Byggðaráð

966. fundur 19. nóvember 2020 kl. 13:00 - 15:57 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024; tillaga að frumvarpi til sveitarstjórnar.

Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu niðurstöður tillögu að fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022 -2024 samkvæmt fjárhagsáætlunarlíkani.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2020 og þriggja ára áætlun 2022-2024 til fyrri umræðu í sveitarstjórn, með áorðinni breytingu sem gerð var á fundinum.

2.Frá sveitarstjóra; Nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla; umsókn um í C1

Málsnúmer 202011083Vakta málsnúmer

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið auglýsti nú í nóvember eftir umsóknum um framlög til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða, flokkur C.01 í stefnumótandi byggðaáætlun 2018-2024.

Stjórn SSNE velur þau verkefni sem sótt er um fyrir Norðurland eystra og á fundi sínum þann 11. nóvember sl. valdi stjórnin verkefni Dalvíkurbyggðar, Friðlandsstofa - Anddyri Friðlands Svarfdæla í Dalvíkurbyggð, sem eitt af umsóknum frá landshlutanum.

Friðlandsstofa er verkefni sem sveitarstjórn hefur unnið að í nokkurn tíma og er sprottið af því að finna nýtt hlutverk fyrir Gamla skóla. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu lokagögn sem fylgdu umsókninni til Ráðuneytisins þann 16. nóvember sl. á lokadegi umsóknarfrests.
Lagt fram til kynningar.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202011088Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

4.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, 43. mál.

Málsnúmer 202011067Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur, dagsettur þann 11. nóvember 2020, frá nefndasviði Alþingis þar sem Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, 43. mál.

Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 25. nóvember nk.
Lagt fram til kynningar.

5.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar, 39. mál.

Málsnúmer 202011033Vakta málsnúmer

Á 965. fundi byggðaráðs þann 12. nóvember 2020 var samþykkt að fela sveitarstjóra að leita samráðs við önnur sveitarfélög á svæðinu um bókun.

Með fundarboði fylgdi minnisblað sveitarstjóra vegna málsins, tillaga að umsögn.
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar leggur áherslu á mikilvægi þess að miðstöð innanlandsflugs verði áfram óskert í Vatnsmýrinni þar til annar eða betri kostur hefur verið tekinn í notkun.

6.Frá SSNE; Fundargerðir stjórnar SSNE 2020, 17. fundur.

Málsnúmer 202002037Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra frá 17. fundi stjórnar þann 11. nóvember 2020.
Lögð fram til kynningar.

7.Frá Heilbrigðisefirliti Norðurlands eystra; Fundargerðir HNE 2020; 216. fundur og viðbragðsáætlun - handbók til að draga úr loftmengun.

Málsnúmer 202009117Vakta málsnúmer

Tekin fyrir fundargerð Heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæði eystra frá 216. fundi nefndarinnar þann 4. nóv. sl., ásamt handbók fyrir sveitarfélög um viðbragðsáætlanir til að draga úr loftmengun.
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir starfs -og kjaranefndar frá 2020; stytting vinnuvikunnar o.fl.

Málsnúmer 202003008Vakta málsnúmer

Rúna Kristín Sigurðardóttir, launafulltrúi, og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, úr vinnuhópi um styttingu vinnuvikunnar komu inn á fundinn undir þessum lið kl. 14:45.

Með fundarboði fylgdi til kynningar fundargerð starfs- og kjaranefndar frá fundi nefndarinnar þann 17. nóvember 2020.
Til umfjöllunar staða mála í vinnu hjá deildum við styttingu vinnuvikunnar samkvæmt kjarasamningum.

Rúna Kristín og Gísli Rúnar viku af fundi kl.15:45.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:57.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs