Atvinnumála- og kynningarráð

56. fundur 15. september 2020 kl. 08:15 - 10:30 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi
Dagskrá
Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir boðaði varamann sinn, Sigvalda Gunnlaugsson, sem boðaði einnig forföll. Snæþór Arnþórsson boðaði forföll og í hans stað mætti Katrín Sif Ingvarsdóttir, varamaður.

1.Ritun fundargerða og erindisbréf

Málsnúmer 202009002Vakta málsnúmer

Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi, fór yfir helstu breytingar hvað varðar ritun fundargerða og erindisbréf ráðsins.
Lagt fram til kynningar

2.Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélaga um úthlutun

Málsnúmer 202009090Vakta málsnúmer

Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi fór yfir samskipti sín við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í tengslum við úthlutun byggðakvóta, fiskveiðiárið 2020/2021.

Í tölvupósti frá starfsmanni ráðuneytis, dags. 11.09.20 kemur fram að sú breyting sé gerð á umsóknarferli frá fyrra ári að ekki verði þörf á að sveitarstjórnir sæki sérstaklega um byggðakvóta heldur muni ráðuneytið tilkynna sveitarstjórnum hversu miklar aflaheimildir komi í hlut hvers byggðarlags sem undir þær falla þegar sú skipting liggur fyrir. Reiknað sé með að tilkynning úthlutunar byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020/2021 verði send til sveitarstjórna fyrir lok októbermánaðar.

Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 15. október 2020. Tillögur sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina. Með vísan til þess að þar sem úthlutun liggur ekki fyrir mun ráðuneytið hafa samband við hluteigandi sveitarstjórnir í þeim tilvikum ef að mati ráðuneytisins þörf verður á verulegum breytingum á tillögum sveitarstjórna í kjölfar tillkynningar um úthlutun. Að óbreyttu er stefnt að því að málsmeðferð ráðuneytisins vegna tillagna sveitarstjórna verði lokið samhliða úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga.
Atvinnumála- og kynningarráð lýsir yfir áhyggjum sínum vegna seinagangs á afgreiðslu byggðakvóta 2019/2020. Það er afar mikilvægt fyrir byggðalagið og hagsmunaaðila í sjávarútvegi að fá úr þessu máli skorið sem allra fyrst.

Ráðið felur þjónustu- og upplýsingafulltrúa að hafa samband við hagsmunaaðila í Dalvíkurbyggð hvað varðar úthlutun byggðakvóta 2020/2021.

3.Heimsóknir í fyrirtæki.

Málsnúmer 201407048Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu á heimsóknum ráðsins í fyrirtæki og listi settur saman fyrir næstu mánuði.
Í ljósi þeirra aðstæðna sem ríkt hafa í landinu í tengslum við Covid-19 hefur ráðið ekki verið að fara í fyrirtækjaheimsóknir. Á meðan enn ríkir óvissuástand vegna Covid telur ráðið að meta þurfi stöðuna á hverjum fundi fyrir sig með áframhaldandi heimsóknir.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúa falið að yfirfara heimsóknalista og leggja hann fyrir næsta fund ráðsins.

4.Atvinnustefna Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201405182Vakta málsnúmer

Farið yfir ýmsar hugmyndir varðandi fyrirtækjaþing 2020. Hvaða áherslur sé best að hafa í ár og hvaða tími sé hentugur. Einnig farið yfir hluta úr atvinnustefnunni sem snýr að því að fá unga fólkið okkar aftur heim.
Atvinnumála- og kynningarráð leggur til að stefnt verði á að hafa fyrirtækjaþing í byrjun næsta árs. Fyrirtækjaþingið yrði þá að þessu sinni með áherslu á nýsköpun, þróun og smáfyrirtækjarekstur í Dalvíkurbyggð. Markmiðið er að hafa hugarflæði um tækifærin í sveitarfélaginu, hópastarf og mynda jafnvel framhaldshópa út frá þinginu.

Taka þarf stöðuna á tímasetningu þingsins þegar nær dregur í ljósi aðstæðna vegna Covid.

Farið yfir leiðir til að ná unga fólkinu aftur heim. Fara í markvissa kynningu á því sem Dalvíkurbyggð hefur upp á að bjóða, mögulega með markaðssetningu.

5.Starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024

Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer

Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi fór yfir stöðu á málalykli 21500, markaðs- og kynningarmál.

Málin rædd í ljósi stöðu markaðsmála í kjölfar Covid-19. Farið yfir hvar sé hægt að bæta í ef tækifæri gefst útfrá fjárhagsáætlun næsta árs.

Tekinn fyrir tölvupóstur frá N4 fjölmiðill og sá möguleiki ræddur að setja upp heildarpakka í ljósi 3ja ára áætlunar 2022-2024.
Nútímalegri hugmyndir að markaðssetningu fyrir sveitarfélagið ræddar og ákveðið að reyna að fá aukið fjármagn inn í fjárhagsáætlun 2021 vegna þess.

Ráðið samþykkir samhljóða með fjórum atkvæðum að sækja eftir auknu fjármagni vegna markaðssetningar á sveitarfélaginu.

6.Skilti og merkingar í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201209077Vakta málsnúmer

Skilti sem þjónustu- og upplýsingafulltrúi hefur unnið og verða sett í Friðlandinu og við Tungurétt lögð fram til kynningar.

Þá útbjó þjónustu- og upplýsingafulltrúi í sumar skilti á gervigrasvöllinn sem einnig er lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

7.Fundagerðir stjórnar Markaðsstofu Norðurlands 2019-2020

Málsnúmer 201912025Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá júní og júlí lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir stjórnar SSNE 2020

Málsnúmer 202002037Vakta málsnúmer

Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Nefndarmenn
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir formaður
  • Tryggvi Kristjánsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Íris Hauksdóttir starfsmaður
Fundargerð ritaði: Íris Hauksdóttir þjónustu- og upplýsingafulltrúi