Byggðaráð

960. fundur 15. október 2020 kl. 13:00 - 16:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Lagfæringar í sundlaug Dalvíkur; staða mála.

Málsnúmer 202001007Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs í gegnum fjarfund (TEAMS) Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00.

Á 955. fundi byggðaráðs var samþykkt að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður og niðurstöður byggðaráðs um hámarksupphæð hvað varðar viðgerð á sundlaugarkanti og sundlaugarstétt annars vegar og hins vegar vegna viðgerðar á "Bláa lóninu".

Til umræðu staða mála hvað varðar lagfæringar í Sundlaug Dalvíkur.

Börkur Þór, Gísli Rúnar, Gísli og Þorsteinn viku af fundi kl. 13:53.
Byggðaráð felur sviðsstjórum umhverfis- og tæknisviðs, fræðslu- og menningarsviðs, veitu- og hafnasviðs og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að vinna áfram að málum.

2.Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélaga um úthlutun

Málsnúmer 202009090Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs í gegnum fjarfund (TEAMS) Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi kl. 13:54.
Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 13:54. vegna vanhæfis.

Þjónustu- og upplýsingafulltrúi gerði grein fyrir fundum í Atvinnumála- og kynningarráði frá 15. september s.l. og 7. október s.l. og fundi með hagsmunaaðilum þann 29. september s.l. Samkvæmt rafpósti frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu frá 11.09.2020 kemur fram að vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum ráðuneytisins eigi síðar en 15. október 2020.

Niðurstaðan er eftir umfjöllun atvinnumála- og kynningarráðs að legga til óbreyttar reglur frá fyrra ári eða svohljóðandi:

Ákvæði reglugerðar nr. 728/2020 gilda um úthlutun byggðakvóta Dalvíkur, Árskógssands og Hauganess með eftirfarandi viðauka/breytingum:

a)
Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á þannig: 30% úthlutaðs byggðakvóta byggðarlags skal skipt jafnt á alla þá báta úr viðkomandi byggðarlagi sem sækja um byggðakvóta og uppfylla að öðru leyti ákvæði 1. gr. Óski einhver eftir tilteknu magni kvóta, sem er minna en hann á rétt á samkvæmt þessu ákvæði, þá skiptast eftirstöðvar þess hluta byggðakvótans jafnt milli hinna umsækjendanna. 70% byggðakvóta byggðarlagsins skal skipt hlutfallslega miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2019 til 31. ágúst 2020. Ekkert skip fær þó meira en 35% af þeim 70% sem skipt er samkvæmt lönduðum afla.

b)
Ákvæði 1. og 4. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2020 til 31. ágúst 2021. Skilyrði þess að afla teljist landað til vinnslu er að honum sé haldið aðskildum frá öðrum afla, ásamt því að vera vigtaður og skráður sérstaklega við vigtun á hafnarvog. Aflinn skal nema, í þorskígildum talið, tvöföldu magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari. Eigandi fiskiskips skal gera skriflegan samning við fiskkaupanda um magn sem landað verður til vinnslu hjá viðkomandi vinnsluaðila, þar sem fram kemur að vinnsluaðili skuldbindur sig til þess að vinna aflann, þó eru vinnsluaðila heimil jöfn skipti, miðað við þorskígildisstuðla, á tegundum við annan vinnsluaðila, og komi þá slík fyrirætlan fram í þeim samningi sem eigandi fiskiskips gerir við fiskkaupanda, og skal bæjar- eða sveitarstjórn árita samninginn til staðfestingar.

https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=882c3b57-a66e-471a-8bbf-c819d67f051b

Upplýsingar um vilyrði fyrir byggðakvóta, mótframlag og stöðu úthlutunar er að finna á heimasíðu Fiskistofu;
http://www.fiskistofa.is/veidar/aflaheimildir/byggdakvoti/byggdakvoti-1920/


Íris vék af fundi kl. 14:20.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu að sérreglum Dalvíkurbyggðar um úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2020/2021 og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024, framhald á yfirferð byggðaráðs

Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 14:20.

a) Undir þessum lið koma á fundinn í gegnum fjarfund (TEAMS) Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 14:21.

Þorsteinn kynnti tillögur veitu- og hafnasviðs og veitu- og hafnaráðs að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir málaflokka 41, 43, 47 og 73 ásamt tillögum að framkvæmdum og fjárfestingum.

Þorsteinn vék af fundi kl. 15:30.

b) Umræður um fyrirliggjandi tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun sem kynntar hafa verið og næstu skref.
og m.a. umræða um Gamla skóla.
Lagt fram til kynningar.

4.Frá Fjallabyggð; Framtíðarfyrirkomulag brunavarna - beiðni um viðræður

Málsnúmer 202009112Vakta málsnúmer

Samkvæmt samþykkt byggðaráðs á 956. fundi þann 24. september 2020 hafa framkvæmdastjórar sveitarfélaganna sett upp áætlun um viðræður framtíðarfyrirkomulags brunavarna.

Með fundargögnum fylgdi samantekt af vinnufundum frá 28. september, 9. október og 13. október.

Að mati framkvæmdastjóranna er nauðsynlegt að fá samþykki sveitarfélaganna á aðkeyptri þjónustu fagaðila við úttekt á hagkvæmni sameiningar brunamála.

Lagt er til að kostnaður af slíkri úttekt skiptist á milli sveitarfélaganna eftir íbúatölu.

Leitað var til þriggja aðila um að leggja inn áætlun í úttekt á núverandi stöðu og mat á kostum og göllum sameiningar. Áætlanir eru byggðar á gögnum sem send voru og fundum aðila með framkvæmdastjórum sveitarfélaganna. Tveir skiluðu inn áætlun, upplýsingar um að þriðji aðilinn hefði áhuga á að skila inn áætlun bárust of seint.

Framkvæmdarstjórar sveitarfélaganna leggja til að gengið verði til samninga við HLH ráðgjöf á grundvelli fyrirliggjandi áætlunar. Samkvæmt áætluninni ættu niðurstöður vinnunnar að liggja fyrir eigi síðar en 21. nóvember nk.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við HLH ráðgjöf á grundvelli fyrirliggjandi áætlunar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að kostnaður af úttekt HLH ráðgjafar skiptist á milli sveitarfélaganna eftir íbúatölu og felur sveitarstjóra að koma með viðauka á næsta fundi vegna þessa.

5.Frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu; Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga; beiðni um útkomuspá 2020

Málsnúmer 202010043Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsettur þann 9. október 2020, þar sem eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga óskar eftir að nefndinni berist útkomuspá fyrir fjárhagsárið 2020 samhliða fjárhagsáætlun fyrir árið 2021, með vísan í 79. gr. sveitarstjórnalaga nr. 138/2011.

Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um til hvaða fjárhagslega aðgerða sveitarstjórn hyggst grípa eða hefur gripið til vegna Covid-19 ástandsins.

Óskað er eftir að útkomuspáin og fjárhagsáætlun 2021, eins og hún verður lögð fyrir sveitarstjórn, berist eigi síðar en 1. nóvember n.k.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda útkomuspá 2020, heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2020, þegar hún liggur fyrir vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021, til eftirlitsnefndar sveitarfélaga.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að taka saman minnisblað um til hvaða fjárhagslegra aðgerða sveitarstjórn hyggst grípa eða hefur gripið til vegna Covid-19 ástandsins og leggja fyrir byggðaráð.

6.Fundargerðir starfs -og kjaranefndar frá 2020; fundur þann 13.10.2020

Málsnúmer 202003008Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 13. október 2020.
Lagt fram til kynningar.

7.Frá SSNE; Miðstöð velferðatækni, áhersluverkefni 2019

Málsnúmer 202010045Vakta málsnúmer

Á ársfundi SSNE þann 10. október 2020 var kynnt áhersluverkefni 2019, Miðstöð velferðatækni. Í verkefninu fólst að kanna fýsileika þess að koma á fót þjónustu- og þekkingarmiðstöð á sviði velferðartækni á Norðurlandi.

Markmið verkefnisins var að vinna frumathugun og þarfagreiningu á samstarfi sveitarfélaga vegna þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar á sviði velferðartækni. Leiðarljós að slíku samstarfi er að nýta nýjustu tækni til að upplýsa, leiðbeina, veita ráðgjöf og hvetja til aukinnar og almennrar notkunar á nýjustu tækni og hjálpartækjum fyrir einstaklinga sem þurfa aðstoð við daglegt líf og athafnir. Markmiðið er að auka þannig lífsgæði eldra fólks og hagkvæmni í veitingu þjónustunnar. Miðstöðin þjóni íbúum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og mögulega öllu landinu.

Með fundarboði fylgdi hlekkur á lokaskýrslu verkefnisins.
Byggðaráð vísar ofangreindu til félagsmálaráðs til umfjöllunar.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs