Byggðaráð

948. fundur 25. júní 2020 kl. 13:00 - 16:27 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Samvinna byggðaráðs og eldri borgara, öldungaráð.

Málsnúmer 201610060Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs fulltrúar í Öldungaráði þær Kolbrún Pálsdóttir og Helga Mattína Björnsdóttir frá eldri borgurum og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00.

Til umræðu ýmis mál er varða málefni íbúa 60 ára og eldri í Dalvíkurbyggð. Sveitarstjóri tekur saman minnispunkta af fundinum og sendir út fundargerð eftir fund.

Kolbrún, Helga Mattína og Eyrún viku af fundi kl. 14:20.
Byggðaráð þakkar öldungaráði fyrir góðan fund.

2.Vátryggingar Dalvíkurbyggðar, endurskoðun

Málsnúmer 202006075Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað innanhúss frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs er varðar vátryggingar sveitarfélagsins og vangaveltur um hvort leita á tilboða á árinu 2020 í tryggingaverndina.
Byggðaráð samþykkir samhljóða að fara sambland af leið a og b samkvæmt framlögðu minnisblaði frá sviðsstjóra.

3.Ósk um viðauka vegna göngstígs frá Olís að Árgerði

Málsnúmer 202006074Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs dagsett 12. júní 2020, ósk um viðauka vegna göngustígs frá Olís að Árgerði sunnan Dalvíkur.

Framkvæmdir vegna færslu lóðar við Ásgarð eru áætlaðar dýrari en gert var ráð fyrir við hönnun stígsins. Einnig var lægsta tilboð í verkið 11% yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Umhverfisráð fjallaði um málið og leggur til að beðið verði með framkvæmdir við gangstéttir upp á 3.000.000 kr til að mæta kostnaði en sótt verði um viðauka fyrir eftirstöðvunum, 7.812.400 kr.
Byggðaráð samþykkir samhljóða tilfærslu á verki E2001 yfir á E2007 kr. 3.000.000 og viðauka nr. 22 við fjárhagsáætlun 2020 upp á 7.812.400 kr á deild 32200-11900. Mætt með lækkun á handbæru fé.

4.Fjárhagslegt stöðumat 2020

Málsnúmer 202001043Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu upplýsingar úr bókhaldi sveitarfélagsins, aðalbók samanburður með samtölum m.v. 31.05.2020.
Lagt fram til kynningar.

5.Starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024

Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer

Katrín Dóra Þorsteinsdóttir frá fjármála- og stjórnsýslusviði kom inn á fundinn kl. 14:42.

Til umræðu fjárhagsrammar og forsendur fjárhagsáætlunar 2021 og 3ja ára fjárhagsáætlunar.

Ekki liggur enn fyrir þjóðhagsspá að sumri eða forsendur frá Sambandinu en stjórn Sambandsins bókaði á fundi sínum þann 12. júní að "hún telur það vera áhyggjuefni að vegna frestunar á framlagningu fjármálastefnu og fjármálaáætlunar 2021-2025 muni óvissa í forsendum fjárhagsáætlana verða meiri en ella. Leggja þarf sérstaka áherslu á nána samvinnu hlutaðeigandi ráðuneyta, Hagstofu Íslands og Sambandsins, þannig að tryggt verði með öllum ráðum að sveitarfélögin fái sem gleggstar upplýsingar, og í tæka tíð, fyrir gerð fjárhagsáætlana þeirra."

Launafulltrúi sendir út þarfagreiningu vegna launa til stjórnenda núna um mánaðarmótin.
Lagt fram til kynningar.

6.Fasteignaálagning 2021

Málsnúmer 202006091Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fyrsta prufuálagning fasteignagjalda 2021.

Einnig fór Katrín Dóra yfir samantekt sem hún gerði á samanburði á fasteignagjöldum Dalvíkurbyggðar við önnur sambærileg sveitarfélög.

Katrín Dóra vék af fundi kl. 15:14.
Lagt fram til kynningar.

7.Minnkandi starfshlutfall - atvinnuleysi

Málsnúmer 202004079Vakta málsnúmer

Til kynningar uppfærð gögn frá Vinnumálastofnun m.v. 15. júní 2020, um fjölda þeirra sem hafa nýtt sér heimild er varðar minnkandi starfshlutfall og þeirra sem eru í almenna bótakerfinu.
Lagt fram til kynningar.

8.Leigusamningur fyrir Rima

Málsnúmer 202006088Vakta málsnúmer

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kom inn á fundinn kl. 15:20.

Til umræðu útleiga á Rimum en félagsheimilið og tjaldsvæðið var núna í júní auglýst til leigu.
Eitt tilboð barst og fór Börkur yfir stöðu viðræðna.

Börkur vék af fundi kl. 15:34.
Byggðaráð felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.

9.Ósk um umsögn vegna fiskeldismála

Málsnúmer 202006089Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf dagsett 9. júní 2020 frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þar sem kallað er eftir umsögn um hvort rétt sé að takmarka eða banna fiskeldi eða ákveðnar eldisaðferðir í sjókvíum í Eyjafirði.

Í niðurlagi er þess beint til sveitarfélaga í Eyjafirði að þau eigi viðræður sín á milli við undirbúning umsagna/umsagnar. Óskað er umsagnar fyrir 9. júlí n.k.

Farið yfir umsagnir sveitarstjórna við Eyjafjörð um málið.

Lagt fram fundarboð frá SSNE vegna upplýsingafundar í Bergi föstudaginn 26. júní, flutt verða erindi til kynningar á tækniframförum í fiskeldi.
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar ítrekar fyrri bókanir sínar sem snúa að samtali sveitarfélaganna við Eyjafjörð um málið.

10.Stofnun flokks, herferð gegn brotnum heimi.

Málsnúmer 202006002Vakta málsnúmer

Tekið til kynningar erindi dagsett 1. júní 2020 frá samtökunum TUFF sem eru að setja af stað herferðina #KIND20.

Herferðin hefur það markmið að beina athygli að því jákvæða sem á sér stað í brotnum heimi dagsins í dag. Herferðin mun vera gangsett á Íslandi og mun svo fara af stað um allan heim.
Lagt fram til kynningar.

11.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202005061Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

12.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202006081Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

13.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2020

Málsnúmer 202002017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 885. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. júní 2020.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:27.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri