Fræðsluráð

254. fundur 09. desember 2020 kl. 08:00 - 09:55 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Felix Rafn Felixson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Aðrir sem sitja fundinn: Friðrik Arnarson skólastjóri Dalvíkurskóla og Árskógarskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri á Krílakoti, Linda Geirdal áheyrnarfulltrúi foreldra í Árskógarskóla, Margrét Eiríksdóttir, áheyrnafulltrúi foreldra í Dalvíkurskóla og Erla Hrönn Sigurðardóttir, fulltrúi foreldra á leikskólanum Krílakoti, Hjördís Jóna Bóasdóttir deildarstjóri í Árskógarskóla og fulltrúi starfsfólks í Árskógarskóla og Gréta Arngrímsdóttir, fulltrúi kennara í Dalvíkurskóla.

1.Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum, 113. mál.

Málsnúmer 202012001Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 01. desember 2020. Til umsagnar tillaga til þingsáályktunar um félagsráðgjöf í grunn - og framhaldsskólum, 113. mál.
Lagt fram til kynningar

2.Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um skákkennslu í grunnskólum, 106. mál.

Málsnúmer 202011190Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 30. nóvember 2020. Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um skákkennslu í grunnskólum, 106.mál.
Lagt fram til kynningar

3.Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um menntastefnu 2020-2030, 278. mál.

Málsnúmer 202011115Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndarsviði Alþingis dags. 19. nóvember 2020. Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um menntastefnu 2020-2030, 278. mál.
Lagt fram til kynningar

4.Drög að reglum um eyðingu námsmatsgagna

Málsnúmer 202011016Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá þjóðskjalasafni Íslands dags. 03. nóvember 2020. Til umsagnar drög að reglum um eyðingu námsmatsgagna.
Lagt fram til kynningar

5.Stöðumat fyrir málaflokk 04. jan. - sept.

Málsnúmer 202012013Vakta málsnúmer

Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógarskóla og Dalvíkurskóla, Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fóru yfir níu mánaða stöðumat fyrir málaflokk 04.
Lagt fram til kynningar

6.Endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201908050Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs fór yfir stöðu á vinnu við endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar.
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, upplýsti fræðsluráð um stöðu á vinnu við endurskoðun á skólastefnu Dalvíkurbyggðar. Á fræðsluráðsfundi í janúar verða lögð fyrir drög að skólastefnu til umsagnar og skoðunar.

7.Starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024

Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir helstu breytingar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2021.
Lagt fram til kynningar

8.2018_Erasmus , Robotication - styrkveiting til Dalvíkurskóla

Málsnúmer 201810027Vakta málsnúmer

Kynning á þróunarverkefni sem hefur verið í gangi í Dalvíkurskóla í tvö ár og er að ljúka fljótlega eftir áramót. Það er Guðný Ólafsdóttir kennari og verkefnastjóri yfir verkefninu fyrir hönd Dalvíkurskóla sem mun sjá um kynningu.
Fræðsluráð þakkar Guðnýju Ólafsdóttur, grunnskólakennara og verkefnastjóra yfir verkefninu, fyrir góða kynningu og vel unnin störf í tengslum við þetta verkefni

9.Skólaakstur á Árskógsströnd

Málsnúmer 202012016Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá fulltrúa foreldra barna á Árskógsströnd dags. 23.11.2020.
Fræðsluráð felur skólastjóra Árskógarskóla að vinna málið áfram í samvinnu við foreldra barna í Árskógarskóla með tilliti til fjárhagsramma.

Fundi slitið - kl. 09:55.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Felix Rafn Felixson varaformaður
  • Þórhalla Karlsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Dagbjört Sigurpálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gísli Bjarnason sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Bjarnason Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs