir samhljóða tillögu að auglýsingu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021 og fjárhagsáætlun 2022-2024 og felur sveitarstjóra að birta auglýsinguna á heimasíðu og samfélagsmiðlum sveitarfélagsins. Einnig að senda auglýsinguna á félagasamtök, íbúasamtök og hverfasamtök í sveitarfélaginu."
Til máls tók:
Guðmundur St. Jónsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og a) fyrirliggjandi tillögu tímaramma vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2021 og fjárhagsáætlun 2022-2024 og b) fyrirliggjandi tillögu að auglýsingu vegna vinnu við fjárhagsáætlun.

16.Fjárhagsáætlun 2020 - Heildarviðauki I

Málsnúmer 202003102Vakta málsnúmer

Á 945. fundi byggðaráðs þann 28. maí 2020 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2020. Helstu niðurstöður eru:

Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um 60,2 m.kr. (var 93,6 m.kr.) en þar af er Aðalsjóður neikvæður um 43,3 m.kr (var jákvæður um 755 þús.kr.).
Rekstrarniðurstaða B-hluta er jákvæð um 39,1 m.kr. (var 28,7 m.kr.).
Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta samtals er jákvæð um 82,1 m.kr. (var 105 m.kr.).
Áætlaðar fjárfestingar eru samtals um 370 m.kr (voru 351,6 m.kr.).

Byggðaráð samþykkir samhljóða heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2020."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögu að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2020.

17.Brimnesbraut 35; sala á eigninni

Málsnúmer 202005020Vakta málsnúmer

Á 946. fundi byggðaráðs þann 4. júní 2020 var eftirfarandi bókað:
"Lagður fram til samþykktar viðauki frá aðalbókara, nr. 18 við fjárhagsáætlun 2020 vegna sölu á fasteigninni Brimnesbraut 35.
Fasteignir deild 58200, lækkun um kr 6.408.380. Hækkun söluhagnaðar deild 57880 um kr 23.216.620. Lækkun á langtímalánum deild 58500 kr. 17.898.890. Hækkun á handbæru fé, deild 29200 kr 11.726.110.

Byggðaráð samþykkir samhljóða ofangreindan viðauka nr. 18 við fjárhagsáætlun 2020."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu að heildarviðauka nr. 18/2020 og hækkun á handbæru fé að upphæð kr. 11.726.110 við deild 29200.

18.Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna

Málsnúmer 202003065Vakta málsnúmer

Á 946. fundi byggðaráðs þann 4. júní 2020 var eftirfarandi bókað:
"Á 938. fundi byggðaráðs þann 19. mars 2020 var tekinn fyrir rafpóstur frá Unicef á Íslandi, tilboð um þátttöku í verkefninu barnvæn sveitarfélög. Um er að ræða verkefni sem styður sveitarfélög í innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem var lögfestur hér á landi árið 2013.
Byggðaráð vísaði erindinu til umsagnar í fræðsluráði, ungmennaráði og félagsmálaráði.

Ofangreind ráð hafa öll tekið erindið fyrir á fundum sínum í apríl og maí og leggja til að Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu um barnvæn samfélög.

Samkvæmt upplýsingum frá Unicef er orðið fullbókað hjá þeim í verkefnið árið 2020 en möguleiki fyrir Dalvíkurbyggð að komast inn á árinu 2021.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að sækja um að Dalvíkurbyggð verði þátttakandi í verkefninu barnvænt sveitarfélag."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að Dalvíkurbyggð sæki um að verða þátttakandi í verkefninu barnvænt sveitarfélag fyrir árið 2021.

19.Launaviðauki vegna veikinda starfsmanns

Málsnúmer 202006053Vakta málsnúmer

Á 947. fundi byggðaráðs þann 11. júní 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, ósk um viðauka vegna veikinda starfsmanna á Krílakoti.

Með fundarboði fylgdi útreikningur á launaviðauka vegna langtímaveikinda.

Byggðaráð samþykkir samhljóða ofangreinda beiðni um launaviðauka nr. 19 við fjárhagsáætlun 2020, deild 04140 Krílakot, launakostnaðar vegna langtímaveikinda kr. 6.605.318. Kostnaði sé mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu að viðauka nr. 19/2020 að upphæð kr. 6.605.318 vegna veikindalauna á Krílakoti, deild 04140 og að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

20.Samningur um afnot, umráð og útleigu á menningarhúsinu Ungó

Málsnúmer 201906083Vakta málsnúmer

Á 947. fundi byggðaráðs þann 11. júní 2020 var eftirfarandi bókað:
"Á 946. fundi byggðaráðs þann 4. júní 2020 var til umræðu samningur við Gísla, Eirík, Helga ehf. um afnot, umráð og útleigu á Ungó en hann rann út þann 31.05.2020.

Byggðaráð fól sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs og sveitarstjóra að ræða við samningsaðila um framhald máls.

Með fundarboði fylgdu drög að samningi við Gísla, Eirík, Helga ehf. um áframhaldandi leigu á Ungó.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að framlengja leigusamning um leigu á Ungó til Gísla Eiríks Helga ehf. til eins árs, til loka maí 2021."
Til máls tók:
Guðmundur St. Jónsson.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi leigusamning við Gísla, Eirík, Helga ehf. til loka maí 2021.

21.Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar.Endurskoðun. Síðari umræða.

Málsnúmer 201907016Vakta málsnúmer

Á 947. fundi byggðaráðs þann 11. júní 2020 var eftirfarandi bókað:
"Á 325. fundi sveitarstjórnar þann 12. maí 2020 voru endurskoðuð skipurit Dalvíkurbyggðar, samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréf fagráða tekin til fyrri umræðu.
Sveitarstjórn samþykkti samhljóða með 7 atkvæðum að vísa ofangreindu til byggðaráðs á milli umræðna og síðan til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Farið yfir breytingar á skipuritum frá fyrri umræðu, aðrar breytingar hafa ekki verið gerðar á fyrirliggjandi gögnum.

Byggðaráð samþykkir samhljóða framlögð endurskoðuð skipurit Dalvíkurbyggðar, samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar og erindisbréf fagráða og vísar því til síðari umræðu í sveitarstjórn."
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri, sem gerði grein fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið á milli umræðna í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillögur að a) skipuriti Dalvíkurbyggðar, b) samþykkt ums stjórn Dalvíkurbyggðar og c) erindisbréf fagráða og nefnda:
Félagsmálaráð
Atvinnumála- og kynningarráð
Veitu- og hafnaráð.
Fræðsluráð
Umhverfisráð
Menningarráð
Landbúnaðarráð.
Íþrótta- og æskulýðsráð.
Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga.
Ungmennaráð.

22.Sumarátaksstarf námsmanna 2020

Málsnúmer 202005039Vakta málsnúmer

Á 947. fundi byggðaráðs þann 11. júní 2020 var eftirfarandi bókað:
"Á 944. fundi byggðaráðs þann 14. maí var eftirfarandi samþykkt:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum að vinna áfram að tillögu 2. Sú tillaga felur í sér að Dalvíkurbyggð leggur til 5 sumarstörf til viðbótar við þau 8 sem eru styrkt af Vinnumálastofnun. Þannig verði 13 sumarstörf auglýst á næstu dögum fyrir námsmenn í aldurshópnum 18 ára og eldri.

Áætlaður kostnaður fyrir Dalvíkurbyggð af þeirri tillögu er um 10,4 millj króna og er sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að koma með viðauka vegna þess á næsta fund byggðaráðs."

Með fundarboði fylgdi, frá starfandi sviðsstjóra FS sviðs, beiðni um viðauka nr. 20 við fjárhagsáætlun 2020 vegna átaksverkefnisins sumarstörf námsmanna. Um er að ræða launaviðauka upp á rúmlega 7 miljónir en gjöld vegna efnis og áhalda rúmast innan fjárhagsáætlunar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða beiðni um launaviðauka nr. 20 við fjárhagsáætlun 2020, deild 06260, sumarnámskeið, kr. 1.799.920 og deild 11410, opin svæði, kr. 5.245.140. Viðaukanum, samtals kr. 7.045.060 sé mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tók:
Guðmundur St. Jónsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu að viðauka nr. 20/2020 vegna launa við deild 06260 að upphæð kr. 7.045.060 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

23.Vinnuskólaumsóknir 2020

Málsnúmer 202004096Vakta málsnúmer

Á 947. fundi byggðaráðs þann 11. júní 2020 var eftirfarandi bókað:
"Á 946. fundi byggðaráðs þann 4. júní samþykkti byggðaráð samhljóða að fara í átak vegna vinnu 17 ára ungmenna í vinnuskóla 2020, áætlað um 5,2 miljónir króna og fól sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að koma með viðauka vegna þess á næsta fund byggðaráðs.

Með fundarboði fylgdi, frá starfandi sviðsstjóra FS sviðs, útreikningar á viðauka nr. 21 við fjárhagsáætlun 2020 vegna vinnuskóla fyrir 17 ára.

Byggðaráð samþykkir samhljóða beiðni um launaviðauka nr. 21 við fjárhagsáætlun 2020, deild 06270 vinnuskóli, vegna launakostnaðar vinnuskóla 17 ára kr. 5.261.377 og að kostnaði sé mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu að viðauka nr. 21/2020 vegna launa við deild 06270 að upphæð kr. 5.261.377 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

24.Framkvæmdir umhverfis- og tæknisviðs 2020

Málsnúmer 201909134Vakta málsnúmer

Á 947. fundi byggðaráðs þann 11. júní 2020 var eftirfarandi bókað:
"Á 946. fundi byggðaráðs þann 4. júní 2020 lagði sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs fram nýja tillögu til umræðu, lista yfir átaksverkefni sumarsins.

Byggðaráð vísaði málinu áfram til ákvarðanatöku á næsta fundi ráðsins.

Með fundarboði fylgdi breytt tillaga frá umhverfis- og tæknisviði að átaksverkefnum sumarsins.

Byggðaráð samþykkir samhljóða framlagðan lista yfir átaksverkefni sumarsins."
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Guðmundur St. Jónsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu að lista yfir átaksverkefni sumarsins.

25.Frá launafulltrúa, vegna ákvæða í nýjum kjarasamningum.

Málsnúmer 202006058Vakta málsnúmer

Á 947. fundi byggðaráðs þann 11. júní 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá launafulltrúa, kynning á nýju heimildarákvæði í kjarasamningum þar sem sveitarfélög hafa heimild til að meta persónuálag vegna háskólaprófs, ef um er að ræða ófaglærðan einstakling og ekki er krafist menntunar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að sveitarfélagið nýti ofangreint heimildarákvæði við mat á launum."
Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og að Dalvíkurbyggð muni nýta sér heimild í kjarasamningum að meta persónuálag vegna háskólaprófs, þótt ekki sé krafist menntunar og/eða ef um ófaglærðan einstakling er að ræða.

26.Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2019/2020

Málsnúmer 201910144Vakta málsnúmer

Á 54. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 5. júní 2020 var eftirfarandi bókað:
"Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum eftirfarandi viðauka við áður sendar tillögur að úthlutunarreglum:

Í ljósi þess að aðeins helmingur þeirra sérreglna sem Dalvíkurbyggð sendi frá sér í janúar voru samþykktar óskar sveitarfélagið eftir því að fá að falla frá löndunar- og vinnsluskyldu vegna byggðakvóta 2019/2020.

Til vara vísar sveitarfélagið í nýgerða breytingu á reglugerð nr. 676/2019, vegna breytinga/stöðvunar á vinnslu vegna Covid-19. Í ljósi þeirra aðstæðna sem sköpuðust í kjölfar Covid með lokun leiða og sölu, er fallið frá löndunar-/vinnsluskyldu í Dalvíkurbyggð vegna byggðakvóta 2019/2020."
Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi kl. 16:55. 2. varaforseti, Þórhalla Karlsdóttir, tók við fundarstjórn.
Katrín Sigurjónsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu og tillögu atvinnumála- og kynningarráðs, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

27.Samningur um dagþjónustu 2020-2023

Málsnúmer 202004066Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju og tók við fundarstjórn kl. 17:00.

Á 240. fundi félagsmálaráðs þann 9. júní 2020 var eftirfarandi bókað:
"Lögð voru fram drög að endurnýjuðum samningi við Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík um dagþjónustu við eldri borgara sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð samþykkir samningsdrögin eins og þau liggja fyrir og starfsmönnum falið að klára samninginn."
Til máls tóku:
Katrín Sigurjónsdóttir.
Þórhalla Karlsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu félagsmálaráðs og fyrirliggjandi tillögu að samningi við Dalbæ um dagþjónustu við eldri borgara sveitarfélagsins.

28.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 202005152Vakta málsnúmer

Með rafrænni umsókn óskar Rúnar Búason eftir byggingarleyfi að Brekkukoti samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og byggingaleyfi að Brekkukoti.

29.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 202006052Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 8. júní 2020 óskar Stefán Grímur Rafnsson eftir byggingarleyfi vegna breytinga á Sunnubraut 1 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og byggingaleyfi vegna breytinga á Sunnubraut 1 með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.

30.Umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við Karlsrauðatorg 14

Málsnúmer 202006055Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 8. júní 2020 óskar Kristján E Hjartarsson fyrir hönd Björgvins Hjörleifssonar og Preeya Khempornyib eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Karlsrauðatorg 14 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð óskar eftir að umsækjendur leggi fram samþykki meðeigenda ásamt grenndarkynningu nærliggjandi lóða.
Eftirfarandi hús skal grenndarkynna framvæmdina.
Karlsrauðatorg 12
Karlsrauðatorg 16
Karlsrauðatorg 18
Bárugata 3
Bárugata 5
Bárugata 7
Bárugata 9
Geri aðliggjandi lóðarhafar ekki athugasemdir felur umhverfisráð sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og byggingaleyfi fyrir viðbyggingu við Karlsrauðatorg 14 með fyrirvara um grenndarkynningu og jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.

31.Umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við Efsta-Kot

Málsnúmer 202006056Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 8. júní 2020 óskar Kristján E Hjartarsson fyrir hönd Láru Bettyar Harðardóttur og Skafta Brynjólfssonar eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Efsta-Kot samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og byggingaleyfi fyrir viðbyggingu við Efsta-Kot með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviðsstjóra.

32.Umsókn um lóð

Málsnúmer 202005143Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 27. maí 2020 óska Gunnlaugur Svansson eftir lóðinni við Hringtún 24 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð samþykkir umsóknina.

Samþykkt samhjóða með fimm atkvæðum
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Hringtún 24 til Gunnlaugs Svanssonar.

33.Umsókn um lóð

Málsnúmer 202005025Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 06. maí 2020 óskar Elvar Reykjalín eftir lóðinni Hafnargata 6a á Hauganesi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Á 337. fundi umhverfisráðs þann 8. maí 2020 var erindinu frestað og sviðsstjóra falið að afla frekari gagna.
Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðna lóð og felur sviðsstjóra að ganga frá lóðarleigusamningi.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni Hafnargata 6a á Hauganesi til Elvars Reykjalín.

34.Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna sjóvarna í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202006061Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 8. júní 2020 óskar Pétur Ingi Sveinbjörnsson eftir framkvæmdarleyfi fyrir hönd Vegagerðarinnar vegna sjóvarna í Dalvíkurbyggð 2020
Umhverfisráð veitir umbeðið framkvæmdarleyfi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og framkvæmdarleyfi til Vegagerðarinnar vegna sjóvarna í Dalvíkurbyggð 2020.

35.Umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við Hólshús

Málsnúmer 202006060Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 9. júní 2020 óskar Kristján E Hjartarsson fyrir hönd Sólrúnar Láru Reynisdóttur eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Hólshús samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð getur ekki veitt umbeðið byggingarleyfi þar sem í gildandi deiliskipulagi svæðisins er hámarksstærð húsa 60 m2. Umsækjanda er bent á að breyta þurfi skilmálum deiliskipulags áður en sótt er um byggingarleyfi.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs varðandi höfnun á byggingaleyfi fyrir viðbyggingu við Hólshús.

36.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 202005110Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 11. mars 2020 óskar Míla eftir byggingarleyfi fyrir endurnýjun á fjarskiptamastri við Hafnarbraut 26 Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að grenndarkynna framkvæmdina fyrir eftirfarandi nágrönnum
Bjarkarbraut 15-21 og Hafnarbrautar 21 og 25.
Geri nágrannar ekki athugasemdir felur ráðið svisstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og byggingaleyfi til Mílu vegna endurnýjunar á fjarskiptamastri við Hafnarbraut 26 með fyrirvara um grenndarkynningu og jákvæða umsögn slökkviliðsstjóra.

37.Forsetakosningar laugardaginn 27. júní 2020; ákvörðun sveitarstjórnar um a) kjörskrá, b) fullnaðarumboð til byggðaráðs og c) ákvörðun um fjölda kjördeilda og kjörstaði.

Málsnúmer 202006072Vakta málsnúmer

Tillaga vegna forsetakosninga laugardaginn 27. júní 2020.

a)
Staðfesting á kjörskrá

Samanber bréf dagsett þann 9. júní 2020 frá Þjóðskrá Íslands.

b)
Fullnaðarumboð til byggðarráðs Dalvíkurbyggðar til að úrskurða um athugasemdir við kjörskrá.

Sveitarstjórn samþykkir að veita byggðarráði fullnaðarumboð til að úrskurða um athugasemdir sem kunna að berast vegna framlagðrar kjörskrár, sbr. ákvæði 27. gr. VI. kafla laga um kosningar til Alþingis nr. 24 frá 16. maí 2000 með síðari breytingum.

c)
Ákvörðun sveitarstjórnar um fjölda kjördeilda og kjörstaði vegna forsetakosninga laugardaginn 27. júní 2020, sbr. 10. gr. III. kafla laga um kosningar til Alþingis nr. 24. frá 16. maí 2000 og sbr. 68. gr. XIII. kafla laga um kosningar til Alþingis með síðari breytingum

Sbr. 10. gr og 68. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24 frá 16. maí 2000 með síðari breytingum samþykkir sveitarstjórn eina kjördeild í Dalvíkurbyggð og verður hún í Dalvíkurskóla, líkt og verið hefur undanfarnar kosningar.

Enginn tók til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að kjörskrá vegna forsetakosninga laugardaginn 27. júní 2020. Á kjörskrá eru 1.324, 687 karlar og 637 konur.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita byggðarráði fullnaðarumboð til að úrskurða um athugasemdir sem kunna að berast vegna framlagðrar kjörskrár, sbr. ákvæði 27. gr. VI. kafla laga um kosningar til Alþingis nr. 24 frá 16. maí 2000 með síðari breytingum.
c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum eina kjördeild í Dalvíkurbyggð og verður hún í Dalvíkurskóla, líkt og verið hefur undanfarnar kosningar.

38.Ósk um að fara í barneignarleyfi í sept. 2020 - apr. 2021

Málsnúmer 202005074Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Ellu Völu Ármannsdóttur þar sem hún óskar eftir leyfi frá störfum í menningarráði sem kjörinn fulltrúi frá 1. september 2020 til og með 1. apríl 2021 vegna fæðingarorlofs.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda beiðni Ellu Völu Ármannsdóttur um leyfi frá störfum í menningarráði frá 1. september 2020 og til og með 1. apríl 2021.

39.Kosning í nefndir og ráð samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202005153Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

a) Byggðaráð til eins árs.

Til máls tók sveitarstjóri, sem lagði fram eftirfarandi tillögu hvað varðar kosningu í byggðaráð til eins árs:

Byggðaráð:
Jón Ingi Sveinsson formaður,
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
Guðmundur St. Jónsson aðalmaður

Varamenn:
Þórhalla Franklín Karlsdóttir
Þórunn Andrésdóttir
Dagbjört Sigurpálsdóttir

Fleiri tóku ekki til máls.

b) Formaður Menningarráðs, tímabundið vegna fæðingarorlofs.

Til máls tók Guðmundur St. Jónsson sem lagði fram eftirfarandi tillögu:
Katrín Sif Ingvarsdóttir, formaður og Kristján E. Hjartarson sem varamaður í stað Katrínar.
a) Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því Jón Ingi, Gunnþór, Guðmundur St., Þórhalla, Dagbjört og Þórunn réttkjörin sem aðalmenn og varamenn í byggðaráði.

b) Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því Katrín Sif og Kristján réttkjörin sem aðalmaður og varamaður tímabundið í menningarráði.

40.Tillaga um frestun funda sveitarstjórnar 2020

Málsnúmer 202005154Vakta málsnúmer

Til máls tók 1. varaforseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Með vísan til 8. gr. í Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar samþykkir sveitarstjórn að fresta fundum sínum í júlí og ágúst 2020.

Jafnframt er byggðarráði Dalvíkurbyggðar falin fullnaðarafgreiðsla þeirra mála, sem það telur nauðsynlegt að fái afgreiðslu, sbr. 31. gr. V. kafla Samþykkta um stjórn Dalvíkurbyggðar, frá og með 17. júní 2020 til og með 31. ágúst 2020."

Fleiri tóku ekki til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar um sumarleyfi sveitarstjórnar.

41.Fundargerðir Menn.fél.Bergs ses

Málsnúmer 201811021Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerðir stjórnar Menningarfélagsins Bergs ses frá:
91. fundi þann 13. maí 2020.
92. fundi þann 28. maí 2020.
93. fundi þann 2. júní 2020.
94. fundi þann 11. júní 2020.

Einnig lagður fram til kynningar ársreikningur Menningarfélagsins Bergs ses 2019.
Enginn tók til máls.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:32.

Nefndarmenn
 • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
 • Katrín Sigurjónsdóttir aðalmaður
 • Jón Ingi Sveinsson aðalmaður
 • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
 • Þórunn Andrésdóttir aðalmaður
 • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
 • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
 • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs