Atvinnumála- og kynningarráð

57. fundur 07. október 2020 kl. 08:00 - 09:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Fundurinn fór fram í Múla og jafnframt í fjarfundi.

1.Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélaga um úthlutun

Málsnúmer 202009090Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningaráð fól þjónustu- og upplýsingafulltrúa á síðasta fundi ráðsins að hafa samband við hagsmunaaðila í Dalvíkurbyggð hvað varðaði úthlutun byggðakvóta 2020/2021 og mögulegum breytingum á 5,3% aflaheimildum ríkisins.

Fundur var haldinn þann 29. september sl. í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsinu. Á fundinn mætti Þóroddur Bjarnason sem var formaður vinnuhóps sem vann að breytingartillögunum á aflaheimildunum. Með honum á fundinum var Jón Þor­vald­ur Heiðars­son, hag­fræðing­ur og lektor við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri
Lagt fram til kynningar.

2.Heimsóknir í fyrirtæki.

Málsnúmer 201407048Vakta málsnúmer

Á meðan enn ríkir óvissuástand vegna Covid telur ráðið að meta þurfi stöðuna á hverjum fundi fyrir sig með áframhaldandi heimsóknir í fyrirtæki. Þjónustu- og upplýsingafulltrúa var falið á síðasta fundi ráðsins að yfirfara heimsóknalista og leggja hann fyrir næsta fund ráðsins.

Listinn lagður fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Ráðinu þykir ekki ráðlegt að vera að leggja upp í fyrirtækjaheimsóknir á meðan samkomutakmarkanir vegna tilmæla sóttvarnarlæknis eru í gildi.

3.Starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024

Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer

Starfs- og fjárhagsáætlun þjónustu- og upplýsingafulltrúa fyrir árið 2021 lögð fram til kynningar fyrir ráðið.

Þá var einnig yfirfarið minnisblað frá þjónustu- og upplýsingafulltrúa vegna beiðnar um aukið fjármagn í markaðs- og kynningarmál næstu ára.
Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir Starfsáætlun þjónustu- og upplýsingafulltrúa og ráðsins fyrir fjárhagsárið 2021 með fimm greiddum atkvæðum.

Atvinnumála- og kynningarráð gerir ekki athugasemdir við fjárhagsáætlun þjónustu- og upplýsingafulltrúa og ráðsins fyrir fjárhagsárið 2021 né minnisblað þjónustu- og upplýsingafulltrúa.

Lagt fram til kynningar.

4.Skýrsla Flugklasans Air 66N

Málsnúmer 202003174Vakta málsnúmer

Starf Flugklasans Air 66N 1. apríl - 15. sept. 2020
Hér verður gerð grein fyrir því helsta í starfi Flugklasans Air 66N undanfarna mánuði.
Lagt fram til kynningar.

Ráðið lýsir yfir ánægju sinni með upplýsingaflæði frá Flugklasanum Air 66N og þá jákvæðu uppbyggingu sem er á áætlun á Akureyrarflugvelli og vonast til að áframhaldandi uppbygging gangi vel.

5.Fundagerðir stjórnar Markaðsstofu Norðurlands 2019-2020

Málsnúmer 201912025Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá september lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:00.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Hólmfríður M Sigurðardóttir aðalmaður
  • Snæþór Arnþórsson aðalmaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi