Byggðaráð

950. fundur 21. júlí 2020 kl. 13:00 - 15:10 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Leiguíbúðum Dalvíkurbyggðar hses; Fjárhagsstaða Leiguíbúðanna hses

Málsnúmer 202007055Vakta málsnúmer

Jón Ingi Sveinsson vék af fundi kl. 13:18 vegna vanhæfis og varaformaður tók við fundarstjórn.

Tekið fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses, dagsett þann 16. júlí 2020, þar sem fram kemur að óskað er efti því að Dalvíkurbyggð veiti Leiguíbúðum Dalvíkurbyggðar hses skammtímalán allt að fjárhæð 10 m.kr.

Forsendur þessa eru þær að þegar lánsþörf félagsins var metin í júní 2019 lá ekki fyrir að verkið myndi dragast um rúmlega 5 mánuði. Sú töf, ásamt aukaverkum við húsin sem voru samþykkt af stjórn, hefur valdið því að það mun líklega vanta um 5 milljónir til að loka fjárfestingunni með þeirri lántöku sem var samþykkt í fyrra.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum lánafyrirgreiðslu til skamms tíma til Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses að upphæð kr. 10.000.000 og að gengið verði frá láninu í skuldabréfakerfi sveitarfélagsins með lánskjörum í samræmi við sambærileg lán hjá fjármálafyrirtækjum, Jón Ingi tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

2.Frá Sambandi íslenskra sveítarfélaga; Könnun á kjörum framkvæmdastjóra og sveitarstjórnarmanna

Málsnúmer 202007052Vakta málsnúmer

Jón Ingi kom inn á fundinn að nýju kl. 13:25 og tók við fundarstjórn að nýju.

Tekin fyrir niðurstöður úr könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga á kjörum sveitarstjórnarfólks og framkvæmdastjóra sveitarfélaga 2020.

Miðað við sveitarfélög með 1.000 - 1.999 íbúa, en Dalvíkurbyggð fellur þar undir, þá eru kjör hjá Dalvíkurbyggð um eða yfir meðaltal.
Lagt fram til kynningar.

3.Starfs- og fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024; forsendur með áætlun

Málsnúmer 202005082Vakta málsnúmer

Á 949. fundi byggðaráðs þann 9. júlí s.l. voru til umfjöllunar fyrstu drög að forsendum með fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti uppfærð drög að forsendum ásamt fylgiskjölum:
Yfirlit yfir íbúaþróun 1998-2020
Áhættugreiningu

Einnig til kynningar samantekt á útsvarsgreiðslum janúar - júní 2020.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að forsendum með fjárhagsáætlun 2021. Forsendurnar verði uppfærðar eftir því sem við á.

4.Frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs; Viðauki vegna niðursetningar á rotþróm 2020

Málsnúmer 202007039Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, dagsett þann 7. júlí 2020 þar sem fram kemur

Við gerð fjárhagsáætlunar var gert ráð fyrir að setja niður um 2 til þrjár rotþrær, en eins og ætíð er óljóst hverjir koma til með að óska eftir þessari þjónustu Fráveitu Dalvíkurbyggðar á hverju ári. Í fjárhagsáætlun þessa árs er gert ráð fyrir kr. 1.500.000,- í þennan málaflokk og nú þegar er búið að setja niður tvær rotþrær að fjárhæð kr. 1.076.000,-. Fyrir liggja umsóknir um rotþrær frá 5 aðilum þar að auki.
Í 3. gr. í gjaldskrá Fráveitu Dalvíkurbyggðar segir: „Árlegt rotþróargjald sem lagt er á hverja íbúð, þar sem tæming á sér stað þriðja hvert ár, er kr. 12.621,72 kr. pr. losun. Að auki er greitt fast gjald 16.270,66 kr. pr. á hverja íbúð, til að standa straum að kostnaði vegna niðursetningar á rotþrónni.“

Að framansögðu er óskað eftir viðauka að fjárhæð kr. 2.800.000,-, sjá viðhengi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að viðauka 23 við fjárhagsáætlun 2020, að upphæð kr. 2.800.000 við deild 74200 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

5.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Beiðni um viðauka v. skerðingar á framlögum frá Jöfnunarsjóði

Málsnúmer 202007066Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 20. júlí 2020, þar sem fram kemur að á vef Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins þann 24. júní s.l. var birt frétt um nýjar og endurskoðaðar áætlanir um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/06/24/Nyjar-og-endurskodadar-aaetlanir-um-framlog-ur-Jofnunarsjodi-sveitarfelaga/

Samkvæmt nýrri áætlun um framlög Jöfnunarsjóðs vs. gildandi fjárhagsætlun Dalvikurbyggðar 2020 þá er áætluð skerðing framlaga vegna fasteignaskatts, útgjaldajöfnunarframlags, grunnskólaframlags, framlaga vegna fatlaðra nemenda og íslenskukennslu alls kr. 83.605.903. Lagt er því til að tekjuáætlun Dalvíkurbyggðar verði lækkuð sem þessu nemur og hugað verði að lántöku á móti.Byggðaráð samþykkir samljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að viðauka nr. 24 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 83.605.903 við deild 00100 vegna lækkunar á framlögum úr Jöfnunarsjóði og sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að kanna fyrir næsta fund með lántöku til að mæta viðaukanum.

6.Sumarátaksstarf námsmanna 2020 - beiðni um leiðréttingu á viðauka nr. 20

Málsnúmer 202005039Vakta málsnúmer

Á 947. fundi byggðaráðs þann 11. júní 2020 var samþykktur viðauki nr. 20 að upphæð kr. 7.045.060 við deild 06260 og deild 11410 vegna sumarátaksstarfa námsmanna 2020. Samkvæmt áætluðum viðauka í launaáætlunarkerfi þá er viðaukinn kr. 234.790 hærri en gert var ráð fyrir. Óskað er því eftir leiðréttingu á viðauknum sem þessu nemur og að viðbótinni sem mætt með lækkun á handbæru fé.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda leiðréttingu á launaviðauka nr. 20 við fjárhagsáætlun 2020 að upphæð kr. 234.790, þannig að deild 11410 hækki nettó um kr. 162.934 og að deild 06260 hækki nettó um kr. 71.856 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

7.Frá sveitarstjóra; Leiðrétting á milli deilda og fjárhagslykla

Málsnúmer 202007065Vakta málsnúmer

Frestað.

8.Lagfæringar í sundlaug Dalvíkur

Málsnúmer 202001007Vakta málsnúmer

Á 949. fundi byggðaráðs þann 9. júlí s.l. var til umfjöllunar lagfæringar í Sundlaug Dalvíkur þar sem sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og bæjarlögmaður gerðu grein fyrir fundi með verktökum og hönnuði þann 7. júlí s.l. þar sem meðal annars var til umfjöllunar fyrirliggjandi drög að samkomulagi hvað varðar bláa lónið og stéttar.

Byggðaráð lagði áherslu á að áfram yrði haldið með dómskvadda matsmenn, sbr. fundur byggðaráðs í maí, og öll framkvæmdin yrði undir í matinu nema að samkomulag náist um bláa lónið og stéttar - sem væri þátt hægt að undanskilja mati. Hvað varðar samkomulagið þá var það vilji byggðaráðs að lagfæringar á bláa lóni og stéttum á ásættanlegan hátt yrði á kostnað verktaka og að hlutlaus aðili tæki út verkin.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir framvindu málsins frá síðasta fundi og á fundinum var farið yfir kostnaðaráætlun frá verktaka vegna viðgerðar á bláa lóninu.
Með vísan í umfjöllun byggðaráðs frá síðasta fundi samþykkir byggðaráð með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu þar til nánari upplýsingar liggja fyrir.

Fundi slitið - kl. 15:10.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs