Byggðaráð

945. fundur 28. maí 2020 kl. 08:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024

Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer

Samkvæmt fjárhagsáætlunarferli hefst vinna við fjárhagsáætlun næsta árs og þriggja ára áætlun í maí. Katrín Dóra Þorsteinsdóttir fór yfir og kynnti:
a) Tillögu að tímaramma vegna starfs-og fjárhagsáætlunar 2021 og fjárhagsáætlun 2022-2024 kynnt Samkvæmt tímaramma hefst vinnan í lok maí og lýkur með síðari umræðu í sveitarstjórn 17.nóvember 2020.
b) Tillögu að auglýsingu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021 þar sem auglýst er eftir erindum, umsóknum, tillögum og ábendingum íbúa, félagasamtaka og fyrirtækja í Dalvíkurbyggð um mál sem varða gerð fjárhagsáætlunar lögð fram. Skv. tillögunni er gert ráð fyrir að skrifleg erindi berist í síðasta lagi mánudaginn 7. september 2020.

Farið yfir ofangreint og áherslur í rekstri sveitarfélagsins til næstu ára.
Byggðaráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu að tímaramma vegna starfs-og fjárhagsáætlunar 2021 og fjárhagsáætlun 2022-2024.

Byggðaráð samþykkir samhljóða tillögu að auglýsingu vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021 og fjárhagsáætlun 2022-2024 og felur sveitarstjóra að birta auglýsinguna á heimasíðu og samfélagsmiðlum sveitarfélagsins. Einnig að senda auglýsinguna á félagasamtök, íbúasamtök og hverfasamtök í sveitarfélaginu.

2.Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2019/2020

Málsnúmer 201910144Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 09:00.

Undir þessum lið mættu á fundinn kl. 09:05 Jón Þrándur Stefánsson og Jóhann Guðmundsson frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, í síma, og Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi.

Í janúar samþykkti sveitarstjórn sérreglur Dalvíkurbyggðar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2019-2020.

Þann 20. maí auglýsti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið staðfestingu reglna sveitarfélagsins eingöngu að hluta.

Dalvíkurbyggð hefur gert athugasemdir við að skipti í gegnum fiskmarkað skulu ekki leyfð í sérreglum Dalvíkurbyggðar, þar sem að í öðrum reglum í sömu auglýsingu IV eru landanir á fiskmarkað viðurkenndar sem löndun til vinnslu. Einnig gerir sveitarfélagið athugasemdir við að sérreglurnar séu auglýstar breyttar 4 mánuðum eftir að þær hljóta samþykki í sveitarstjórn og einungis 3 mánuðir eru eftir af fiskveiðiárinu.

Farið yfir málin og stöðu sveitarfélagsins hvað varðar sérreglur um byggðakvóta.

Jón Þrándur og Jóhann viku af fundi kl. 09:36.
Íris vék af fundi kl. 09:41.
Byggðaráð vísar áframhaldandi umræðu til atvinnumála- og kynningarráðs.

3.Lagfæringar í sundlaug Dalvíkur

Málsnúmer 202001007Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson kom aftur inn á fundinn kl. 09:45.

Undir þessum lið mættu á fundinn Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Ásgeir Örn Blöndal, lögmaður sveitarfélagsins kl. 09:47.

Farið yfir stöðu mála hvað varðar Sundlaug Dalvíkur og tjón sem komið er upp eftir endurbæturnar sem gerðar voru 2017. Nauðsynlegt er að draga fram svör við því hvað er að, hverjar orsakir þess eru, hvernig megi bæta úr þeim göllum sem kunna að vera á verkinu og leggja mat á kostnað við lagfæringar.

Börkur og Ásgeir Örn viku af fundi kl. 10:24.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og lögmanni sveitarfélagsins að afla matsgerðar um málið. Óskað verði eftir flýtimeðferð þar sem um mikilvæga þjónustu er að ræða fyrir íbúa sveitarfélagsins.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að koma með viðauka vegna þess kostnaðar sem fyrirséð er að falli á sveitarfélagið á meðan að málið er í meðferð.

4.Fjárhagsáætlun 2020 - Heildarviðauki I

Málsnúmer 202003102Vakta málsnúmer

Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2020. Helstu niðurstöður eru:

Rekstrarniðurstaða A-hluta er jákvæð um 60,2 m.kr. (var 93,6 m.kr.) en þar af er Aðalsjóður neikvæður um 43,3 m.kr (var jákvæður um 755 þús.kr.).
Rekstrarniðurstaða B-hluta er jákvæð um 39,1 m.kr. (var 28,7 m.kr.).
Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta samtals er jákvæð um 82,1 m.kr. (var 105 m.kr.).
Áætlaðar fjárfestingar eru samtals um 370 m.kr (voru 351,6 m.kr.).
Byggðaráð samþykkir samhljóða heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2020.

5.Frávikagreining jan-mars 2020

Málsnúmer 202005137Vakta málsnúmer

Frávikagreining jan-mars 2020 - Katrín Dóra Þorsteinsdóttir frá fjármálasviði kynnti frávikagreiningu sem var unnin með stjórnendum sveitarfélagsins í apríl.

Einnig fylgdi með fundarboði mánaðarskýrsla úr bókhaldskerfi m.v. 30.04.2020.
Lagt fram til kynningar

6.Frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - Fjármál sveitarfélga í kjölfar Covid-19

Málsnúmer 202005087Vakta málsnúmer

Katrín Dóra Þorsteinsdóttir vék af fundi kl. 10:45.

Tekið fyrir bréf frá Eftirlitsnefnd með málefnum sveitarfélaga dagsett 14. maí 2020 sem sent er vegna fjármála sveitarfélaga í kjölfar COVID-19.
Lagt fram til kynningar.

7.Laxeldi í Eyjafirði, innsend erindi.

Málsnúmer 202005036Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu tvö innsend erindi, mótmæli við laxeldi í sjókvíum í Eyjafirði.
Annars vegar frá Halldóri Áskelssyni dagsett 18. maí 2020, undirskriftir 20 hagsmunaaðila í Eyjafirði sem krefjast þess að Eyjafjörður verði friðaður fyrir fiskeldi í sjókvíum.

Hins vegar frá landeigendum við austanverðan Eyjafjörð og í Fnjóskadal, áskorun um að bæjar- og sveitarstjórnir við Eyjafjörð og nágrenni hafni öllum hugmyndum um sjókvíaeldi á laxi í firðinum.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð ítrekar fyrri bókun sína frá 7. maí þar sem ráðið óskar eftir því að SSNE haldi áfram þeirri vinnu sem Dalvíkurbyggð og AFE hófu 2018 um samtal í Eyjafirði um laxeldismál.

8.Aðalfundarboð Menningarfélgsins Bergs ses, 2020

Málsnúmer 202005067Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir tölvupóstur frá forstöðumanni safna og Menningarhússins Bergs dagsettur 13. maí 2020, boð á aðalfund Menningarfélagsins Bergs ses. sem haldinn verður fimmtudaginn 28. maí kl. 14 í Menningarhúsinu Bergi.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða að Gunnþór E. Gunnþórsson fari með umboð Dalvíkurbyggðar á fundinum.

9.Aðalfundur Málræktarsjóðs 2020

Málsnúmer 202005066Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir tölvupóstur frá Málræktarsjóði dagsettur 13. maí 2020 þar sem boðað er til aðalfundar sjóðsins föstudaginn 12. júní kl. 15.30 í Reykjavík.
Lagt fram til kynningar.

10.Til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísunartilskipunin, dvalar- og atvinnuleyfi), 717. mál.

Málsnúmer 202005073Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis dagsettur 15. maí 2020 þar sem allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga og atvinnuréttindi útlendinga (alþjóðleg vernd, brottvísunartilskipunin, dvalar- og atvinnuleyfi), 717. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 29. maí nk.
Lagt fram til kynningar.

11.Til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti, 775. mál.

Málsnúmer 202005080Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis þar sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um fjarskipti, 775. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. júní nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Katrín Dóra Þorsteinsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri