Byggðaráð

959. fundur 14. október 2020 kl. 16:15 - 19:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024; yfirferð á tillögum fagráða og stjórnenda

Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer

a) Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs í gegnum fjarfund (TEAMS) Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknsviðs, og Steinþór Björnsson, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdardeildar, kl.16:15.

Börkur og Steinþór kynntu tillögur umhverfis- og tæknisviðs, eigna- og framkvæmdadeildar og umhverfisráðs að viðhaldi, framkvæmdum og fjárfestingum Eignasjóðs, Eignasjóður málaflokkar 31 og 32. Einnig kynntu Börkur og Steinþór, eftir því sem við á, tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun 2021 fyrir málaflokka 07, 08, 09, 10, 11, og deildir 06270, 13200, 13210,13700, 13710 og 13720.

Börkur Þór og Steinþór viku af fundi kl. 19:00.

b) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti tillögu að starfsáætlun 2021 vegna verkefna þjónustu- og upplýsingafulltrúa og atvinnumála- og kynningarráðs.


c) Yfirferð yfir starfs- og fjárhagsáætlun veitu- og hafnasviðs frestað til næsta fundar.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs